Heiðursmaðurinn Spassky

Leitt að heyra þetta, þó maður voni að Spassky hristi þetta af sér, þá er útlitið ekki gott. Boris Spassky hefur alltaf verið í uppáhaldi hjá mér. Að sjálfsögðu stóð ég með honum í einvíginu við Fischer í Reykjavík 1972.

Spassky þótti vera hinn sanni heiðursmaður í einvíginu meðan Fischer var óútreiknanlegur hagaði sér oft á tíðum eins og trúður. En háttvísi og kurteisi dugði Spassky ekki gegn Fischer við skákborðið og hann beið lægri hlut fyrir Fischer og tapaði heimsmeistaratitlinum.

Skákirnar má sjá hér.


mbl.is Spassky fékk heilablóðfall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Spassky er tvímælalaust meðal stórmenna skáksögunnar og absalútt með þeim al kurteisustu. Frábær skákmaður. Ég rakst fyrir stuttu á viðtal við hann á netinu og var það heldur dökkt og sagðist hann vera helst að bíða þess að deyja en ég vona að verði bið á því.

Baldur Fjölnisson, 23.9.2010 kl. 23:36

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sæll Baldur og takk fyrir innlitið. Mig minnir að Spassky hafi, þegar hann vitjaði legstaðar Fischers, spurt hvort ekki væri laust pláss við hliðina á Fischer.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.9.2010 kl. 06:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband