Til hamingju Nýja Ísland

Sigurplast, 50 ára gamalt iðnfyrirtæki, sem framleiðir m.a. plastumbúðir hefur óskað eftir gjaldþrotaskiptum. Hjá fyrirtækinu hafa starfað 17 manns. Nokkuð hefur verið fjallað að undanförnu um mál fyrirtækisins í fjölmiðlum og raunir þess og annarra fyrirtækja, í svipaðri stöðu, í samskiptum við sína viðskiptabanka.

Því hefur verið haldið fram að í bönkunum ráði annarleg sjónarmið, það væri bönkunum ekki forgangsmál að fá sitt fé til baka að hluta eða öllu leiti, þeir hefðu mestan áhuga á að sölsa undir sig fyrirtækin og koma þeim í hendur nýrra eigenda. Til að ná því fram væru þeir jafnvel tilbúnir að tapa mun meiri fjármunum en það kostaði þá að liðka til fyrir núverandi eigendum.

Arion banki hefur staðfastlega neitað þessu, en hefur í kjölfar gjaldþrotabeiðni Sigurplasts sent frá sér fréttatilkynningu og í henni segir m.a.:

 

Að sögn forsvarsmanna Sigurplasts ehf. hafa þeir óskað eftir gjaldþrotaskiptum á félaginu. Arion banki er einn stærsti kröfuhafi Sigurplasts og er jafnframt eigandi þriðjungs hlutafjár félagsins. Forsvarsmönnum Sigurplasts hefur lengi verið ljóst að bankinn vill endurskipuleggja fjárhag félagsins, skjóta traustari stoðum undir rekstur þess og bjarga þar með þeim störfum sem í húfi eru.   
Ef skiptastjóri fellst á aðkomu Arion banka um endurreisn félagsins, hyggst Arion banki selja félagið í opnu söluferli síðar. Bankinn mun kynna nýja tilhögun á rekstri Sigurplasts nánar ef samkomulag næst við skiptastjóra félagsins." (feitl. A.J.H.)

Ekki verður annað séð en bankinn staðfesti það sem á þá er borið. Það þarf enginn að fara í grafgötur með hvernig framkvæmdin á „opnu söluferli bankans“ verður, ef marka má forsögu og reynslu þeirrar formúlu. Líklegast er löngu ákveðið hverjum bankinn ætlar þetta fyrirtæki, allt ferlið bendir til þess.

Almannarómur segir að það séu Íslenskir fjármálasóðar sem staðið hafi að meira og minna leiti að baki erlendum kröfum í þrotabú bankanna og eigi núna m.a. Arion banka.  Gömlu bankarnir rændu almenning með því að falsa afkomu sína og veldi til að lokka og soga til sín fjármagn. Sú leið er varla fær að sinni, þannig að núna gengur ræningjapakkið um sviðið, pikkar upp góð og lífvænleg fyrirtæki og rænir þeim af eigendum sínum, opinberlega og um hábjartan dag.

Sömu trakteringu fær fólkið í landinu, einstaklingar og fjölskyldur verða að horfa berskjölduð og varnarlaus á bankasóðanna hirða af þeim ævistritið og rústa framtíð þeirra.

Til hamingju nýja Ísland!

 


mbl.is Arion banki segist vilja endurreisa Sigurplast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband