Í hvaða liði er Bjarni Ben?

Lítill er ég aðdáandi Birgittu Jónsdóttur og myndi seint veita henni stuðning í kjörklefanum. En í þessu máli styð ég Birgittu 100%, það hljóta allir íslendingar að gera, skyldi maður ætla.

En svo undarlegt sem það er, þá er því ekki þannig farið. Samþingmaður hennar og samherji í stjórnarandstöðunni, Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins, tekur sér stöðu gegn Birgittu, gegn hagsmunum hennar og réttindum, gegn landi og þjóð, til að þjóna sínum æðsta herra, Bandaríkjunum.

Kjósendur Sjálfstæðisflokksins ættu að hafa í huga að fulltrúar flokksins á Alþingi eru þar ekki til að gæta hagsmuna Íslands og íslendinga, fari þeir ekki saman með hagsmunum Bandaríkjanna eða stjórnvalda í Votatúni!

Hvaða orð íslenskt er það sem hægri bloggarar, margir hverjir, hafa ítrekað notað undanfarið um fólk sem þeir telja að gæti ekki hagsmuna Íslands nægjanlega gagnvart öðrum ríkjum? Það orð nota þeir ekki núna heldur mæra, visku Bjarna, skarpskyggni, æðruleysi, stefnufestu og rökvísi.

Ja mikill er andskotinn!


mbl.is Bandaríkjamenn beita lögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Ég er hjartanlega sammála Axel. Birgitta hefur ekki verið mín kona í pólitíkinni, en í þessu máli styð ég hana 100%..

Það þarf ákveðið hugrekki og sannfæringu til að taka þátt í því sem hún hefur gert og ég virði það virkilega.

hilmar jónsson, 9.1.2011 kl. 20:34

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er undarlegt að það teljist glæpur að upplýsa um glæpi ákveðinna aðila.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.1.2011 kl. 21:58

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Suss suss...

hilmar jónsson, 9.1.2011 kl. 22:08

4 Smámynd: Skaz

Það er nokkuð áhugavert að Bjarni Ben, maður sem að hefur mótmælt framsali fullveldis til ESB meðal annars og maður sem að vill fara í hart gagnvart Bretum og Hollendingum í Icesave skuli núna vera tilbúinn að fórna íslenskum þingmanni og öllum hennar samskiptagögnum í hendur erlends ríkis? Gæti það verið að ástæðan sé sú aðí hann er nú vitnað á nokkrum stöðum af sendiráðsstarfsmönnum í skeytum þeirra heim til BNA?

Þetta sem að Bjarni er að iðka núna kallast að vera vindhani, eiginleiki sem að því miður margir stjórnmálamenn á þessu landi okkar telja vera kost...

Nei, Bjarni má sökkva í fenið í þessu máli, hann er einn úti að róa og að fylgja vindum stórveldis en ekki þjóðar sinnar... 

Skaz, 9.1.2011 kl. 22:14

5 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Samála ykkur Bjarni og hans flokkur er liðin undir lok og þó fyrr hefði verið!

Sigurður Haraldsson, 9.1.2011 kl. 22:32

6 identicon

Það má alveg sjá í gegnum þennan Bjarna Vafning Benediktsson,,,auðvitað þorir hann ekki að svara Bandaríkjamönnum,annars fengi hann ekki að koma meir til USA,og þar með kæmist hann ekki á Fjöldskylduóðalið á Florida.

Númi (IP-tala skráð) 9.1.2011 kl. 22:58

7 identicon

Er ekki rétt að þetta mál fái bara að ganga sinn veg eins og öll önnur dómsmál.  Ef að Brigitta hefur ekkert að fela þá er þetta bara hið besta mál og Bandaríkjastjórn tapar og Wikileaks fær byr undir báða.

Ég held að þið bloggarar séuð orðnir gegnsýktir af samsæris-paranoju, þið sjáið vafninga, fléttur og svik í öðru hverju orði.

Stebbi (IP-tala skráð) 9.1.2011 kl. 23:22

8 Smámynd: Gústaf Níelsson

Hefur Birgitta eitthvað að fela?

Gústaf Níelsson, 9.1.2011 kl. 23:28

9 identicon

Fara ekki Sjálfstæðismenn að losa sug við Bjarna Vafning Ben ?

Vilhjálmur Stefánsson (IP-tala skráð) 9.1.2011 kl. 23:32

10 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Skaz, ég veit ekki hvort þetta er meðvitaður tvískinnungur hjá Bjarna. Honum er eins og Sjálfstæðismönnum flestum hverjum ekki sjálfrátt þegar Bandaríkin eru annars vegar. Þá verður eðlið völdin af skynseminni.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.1.2011 kl. 23:36

11 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Númi og Sigurður, takk fyrir innlitið og innleggin.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.1.2011 kl. 23:38

12 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Stebbi og Gústaf, er í lagi að rannsaka fólk af hvaða tilefni sem er, ef það hefur ekkert að fela?  Það geta verið í þessum tölvupóstum viðkvæmar upplýsingar sem koma þessu Wikileaks máli ekkert við.

Það hvarflar ekki að mér eitt andartak að allt slíkt verði ekki nýtt til hins ýtrasta af háttvirtri leyniþjónustu USA, telji þeir að með því megi koma höggi á þá sem dirfast að upplýsa um svarta starfsemi hers þeirra og leyniþjónustu.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.1.2011 kl. 23:46

13 Smámynd: hilmar  jónsson

Gústaf: Í ljósi þeirra staðreynda um stríðsreksturinn í Írak þ.á.m skemmti skotæfingar USA hermanna á skalausu fólki sem Wikkileaks hefur upplýst umheiminn um, leyfir þú þér að spyrja hvort þeir sem unnið hafa að upplýsingaröflun í þágu alþjóðarsamfélagsins, hafi eitthvað að fela.

Drullastu til þess að skammast þín maður..

hilmar jónsson, 9.1.2011 kl. 23:52

14 Smámynd: Gústaf Níelsson

Hjá þér er auðvitað allt á sömu bókina lært, Hilmar. Ég spyr aðeins hvort Birgitta hafi eitthvað að fela? Og þú skipar mér að drullast til þess að skammast mín. En hefur hún eittthvað að fela? Trúlega, en það mun auðvitað koma í ljós að lokum. En spurningin er bara sú hvað þú og þínir líkar verða búnir að kúka mikið í brækurnar, áður en það upplýsist.

En auðvitað muntu heimta skeinipappír frá hinu opinbera.

Þetta "Birgittumál" er eitthvað mesta hallærismál íslenskra vinstrimanna hin síðari ár, ef fráskilið er stóra karókimál auðkonunnar í Norrænahúsinu. 

Gústaf Níelsson, 10.1.2011 kl. 01:35

15 Smámynd: hilmar  jónsson

Þú þarft ekkert að blotta þig betur Gústaf,, þetta er allt komið..

hilmar jónsson, 10.1.2011 kl. 01:44

16 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ef einhver ákærði þig opinberlega Gústaf um eitthvað, væri þú tilbúinn að birta allt, tölvupósta, bankayfirlit, bréfasamskipti o.s.f.v. vegna þess að þú hefðir ekkert að fela?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.1.2011 kl. 02:36

17 identicon

Auðvitað meiga bandaríkjamenn ransaka og ákæra í sínu heimalandi, rétt eins og aðrar þjóðir geta gert. Íslendingar gætu farið að ransaka sendiherra USA eða aðra ráðamenn þar og gefið út handtökuu skipun á þá hvar sem til þeirra næst. Það eina sem er svolítið athygglivert í mínum huga er tilraun til þess að leyna þessarri ransókn.

Jón (IP-tala skráð) 10.1.2011 kl. 14:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.