„Líkar þetta“!

Challenger_flight_crewÍ dag 28. janúar eru liðin 25 ár frá hinu hörmulega slysi, þegar geimferjan Challenger fórst í flugtaki og með henni öll áhöfnin, fimm karlar og tvær konur.

Þetta slys var átakanlegt og hugur alls heimsins  var með Banda- rísku þjóðinni á þessum erfiðu tímum. Þetta var svo áhrifaríkur atburður að flestir muna örugglega enn hvar þeir voru staddir þegar fréttirnar bárust.

Neðan við allar fréttir á mbl.is er stórundarlegur hnappur sem heitir „Líkar þetta“. Þegar þetta er ritað hafa 11 ýtt á þennan hnapp og staðfest þannig ánægju sína!

Mér er spurn, hvað er það í þessari frétt og bakgrunni hennar sem gleður þetta fólk?


mbl.is 25 ár á morgun frá Challenger-slysinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Eru virkilega 25 ár síðan?

Gunnar Th. Gunnarsson, 28.1.2011 kl. 01:04

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Já Gunnar, svona líður tíminn!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.1.2011 kl. 01:06

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Magnað helv...

Gunnar Th. Gunnarsson, 28.1.2011 kl. 01:30

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég var, Gunnar, á Ísafirði þennan örlagaríka dag. Ég var þá skipverji á Örvari HU 21, fyrsta frystitogara Íslendinga og við lágum þar inni í 3 daga vegna brælu.

Andrúmsloftið um borð varð alvöruþrungið við þessar fréttir, það var eins og einhverjir nákomnir hefðu fallið frá. Þetta var atburður sem sannarlega tók á alla veröldina.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.1.2011 kl. 03:50

5 identicon

Líkar þetta er óheppilegt orðalag svo ekki sé meira sagt.

Ég get ímyndað mér að fólk ýti á hnappinn til að setja þetta á Facebook síðuna þar sem þeim finnist þetta vera merkilegur atburður.

Ingvar Linnet (IP-tala skráð) 28.1.2011 kl. 07:09

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Axel, ég var líka á Ísafirði þennan dag, líklega á skólabekk.

Ingvar: Hvað er Facebook?

Guðmundur Ásgeirsson, 29.1.2011 kl. 16:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.