Ofjarl Vigdísar

Vigdís Hauksdóttir ætlar að segja sig frá störfum í umhverfisnefnd Alþingis vegna frekju og yfirgangs Marðar Árnasonar formanns nefndarinnar. Menn hljóta að lyfta brúnum að þessi „geðprúða“ og orðvara framsóknarmaddama skuli láta „smá“ frekju raska ró sinni.

Vigdís segist ætla að taka málið upp á þingflokksfundi Framsóknar í dag og fara þess á leit að flokkurinn tilnefndi í nefndina annan þingmann, í hennar stað.

Það væri fróðlegt að vita hvaða þingmann Framsóknarflokksins Vigdís telur eðlilegast að kasta fyrir frekjuna Mörð úr því hún, af öllum, þolir þar ekki við.

   
mbl.is „Snýst um yfirgang og frekju í Merði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

En Axel minn, fasisti hefur alltaf betur í viðureign við frekju

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 15.2.2011 kl. 13:25

2 identicon

Ég hélt að ekki væri hægt að yfirgnæfa jafn hrikalega gagghænu eins og Vigdísi!  Húrra fyrir Merði!!!

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 15.2.2011 kl. 13:26

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hún er víst hætt við að hætta.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 15.2.2011 kl. 17:43

4 Smámynd: Hörður Einarsson

Það er ekki hægt að ásaka Mörð um frekju, hans framkoma telst vera ruddaskapur, svona almennt.

Hörður Einarsson, 15.2.2011 kl. 20:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband