Hernaðaraðstoð Íslendinga

Það kemur vissulega spánskt fyrir sjónir að Bretland hafi veitt ríkjum eins og Rússlandi og Kína þróunaraðstoð!  Þessi ríki verja óhugnanlegum fjármunum til hermála og hönnunar drápstækja, en leggjast svo lágt að þiggja  „þróunaraðstoð“ frá öðrum ríkjum.

Ég hef raunar aldrei skilið tilgang þróunaraðstoðar Íslendinga til vanþróaðra ríkja, sem eyða blygðunarlaust  margfaldri aðstoðinni til hermála í stað þess að nýta fjármagnið til að fæða eigin þegna eða tryggja þeim lágmarks heilbrigðisþjónustu.

Við Íslendingar gætum  því allt eins kallað stuðninginn við þessi ríki hernaðaraðstoð.


mbl.is Bretar hætta þróunaraðstoð til 16 landa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband