Femínfasisminn er feigðarflan

Það hvarflar ekki að mér hálft andartak að Jóhönnu Sigurðardóttur hafi dottið það í hug í sekúndubrot, að brjóta jafnréttislög , hvað þá að gera það vitandi vits.

Það verður ekki annað séð en farið hafi verið að lögum og vel vandað til verka við ráðningu skrifstofustjórans í forsætisráðuneytinu.  Kærunefnd jafnréttismála hefur þó komist að annarri niðurstöðu og það er vissulega alvarlegt mál. Því þarf að kryfja þetta mál til mergjar, fá óvilhalla aðila til að fara yfir vinnuferlið hjá ráðuneytinu sem og vinnubrögð kærunefndar og fá úrskurð dómstóla ef ekki vill betur til, þetta mál þarf að leiða til lykta, öll jafnréttislöggjöfin og framkvæmd hennar er undir.

Jafnréttislögin eiga að tryggja jafnrétti kynjanna og þá með jákvæðri mismunun ef ekki vill betur.  Jákvæð mismunun er þó í mínum augum ekkert annað en hrein mismunun, sama hvaða viðskeyti er hengt við hana og hversu jákvætt það er látið hljóma.  Þessari jákvæðu mismunun átti, ef ég hef skilið lögin rétt, aðeins að beita stæði valið, að mati loknu um jafn hæfa konu og karl.

En eitthvað virkar greinilega ekki í þessu ferli eins og til er ætlast svo jafnrétti kynjanna sé tryggt í embættisveitingum.  Eitthvað hefur illa brugðist og snúist upp í andhverfu sína eða hvernig  í ósköpunum getur kærunefndin túlkað það sem jafnréttisbrot á konu, sem metin var af sérfræðingum sem 5. hæfasti umsækjandinn, að hún hafi ekki verið tekin fram yfir alla hæfari en hana.

Ég tel mig hafa skýringuna, sá femínfasismi sem rekin er og dýrkaður af Jafnréttisstofu vegna „jákvæðrar“ oftúlkunar þeirrar stofnunar á jafnréttislögum og hefur tekið af mönnum völdin.  Augljóst er að þessi femínstofa hefur aðeins einn skilning á mannaráðningum hjá hinu opinbera:

Aldrei má ráða karla í störf hjá hinu opinbera, sæki kona um. Sæki engin kona um starfið skal auglýsa aftur og svo oft sem þarf til að tryggja konu í starfið. Verði því ekki við komið skal beita þeim ráðum sem best duga.

Það er svo vægast sagt stórfurðulegt að sjá fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins, sem kölluðu ekki allt ömmu sína í pólitískum embættisveitingum og gengu oftar en ekki þvert á matsnefndir og álitsgjafa, jafnvel þvert á álit Hæstaréttar,  stíga fram núna, berja sér á brjóst af heilagri vandlætingu og kasta steinum í þá konu sem öðrum fremur hefur þokað jafnréttismálum á Íslandi fram á veg.

Þekkist eitthvað aumara? 


mbl.is Veit varla hvaðan á mig stendur veðrið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Aumara? Nei. Það þekkist ekki. Hvergi á byggðu bóli í mannheimum!

Björn Birgisson, 25.3.2011 kl. 00:09

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þessi vanmáttarkennd Sjálfstæðismanna þegar Jóhanna er annarsvegar líkist hellst pólitískri heilaskemmd.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 25.3.2011 kl. 00:45

3 identicon

Jóhanna Sigurðardóttir er argasta karlrembusvín. Þess vegna gerir hún ekkert annað en hlýða og reyna að vera sæt, þæg og góð, og fara eftir skipunum Alþjóða Gjaldeyrissjóðsins í einu og öllu. Hún er andstæða hinnar frjálsu konu holdi klædd. Og í einu og öllu andstæða Vigdísar Finnbogadóttur, sem var alvöru kona.

Magnús (IP-tala skráð) 25.3.2011 kl. 17:50

4 Smámynd: Björn Birgisson

Er Vigdís látin?

Björn Birgisson, 25.3.2011 kl. 18:13

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þetta eru aldeilis tíðindi Magnús.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 26.3.2011 kl. 00:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.