Náttúrulögmál SA

Samtök atvinnulífsins hafa kjörstöđu í ţessum samningum, efnahagskreppan  gefur lítiđ svigrúm til launahćkkana og ţá fyrst og fremst vegna erfiđrar stöđu ríkissjóđs. SA virđast ekki hafa getađ gert kjarasamninga í seinni tíđ nema ríkiđ gerđist ađili ađ samningunum og borgađi meira og minna fyrir ţá brúsann.

Hvergi á byggđu bóli hefur slík svívirđa veriđ sett fram af samtökum vinnuveitenda eins og hótun SA ađ ekki verđi gerđir kjarasamningar nema sjáfarauđlindin verđi afhent fáum útvöldum ađilum til eignar.

Ţessu til viđbótar búa SA svo vel ađ viđsemjendur ţeirra, forystusamtök verkalýđsins, ASÍ er magnlaus og ónýt og hefa veriđ lengi, alveg síđan hagfrćđin var leidd ţar til hásćtis. Allur kraftur ASÍ fer í ađ halda aftur af ţeim tveimur verkalýđsforingjum á landsbyggđinni sem sýnt hafa ţann dug ađ standa í lappirnar, og vinna fyrir sína umbjóđendur.

villi vitlausiŢađ er alltaf sami sorgarsöngurinn hjá SA, allt fer á hliđina sé krafan ađ lćgstu laun verđi hćkkuđ. Hvađ sagđi kjáninn hann Vilhjálmur Egilsson ekki í fréttum í gćr:

„Krafa ASÍ er ađallega á hćkkun lćgstu launa á međan viđ höfum viljađ flatar hćkkanir ţar sem allir fá sömu prósentuhćkkun.“ Og áđur sagđi hann; „Lćgstu launin verđa alltaf alltof lág..“  rétt eins og ţađ sé órjúfanlegt náttúrulögmál.

Aldrei virđist til aur til ađ hćkka lćgstu laun nema allt fari á hliđina, en viljugt er fjármagniđ til hćkkunar á milljónalaununum. Aldrei virđist ţađ rugga bátnum ađ hćkka toppana sem nemur heilum mánađarlaunum ţeirra lćgst launuđustu, međan táraflóđ fylgir ţeim tveimur, ţremur ţúsundum sem ađ smćlingjunum er rétt. 


mbl.is Boltinn hjá ríkisstjórn
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiđarsson

Forusta ASÍ er handónýt, ţess vegna náđi SA yfirhöndinni og stjórnar nú forustu ASÍ eins og strengjabrúđum!

Sá skađi sem núverandi forusta ASÍ hefur valdiđ launafólki í landinu mun seint verđa bćttur!!

Gunnar Heiđarsson, 5.4.2011 kl. 11:34

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég held Gunnar, ađ ţađ sé leitun ađ öđrum eins aumingjum og safnast hafa í ASÍ, ţeir lafa ţarna af ţeirri ástćđu einni ađ félagsmenn verkalýđsfélagana eru ţeir vesalingar ađ mćta ekki á fundi til ađ gera breytingar, en tuđa á vinnustöđum og einir úti í horni.

17% ţátttaka í formanns og stjórnarkosningum í VR, eftir einhverja mestu umrćđu og deilur um félagiđ í árarađir, er örugglega heimsmet á Íslandi ef ekki víđar.

Ţađ eru tvö verkalýđsfélög á landinu sem standa uppúr, á Húsavík og Akranesi.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.4.2011 kl. 11:47

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband