Nátttröll bjóða til fagnaðar

Ekki er furða þó gestalistinn í brúðkaupi ensku Gremlins fjölskyldunnar sé rotinn, hann dregur auðvitað dám af gestgjöfunum,  þar sem allt snýst um titla og tildur, snobb og stærilæti.

Það er furðulegt að Englendingar skuli, eins og hundar á roði, hanga á þessu kóngadóti, nátttröllum aftan úr forneskju, sem launa ofeldið með því að  líta niður á þjóð sína og telja  sig í öllu yfir hana hafna.

 

 


mbl.is Rýnt í gestalista brúðkaupsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Þetta er ekkert annað en ókeypis skemmtun fyrir þegnana sem hreinlega elska svona uppákomur. Í Englandi lítur flestur almenningur á kóngafólkið sem einhverskonar samnefnara þjóðarinnar og finnst því það fá smá þáttöku í fagnaðinum.

Við megum ekki líta á þetta út frá hinum sjálfstæða íslenska hugsunarhætti, heldur þeirra sem hafa lítið umleikis, en eiga kóngafólkið að, því fjölskykdan er elskuð og virt af flestum þeirra.

Þetta á eftir að vera svona á meðan konungdæmi ríkir á Bretlandseyjum og við á Íslandi, eða aðrir þeir sem hafa eitthvað út á þetta að setja verðum bara að leiða grínið hjá okkur og slökkva á sjónvarpinu.

Bergljót Gunnarsdóttir, 24.4.2011 kl. 16:44

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þessi "skemmtun" er ekki alls kostar ókeypis, Bergljót, breskur almenningur þarf að greiða þessa "skemmtun" dýru verði..............

Jóhann Elíasson, 24.4.2011 kl. 16:50

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er engin hætta á að mitt sjónvarpstæki verði stillt á þetta bull.

Það er undarleg þess ást á Betu, þó hún sé með ríkustu konum í heimi, lætur hún þjóðina kosta sig í einu og öllu, hvort heldur er í opiberri- eða einkaneyslu.

Ég er sammála því að þó almenningur þurfi ekki að taka upp budduna til að sjá sjófið þá er það hreint ekki ókeypis.  Þó ekki sé tekið nema öryggisgæslan ein í sambandi við þetta eina brúðkaup, þá nemur sá kostnaður einn hundruðum milljóna!

Ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir kostnaðinum við svona tildur og snobb. Kostnaður við heimsókn Páfans t.d. til Bretlands var talin vera á milli 10 og 12 milljóna punda (tveir milljarðar), fyrir utan öryggisgæslu, bara veislur og annað dinglum dangl.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.4.2011 kl. 17:29

4 Smámynd: Ester Gísladóttir

Sæll Axel Jóhann

 Ég get ekki verið meira sammála þér í einu og öllu hér 

Ester Gísladóttir, 24.4.2011 kl. 22:40

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir innlitið Ester og undirtektir.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.4.2011 kl. 22:47

6 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Ég er nú ekki alger bjáni og geri mér vel grein fyrir kostnaðinum, en hafandi verið oft og stundum lengi í Englandi, veit ég að allur almúginn vill þetta og virðist ekki líta í kostnaðinn. Það er eins og fólki finnist það komast aðeins inn fyrir dyrnar á "dýrðinni."Snobbliðið vill þetta líka, líklega til að koma sér innundir hjá þessum "fínu."

Ég er svo sannarlega ekki að mæla þessu bót, en svona virðist það bara vera, enda er ég alveg sammála Þér Axel.

Bergljót Gunnarsdóttir, 25.4.2011 kl. 00:51

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég verð að játa Bergljót, að ég hefði aldrei getað ímyndað mér kostnaðinn af eins og t.d. af einni heimsókn páfa, þær tölur komu mér satt best að segja algerlega á óvart.

Já hvað sem því líður þá er þetta söluvara, fréttir af þessu seljast um allan heim, líka hér.

Það sem er alvarlegast í þessu kóngadóti öllu að þjóðin er ekki bara með þjóðhöfðingjann og maka hans á framfæri sínu, heldur allt helvítis slektið eins og það leggur sig.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 25.4.2011 kl. 08:05

8 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Old Dukes and Duchesses og hvað þetta nú heitir alltsaman. Svo er fólk að kvarta undan kostnaði við forsetaembættið hérna. Það eru nú bara peaanuts þó nóg sé, en nóg nægir líka.

Bergljót Gunnarsdóttir, 25.4.2011 kl. 18:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband