Kynþátta- og kynjakvótar, hvorutveggja er hneyksli.

Hneyksli kalla þeir það í Frakklandi þegar uppvíst varð að forsvarsmenn knattspyrnusambandsins höfðu sett á kynþáttakvóta til að þvinga fram þá kynþáttaskiptingu í fótboltanum, sem væri  þeim þóknanleg.

Hver er hinn hugmyndafræðilegi  munur á kynþáttakvóta og kynjakvóta? Ég kem ekki auga á hann í fljótu bragði. Kynjakvótanum Íslenska er ætlað, rétt eins og kynþáttakvótanum franska, að þvinga fram ákveðna niðurstöðu, hvort sem hún er raunhæf eða ekki, hvort sem hún skilar betra liði eða ekki.

Þess verður örugglega skammt að bíða að Íslenskar femínistabullur setji fram þá „eðlilegu“ kröfu að hlutfall karla í karlalandsliðum Íslenskum fari aldrei yfir 50%.

 


mbl.is Settu kynþáttakvóta á unga leikmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Che

"Þess verður örugglega skammt að bíða að Íslenskar femínistabullur setji fram þá „eðlilegu“ kröfu að hlutfall karla í karlalandsliðum Íslenskum fari aldrei yfir 50%."

Já, og það án þess að strákarnir fái að spila með stelpunum. Sbr. það að femínistar á Alþingi kvörtuðu sáran yfir því 2009 að í sumum þingnefndum væru yfir 50% karla andstætt reglunni um að amk. 40% nefndarmanna af hvoru ætti að eiga sæti í nefndum Alþingis, og fengu þá fleiri konur inn í nefndirnar. Þannig eru nú 86% nefndarmanna konur í Forsætisnefnd, sem er valdamesta nefndin á þingi.

Mikið væri það nú gott ef þessar kellingar á þingi kynnu prósentureikning, þó ekki væri annað.

Che, 30.4.2011 kl. 12:36

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Jafnréttið virðist ekki vera eins í báða enda!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.4.2011 kl. 12:41

3 identicon

Svona lagað er mjög algengt í nágrannalöndum okkar til að tryggja að innflytjendur og fólk af öðrum kynþáttum fái vinnur og sé ekki mismunað. Háskólar víða um heim eru líka með equal opportunity stefnu, sem þýðir í raun og veru ekkert annað, en að svartur maður með sömu einkannir og bakgrunn og hvítur, fær forgang, og svo framvegis. Þar sem hvítingjarnir eru frekar slappir í sumum íþróttum miðað við aðra, og hafa verri bakgrunn til að sinna þeim, þá meikar þessi mismunun þjálfarans ágætlega sense upp frá meingölluðu hugmyndafræðinni jákvæð mismunun. Gallinn er sá að þú getur ekki þvingað fólk til að hafa góða dómgreind og samvisku sem þarf til að ráða bara bestu manneskjuna, með lögum og reglum. Þannig er bara settur frestur á vandamálið sem heldur áfram að vinda upp á sig. Það þarf að beita aðferðum sem skila sér í dýpri breytingum, byggðum á skilningi og andlegum þroska, en ekki tilfinningasemi og pólítískri rétthugsun. Það er mögulegt og mannkynið á ekki séns ef við förum ekki að þróast. Að keyra endalaust með hjálpardekkin á kemur bara í veg fyrir við lærum það nokkurn tíman, og þau eru svo illa gerð við erum sífellt dettandi um veginn á þeim. Það er kominn tími fyrir nýjan leik með nýjum reglum.

vakandi (IP-tala skráð) 30.4.2011 kl. 18:40

4 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Hvern fjárann kemur kynþátta, kynja eða jafnvel kynhneigðarkvóti málinu við. Þeir bestu skulu verða efstir, óstuddir af af afdönkuðum hugsunarhætti þeirra sem alltaf eru að skapa reglur,  til hjálpar þeim sem eru ekki nógu hæfir til að verða ofaná í þessu reglugerða og óréttlætis samfélagi dagsins í dag.

Þessi má ekki þetta af því að hann er ekki svona, hinn má ekki hitt af því hann er ekki hún, eða jafnvel hinsegin. Þær mega ekki þetta af því þær hafa ekki tippi, eða bara þvílíkar bölvaðar frekjur, sem þær eru jú alloft, o.s.frv. Guð sé oss næstur, þetta er að verða óþolandi.

Að setja kvóta á fólk er ekki siðuðum samfélögum bjóðandi.

Bergljót Gunnarsdóttir, 1.5.2011 kl. 00:27

5 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Mér dettur í gátan gamla: Hver er sá veggur víður og hár, vænum settur röndum. Gulur rauður grænn og blár. Gerður af meistara höndum?

Á þetta ekki jafnt við um mannkynið. Við ættum kannski að setja kvóta á litina í regnboganum, svona rétt til að gera okkur málsmetandi í vitleysunni um hörundslit og þjóðerni.

Bergljót Gunnarsdóttir, 1.5.2011 kl. 00:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.