Engar mannfórnir takk!

Landsbyggðarfólk  hefur haft af því miklar áhyggjur,  eðlilega,  verði Reykjavíkurflugvöllur lagður niður og innanlandsflugið flutt alfarið til Keflavíkur. Mestar hafa áhyggjur fólks verið tengdar sjúkrabíllsjúkraflugi  af landsbyggðinni til Reykjavíkur og við brotthvarf flugvallarins yrði rofið það öryggi, sem nálægð Landsspítalans við hann óneitan- lega er sjúklingum.

En það er ein hugmynd sem ekki hefur komið upp, svo ég viti, varðandi hugmyndir um brotthvarf flugvallarins úr Vatnsmýrinni, sem gæti leyst þetta vandamál og gott ef ekki önnur vandamál í leiðinni.

Flytjum einfaldlega Landsspítalann jafnhliða innanlandsfluginu til Keflavíkurflugvallar. Það ætti að vera auðveldara og þægilegra að byggja nýtt hátæknisjúkrahús þar í víðerninu en í plássleysinu og þrengslunum við Hringbrautina. sjúklingur

Talsmenn þess að Reykjavíkurflugvöllur víki og miðstöð innanlandsflugsins verði  í Keflavík hafa hamrað á því hve stuttan tíma það taki að skjótast  milli flugvallarins og höfuðborgarinnar eftir Reykjanesbrautinni. Það taki jafnvel styttri tíma að skjótast þaðan á Landsspítalann, en úr sumum hverfum borgarinnar!

Flutningur á Landsspítalanum til Kefla- víkurflugvallar ætti því að vera Reykjavíkingum fagnaðar efni, vitandi að það tæki  eftir breytinguna styttri tíma að rúlla þeim eftir Reykjanesbrautinni á sjúkrahúsið á Keflavíkurflugvelli en hossast með þá stórslasaða eða deyjandi innan borgarinnar niður á gamla Landsspítala.


mbl.is Mannfórnir færðar ef flugvöllurinn fer
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sjúkrahús hefur allavega ekkert að gera í miðbæ borgar.  Umferðarþunginn er einfaldlega of mikill.  Það tekur mig nærri því jafn langann tíma að keyra frá Sandgerði til Hafnarfjarðar eins og þaðan niður í miðbæ.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 7.5.2011 kl. 08:59

2 Smámynd: Anna Guðný

Sýnist á öllu að það sé best að flytja höfuðborgina til Keflavíkur.   Þá fylgir hátæknisjúkrahúsið með og innanlandsflugið líka.

Anna Guðný , 7.5.2011 kl. 12:03

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála Anna Guðný hef marg sagt þetta.  Og þá myndi stjórnsýslan og helstu fyrirtæki að flytja líka, því fólk utan af landi getur sótt fundi til Reykjavíkur að morgni og farið heim að kveldi vegna nálægðar við alla hluti í Reykjavík.  Allt slíkt myndi þá færa sig til Keflavíkur. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.5.2011 kl. 12:53

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég er sammála því Stefán, að miðborgin er afleit staðsetning á sjúkrahúsi. Landsspítalinn var í útjaðri Reykjavíkur þegar hann var reistur.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.5.2011 kl. 13:52

5 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Mikið hjartanlega er ég sammála Burt með allt draslið og leiðindin sem fylgja því, skelfing yrði ég ánægð. Bý með spítalabáknið, sem teygir sig eins og völundarhús út um allt, og flugvöllinn alveg við bæjardyrnar. Hef barist eins og ljón fyrir brotthvarfi flugvallarins, en svona gætum við öll orðið ánægð og sátt við nýja fyrirkomulagið.

Ekkert mál að skreppa einu sinni í viku í blóðrannnsókn til Keflavíkur. Hún kostar 320 kr, en myndi þá hækka í  ca. litlar kr. 5320 eftir að afsláttarkort er fengið.

Nei, því miður eru engar lausnir í sjónmáli og enginn peningur til framkvæmda, jafnvel þótt svona góð lausn fengist á málunum.

Bergljót Gunnarsdóttir, 7.5.2011 kl. 13:53

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Já Anna, flytum höfuðborgina til Keflavíkur. Góð hugmynd!

En fara þá ekki flugvallarfarísearnir að væla um að flytja þurfi Keflavíkurvöll eitthvað annað vegna nálægðar hans við byggðina og gíslatöku hans á dýrmætu byggingarlandi?

Þá leggja þeir örugglega til að millilanda- og innanlandsflugið verði flutt til Reykjavíkur.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.5.2011 kl. 13:58

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Bergljót, ég hef aldrei getað skilið, né séð haldbær rök fyrir því, úr því að byggja á nýtt sjúkrahús frá grunni, af hverju enginn annar staður kemur til greina annar en holan við Hringbraut?

Vífilstaðasvæðið væri miklu ákjósanlegri staðsetning í öllu tilliti.   

Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.5.2011 kl. 14:03

8 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Mæltu heill!!!!!!!!

Bergljót Gunnarsdóttir, 7.5.2011 kl. 14:13

9 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Þetta er orðið svo mikið bákn, samanklesst að því er virðist af handahófi, á löngum tíma. D.m.d.* hvernig ætli það verði þegar annað eins bætist við í raghölum út um allt.

* drottinn minn dýri.

Bergljót Gunnarsdóttir, 7.5.2011 kl. 14:21

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Axel haldbæru rökin eru þau að Davíð Oddson þá forsætisráðherra þurfti að fara á sjúkrahús og kom út með hausinn fullan af hátækinsjúkrahúsi.  Ertu nokkuð búin að gleyma því og þegar aðalkarlarnir og kerlingarnar tala, þá eru það heilög lög fyrir hina.  Þá skal framkvæma hversu vitlaust sem það er.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.5.2011 kl. 15:48

11 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Alveg rétt Ásthildur, man þetta núna þegar þú nefnir það. Auðvitað hefur Davíð þótt eðlilegt að uppfæra hjúkrunarstigið úr því að hann væri að komast á þann aldur að hann gæti þurft í vaxandi mæli að nýta sér þjónustuna.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.5.2011 kl. 16:12

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já einmitt þannig er þetta bara.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.5.2011 kl. 16:29

13 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Þið eruð ansi góð í þessu, ja, eiginlega mjög brilliant  !

Bergljót Gunnarsdóttir, 8.5.2011 kl. 01:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband