Réttlæti eða hefnd?

Þvílíkt réttlæti, halda menn að konugarminum líði eitthvað betur, með því að gera hana að böðli og láta hana með eigin hendi gjalda óþverranum  auga fyrir auga með því að hella sýru í augu hans?

Væri ekki nær fyrir þessa réttsýnu menn, sem þannig dæma, að breyta lögunum til verndar konunum frekar en tryggja þeim hefnd að ódæðinu loknu?

En það er víst ekki hægt, Allah ræður því. Hann mun víst ekki til viðræðu um breytingar á ævafornum siðum frekar en guð kristinna manna.

 


mbl.is Auga fyrir auga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Samkvæmt fréttinni bað hún sérstaklega um að fá að blinda árásamann sinn. Þessi refsing var semsagt hennar hugmynd.

Allavega kemur þetta mér svosem ekki mjög á óvart, þar sem þetta er land sem lútir klerkastjórn og reglulega nýtir sér dauðarefsinguna.

Einar (IP-tala skráð) 14.5.2011 kl. 03:22

2 identicon

Ef þetta hjálpar til við að fyrirbyggja sýruárásir á konur í þessum löndum þá styð ég þetta heilshugar!

Karl J. (IP-tala skráð) 14.5.2011 kl. 03:42

3 Smámynd: Óli minn

Mér finnst þetta réttlát refsing ... og segi eins og Karl J. að ef hún hjálpar til við að fyrirbyggja svona ódæði þá eigi hiklaust að beita henni.

Óli minn, 14.5.2011 kl. 08:09

4 identicon

Þarna ríkir allt annað réttarfar.

Ætli megi ekki segja að þetta sé eitt úrræði kvenna (af fáum) til að svara fyrir sig, og því hið besta mál.

En vissulega helgar tilgangurinn ekki meðalið.

Jóhann (IP-tala skráð) 14.5.2011 kl. 20:29

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er ekkert réttlæti í þessu lögmái frumskógarins.

Ef maðurinn hefði nauðgað konunni, væri réttlætinu fullnægt þegar hún hefði nauðgað honum?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.5.2011 kl. 23:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.