Pétur Blöndal er klárlega maður dagsins

Ef marka má Pétur Blöndal  hefur útgerð og sjósókn á Íslandi verið vonlaust fyrirbrigði allt frá landnámi og fram til þess dags að kvótakerfið var sett á með  frjálsu framsali aflaheimilda.

Það sem Pétur er að segja, er að arðsemi sjávarútvegs á Íslandi liggi ekki í veiðum og vinnslu, heldur braski og sukki. Sem er, þegar grannt er skoðað, sjálfstæðisstefnan í hnotskurn. 

 


mbl.is Arðsemin hverfur úr greininni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Algerlega stefna Sjálfstæðisflokksins Axel..

hilmar jónsson, 15.5.2011 kl. 17:23

2 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

það sem hann sagði var, og flestir eru á þeirri skoðun, að auðlindin sé takmörkuð og til að veiðar geti verið sjálfbærar þá þurfi að takmarka sóknina í hana.

Vandræðin hefjast þegar menn fara að ræða réttu leiðirnar og þær aðferðir sem menn vilja fara í að innheimta "einokunarhagnaðinn" sem verður til þegar sóknin er takmörkuð.

Pétur var að segja að besta leiðin til að hámarka afraksturinn af auðlindinni væri ef það væri svigrúm til að leigja heimildir á milli skipa og útgerða.

Í sjálfu sér þá er það rétt vegna þess að þunglamalegt kerfi myndi gera það að verkum að kvóti gæti verið óveiddur og þar með skapa hvorki tekjur fyrir útgerðir, laun fyrir sjómenn og skatta í ríkissjóð.

Lúðvík Júlíusson, 15.5.2011 kl. 19:00

3 identicon

Ekki sá ég umræddan þátt,svo ég veit ekki hað Pétur sagði, mbl.is er svo mistækur frétttamiðill að það er aldrei hægt að treysta því hvort rétt er eftir haft. En nóg um það , þetta kerfi sem nú er við lýði hefur ekki skilað neimu, árangri átt að þeim tveim  meginmarkmiðum sem því var sett , aukinni hagkvæmni í og þar með öruggari afkomu í atvinnugreininni, ásamt skynsamlegri sóknarstýringu í stofan. Og leigu, sölu og veðsetningatleyfið á kvótanum  sem fylgdi með í frjálsa framsalsdæminu, opnaði  fyrir leið fyrir stórfellda fjármagnsflutninga út úr greininni , inn í mattadorleik útrásarinnar. Það sem eftir stendur  er atvinnugrein með um það bil með skuld á bakinu af stærðargráðu einhvers staðar á bilinu 500-1000 milljarðar, og engar tryggingar á bak við það nema veðsetta kvóta. Það er sama hvort þeir fá að hald kvótanum eða ekki, arðsemi er bara ekki til staðar hvort heldur verður ofan á , en hitt er alveg ljóst að það er orðið tímabært að taka til í þessum málum, þetta gengur ekki upp eftir núverandi formúlu, og kvótagreifar verða bara að bíta í það súra epli sem þeir eru koma sér upp. Hitt er svo annað mál hvort eitthvað skárra verður upp á teningnum í þessari  lotu, einhvern veginn held ég reyndar að það sé líklegra að úr verði klúður  frekar en bót. En kannski kemur eitthvað vitlegt út úr dæminu núna, það má alltaf vona.

Bjössi (IP-tala skráð) 16.5.2011 kl. 03:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.