Var ráðherrum hótað limlestingum eða lífláti?

Frú Arnþrúður Kalsdóttir útvarpsstjóri á útvarpi Sögu dregur ekki af sér frekar en fyrri daginn í samsæriskenningum og mannorðsmorðum.

Frú Arnþrúður fullyrti í morgun að ástæðan fyrir því að ekki hafi verið farið í aðgerðir gegn Björgólfi Thor væri sú að hann hafi hótað ráðherrum að eitthvað myndi koma fyrir þá ef ekki yrði látið kyrrt liggja!

Ekki hvarflar að mér að halda uppi vörnum fyrir Björgólf Thor, en er þetta ekki full langt gengið, jafnvel á sorpmiðli eins og útvarpi Sögu?


mbl.is Upp úr sauð á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Hlustaði aðeins á hana í morgun, varð að gefast upp, hún var eitthvað svo þvoglumælt og óskiljanleg..

hilmar jónsson, 30.5.2011 kl. 12:23

2 identicon

I "hate" to be the one to cramp your style: En dúd, við eigum heima á sorphaugum, alþingi er sorphaugur, stjórnsýslan er sorphaugur, útvarpsaga og bylgjan ofl ofl = sorphaugur.

Við munum verða að sorpi ef við gerum ekki eitthvað róttækt í málum...

doctore (IP-tala skráð) 30.5.2011 kl. 12:24

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég held Hilmar að hún hafi ekki verði drukkin í morgun, en óneitanlega hefur hún stundum hljómað þannig.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.5.2011 kl. 12:28

4 Smámynd: Adeline

Hún er nú oft extreme, en hún segir þá allavega það sem margir eru að hugsa, því - án gríns, í öllum siðmenntuðum löndum væri búið að loka þessa glæpamenn inni...

og hver er ástæðan fyrir því að það er ekki gert ? -hvort hún er þessi veit ég ekki , en ég ímynda mér frekar að Björgólf.og co - viti bara ýmislegt uppá stjórnmálastéttina og komi með það í dagsljósið ef brotið verður eitthvað á ofurrétti þeirra. ég meina, viðskiptalífið hér og stjórnmálaelítan hefur tvinnast miiikið saman síðustu árin... það hljóta að vera margir árekstrar sem vert væri að skoða...

Adeline, 30.5.2011 kl. 12:39

5 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

FALIÐ VALD, eftir Jóhannes Björn Lúðvíksson, síðasta setningin á bls. 63:

 Stjórnmálamenn falla fljótt í gleymsku, sumir eru fordæmdir og aðrir jafnvel líflátnir. Rockefellerættin lifir þá alla    og vex.

Raunveruleikinn er ekki jafn fagur og flestir óska helst, því miður. Ísland er ekki friðað fyrir spillingaröflum heimsins. Og tímabært að Íslendingar þori að horfast í augu við staðreyndir, og þoli að heyra sannleikann, án þess að allt fari úr jafnvægi.

Ekki þakka ég fjölmiðlum ríkisins, sem spiluðu með þeim sem rændu hér alla og öllu! Þar með talinn Björgólfur nokkur og margir fleiri! Ekki eruð þið þó að verja þannig gjörninga?

Það er ómerkilegt að hlusta einungis á Útvarp Sögu, til að bera út óhróður og tjá sig með dylgjum um útvarpsstöð, sem segir þjóðinni sannleikann. Þannig ómerkilegheit sýna hvern mann þeir hafa að geyma, sem gagnrýna á þann hátt til ógagns fyrir alla.

Gagnrýni á að vera til gagns, en ekki ógagns!

Eiður Svanberg Guðnason er nú sem betur fer hættur, svo maður þarf ekki að rekast á illkvittnislega og mannskemmandi lyga-pistla frá honum meir um Útvarp Sögu. Því ber að fagna. 

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 30.5.2011 kl. 15:12

6 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Samála Önnu, Axel við verðum að ná þessum þrjótum sem hér allt stálu og hirtu fyrir ekki neitt!

Sigurður Haraldsson, 30.5.2011 kl. 20:00

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Anna ég sagðist ekki vera að halda uppi vörnum fyrir Björgólf, og geri það ekki, enda er færslan er ekki um hann heldur kjaftinn á Arnþrúði Karlsdóttur. Hún er ekki yfir lögin hafin, þó hún haldi það greinilega. Hún sagði t.d. þegar hún flaug hvað hæst út af fjölmiðlalögunum:

"Við getum ekki sætt okkur (-á útvarpi Sögu- insk AH) við að  hatursáróður sé ólöglegur!"

Af þeim, sem gagnrýnir aðra í jafn ríkum mæli og jafn ákaft og Arnþrúður gerir, þá hefur hún undarlega lágan þröskuld hvað gagnrýni á hana varðar og missir sig þá yfirleitt í skítkast og svívirðingar.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.5.2011 kl. 20:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband