Góði græðirinn

vort daglega brauðÉg, þú, hann og hún, já við öll hljótum að krefjast þess að þessi listi verði gerður opinber í heild sinni og jafnframt að hætt verði að fara með númer lækna eins og hernaðarleyndarmál, eins og nýverið var gert að kröfu persónuverndar.

Númer lækna eru skráð á lyfjahulstrin en hvergi er hægt að fletta þeim upp í opinberum skrám. 

Á heimasíðu Landlæknis er að finna Exel skjal um íslenska lækna frá a til ö, fullt nafn, kandídataárið, hvenær lækningaleyfið var gefið út, hvaða lækningar þeir stunda, sérgreinasvið o.s.fv., en læknanúmer þeirra er leynó að kröfu persónuverndar, að því mér skilst.

Stórundarlegt, vægast sagt og af hverju eru númerin leyndarmál, hvað þarf að fela? Má ekki sjást af lyfjahulstri, sem foreldrar eða aðrir aðstandendur fíkla finna, hver góði græðirinn er?  


mbl.is Ávísuðu lyfjum fyrir 160 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

það er önnur hlið á þessu máli lika. Nú er ég ekki að gera lítið úr þessum vanda það skal skýrt tekið framm samt. Ég er einn þeirra sem er búin að vera að taka Concerta í tvö ár og minn læknir er á þessum lista. Ég tek mitt lyf alla morgna með mínu lýsi áður en ég fer í vinnu.

 þetta lyf og greining mín gjörbreitti mínu lífi til hinns betra. Við erum ekki öll dópistar og læknirin minn er ekki dópsali. Fólk er farið framm úr sér hér og ætti kannski að fara að staldra aðeins við núna áður en menn fara lengra með þessa umræðu sem þó var fullþörf á.

óli (IP-tala skráð) 31.5.2011 kl. 00:19

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir þetta óli.

Það er enginn að halda því fram að allir sem þessir læknar ávísi lyfjunum á séu dópistar.

En það er erfitt að kyngja því að allt þetta lyfjamagn fari til "eðlilegra" lækninga, sér í lagi þegar magnið er borið saman við aðrar þjóðir, sem komast ekki með tærnar upp í Ártúnsbrekkuna meðan íslenskir læknar hafa hælana austur á landi.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 31.5.2011 kl. 00:25

3 identicon

Mér leiðast ómálefnalegar fyrirsagnir með Ritalini. Tökum dæmi sami læknir ávísar 214 þús dagskömmtum af Rítalini til 372 einstaklinga. Skoðum þetta dæmi nánar:
Skilgr dagskammtur af ritalini er 30 mg (lyfið er aðallega notað í börnum þannig að skammtar eru í lægri kantinum), algengur skammtur fyrir fullorðna er 40-60 mg á dag eða 1,3-2 skilgreindir dagskammtar. 2 x 372 x 365 = 271.560 dagskammtar Frétt?
ADHD greining er umdeild í fullorðnum og margir læknar telja að þetta sé röskun sem tengist þroska heilans og finnist nær eingöngu í börnum og unglingum. Á Íslandi eru fáir geðlæknar sem sérhæfa sig í ADHD "greiningu" og meðferð fullorðinna og þar af leiðandi eru þeir með marga sjúklinga. Lyf eru oft hluti af meðferð við ADHD og þar eru ýmis lyf í boði, en algengast er að ávísað sé sk. örvandi efnum, á þeim er mesta reynslan og þau verka oft vel. Á Íslandi er þó val um lyf sem ekki eru örvandi en yfirvöld vilja ekki að þau séu notuð sem fyrsta val þar sem þau eru dýr.

Guðmundur (IP-tala skráð) 31.5.2011 kl. 00:32

4 identicon

Mér leiðast ómálefnalegar fyrirsagnir með Ritalini. Tökum dæmi sami læknir ávísar 214 þús dagskömmtum af Rítalini til 372 einstaklinga. Skoðum þetta dæmi nánar: Skilgr dagskammtur af ritalini er 30 mg (lyfið er aðallega notað í börnum þannig að skammtar eru í lægri kantinum), algengur skammtur fyrir fullorðna er 40-60 mg á dag eða 1,3-2 skilgreindir dagskammtar. 2 x 372 x 365 = 271.560 dagskammtar Frétt?ADHD greining er umdeild í fullorðnum og margir læknar telja að þetta sé röskun sem tengist þroska heilans og finnist nær eingöngu í börnum og unglingum. Á Íslandi eru fáir geðlæknar sem sérhæfa sig í ADHD "greiningu" og meðferð fullorðinna og þar af leiðandi eru þeir með marga sjúklinga. Lyf eru oft hluti af meðferð við ADHD og þar eru ýmis lyf í boði, en algengast er að ávísað sé sk. örvandi efnum, á þeim er mesta reynslan og þau verka oft vel. Á Íslandi er þó val um lyf sem ekki eru örvandi en yfirvöld vilja ekki að þau séu notuð sem fyrsta val þar sem þau eru dýr.

Guðmundur (IP-tala skráð) 31.5.2011 kl. 00:34

5 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Það sem mér finnst mest sjokkerandi við þetta allt saman að þetta eru bara tölur yfir ávísanir að metýlfenídatlyfjum eins og concerta og ritalin. Ekki sterkum verkjalyfjum, svefnlyfjum, róandi o.s.frv.

Ég ætla ekki að véfengja það að megnið af þessi lyf hjálpi þér, Óli. En ég veit fyrir víst að óhugnalega mikið magn af þessum lyfjum endar á götunni og gengur þar kaupum og sölum, þar sem þau eru svo misnotuð.

Það er alltof alltof auðvelt að verða sér út um læknadóp, og þekki það sjálf að í hvert skipti sem ég fer til lækniss, af hvaða ástæðu sem er, er mér undantekningarlaust sagt að fara á einhversskonar lyfjakúr. Sjaldnast lyf sem fást afhent án lyfseðils.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 31.5.2011 kl. 00:35

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Guðmundur, ég er ekki í nokkrum vafa um að eigi þessir læknar sér vörn í málinu þá muni þeir koma henni á framfæri á næstu dögum.

Rítalín er sagt vera barnalyf, var nema einn af þessum læknum barnalæknir?

En það getur ekki verið annað en af hinu góða að læknar geti ekki í hið óendanlega treyst á vernd og leynd um það sem þeir aðhafast, sé það ekki innan þeirra marka sem eðlilegt getur talist.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 31.5.2011 kl. 00:49

7 identicon

Í Colorado í Bandaríkjunum er fullt nafn læknis og upplýsingar um starfsstöð hans prentaðar á lyfjaglösin.

Páll (IP-tala skráð) 31.5.2011 kl. 00:51

8 identicon

Þessir læknar eru nánast teknir af lífi í án dóms og laga með svona fréttaflutningi. Verið er að birta tölur án nokkurrar skýringar fyrir þeim og gefið í skyn að þeir hljóti nú að hafa eitthvað óhreint í pokahorninu. Hvaða tilgangi þjónar nafnbirtingin?

Helgi Heiðar Steinarsson (IP-tala skráð) 31.5.2011 kl. 00:56

9 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Forða vonandi, eða minnka líkurnar á, að þitt barn eða barnabarn verði fórnarlamb lyfjanotkunar Helgi.

Takist það er til einhvers barist ekki satt?

Ég vona svo sannarlega að þú þurfir ekki að reyna þá kvöl!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 31.5.2011 kl. 01:04

10 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir þetta Páll, svona ætti þetta að vera hérna, en læknanúmerið var látið nægja og dugði þar til persónuvernd kom sá og sigraði.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 31.5.2011 kl. 01:06

11 Smámynd: Ragnar Freyr Ingvarsson

Saell Axel.

Laeknanumerin eru falin vegna thess ad thad er notad til a avisa lyfjum. Med laeknanumeri einu saman er haegt ad simsenda lyf (tho ekki eftirritunarskyld lyf) og falsa lyfsedla.

med thvi ad leggja inn fyrirspurn til Landlaeknis er haegt ad fa upplysingar um hvada laeknir er ad baki numerinu a lyfjapakkanum.

mbk, Ragnar Ingvarsson.

laeknir i Svithod

Ragnar Freyr Ingvarsson, 31.5.2011 kl. 07:35

12 identicon

Stefnan er að takmarka aðgengi almennings að upplýsingum. Er ekki fullmikil bjartsýni að ætla að gagnagrunnur myndi gagnast almenningi? Hverjum öðrum myndi hann gagnast?

http://eyjan.is/2011/04/19/haegt-ad-loka-a-skjol-i-110-ar-med-gedthottaakvordun-eins-manns/

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 31.5.2011 kl. 08:57

13 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sæll Ragnar, það þyrfti ekki annað en hulinn staðfestingarkóða með númerinu Stefán.

Geta þeir sem ætla að falsa lyfseðla ekki sent inn fyrirspurn til Landlæknis?

Svo er númer læknisins á lyfjahylkinu, þannig að þá er viðkomandi fíkill kominn með það læknanúmer, er ekki hægt að nota það aftur. Fíklarnir finna leið, þetta er aðeins hamlandi fyrir aðra.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 31.5.2011 kl. 09:34

14 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Leyndin er verst fyrir þá sem þurfa mest á lyfjunum að halda, og heiðarlega lækna!

Það er helber lygi að fullorðið fólk þurfi ekki þessi lyf við ADHD, bara svo það sé alveg á hreinu! Um það getur fjöldi fólks borið vitni og sannað, ef einhver fjölmiðill vill hlusta á sannleikann!

Það er öllu snúið á haus í þessari lyfjaumfjöllun! Og saklausir dregnir fram í Kastljósið sem sökudólgar, eins og þessir vönduðu læknar sem hafa bjargað mannslífum á ómetanlegan hátt! Og það líkar ekki lyfjamafíu-svikurunum, því þá fækkar viðskiptavinunum á götu/skólahornum!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 31.5.2011 kl. 14:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.