Ingibjörg Sólrún gerir stykkin sín í báða skó

Bókmennta- og sagnfræðingurinn Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og fyrrverandi Samfylkingarformaður minn, opinberar áður óþekkta lögfræðiþekkingu sína og dæmir Steingrím J. Sigfússon og Ögmund Jónasson seka um vanþekkingu og að hafa tekið sér pólitíska stöðu í Landsdómsmálinu á Alþingi á grundvelli skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.

Mikið djöfull er lágt seilst, ég hélt satt að segja að Ingibjörg að þú ættir ekki slíka lágkúru til, en lengi skal manninn reyna.

Ef einhver flokkur tók pólitískt flopp á Alþingi í þessu máli þá var það Samfylkingin, þar sem einstaka þingmenn hennar mátu sekt manna klárlega eftir flokkslitum.

Vinstri Grænir og Sjálfstæðismenn mega þó eiga það að þeir höfðu eina og hreina stefnu í atkvæðagreiðslunni á Alþingi og gerðu ekki upp á milli manna eftir flokkskírteinum, hvað sem má að öðru leiti um þeirra sfstöðu segja.

Mikið djöfull er þetta ómerkilegt Ingibjörg. AAAAARRRRGGGGGG!


mbl.is „Var einhver að tala um pólitík?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Íngibjörg Sólrún hefur aldrei verið merkilegur pappír..

Vilhjálmur Stefánsson, 14.6.2011 kl. 21:19

2 Smámynd: hilmar  jónsson

Nei hún er óravegu frá því að vera merkilegur pappír, það er orðið nokkuð ljóst...

hilmar jónsson, 14.6.2011 kl. 21:21

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég á vart til orð, mér er illa brugðið.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.6.2011 kl. 21:28

4 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Háttvirtu hálfvitarnir niður á Austurvelli ákváðu að Geir einn yrði ákærður. Það var ákveðin Samspillingar lykt af því máli, en það er búið og gert.

Þessi skrif Ingibjargar dæma sig sjálf og staðfesta bara það að íslenskir stjórnmálamenn eru upp til hópa spilltir og veruleikafirrtir.

Ætli það sé eitthvað í yfirvofandi vitnaleiðslum yfir Geir, sem ISG telur betra að ekki komi fram í dagsljósið, eða er ISG svona stútfull af réttlætiskennd og hreinlega má ekkert aumt sjá? Take a wild guess.

Guðmundur Pétursson, 14.6.2011 kl. 21:35

5 identicon

"Ef einhver flokkur tók pólitískt flopp á Alþingi í þessu máli þá var það Samfylkingin, þar sem einstaka þingmenn hennar mátu sekt manna klárlega eftir flokkslitum."

- Ertu ekki sjálfur að setja fólk undir einn hatt með því að mála Ingibjörgu samfylkingarrauða?

Jóhannes Bjarki (IP-tala skráð) 14.6.2011 kl. 21:35

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Jóhannes Bjarki, ég mála Ingibjörgu ekki eitt né neitt, hún er, eða var, síðast þegar ég vissi félagskona í Samfylkingunni.

En hitt vissi ég ekki að Samfylkingin væri "rauður"flokkur", takk fyrir að upplýsa mig um það.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.6.2011 kl. 21:46

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Guðmundur,  Geir átti klárlega ekki að sitja einn á sakamannabekknum. En það segir heldur ekki að hann eigi ekki heima þar.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.6.2011 kl. 21:48

8 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Málshöfðunin gerir gagn. Það er alveg sama frá hvaða sjónarhóli horft er.

Hún nefnilega dýpktar umræðuna og þroskar málið. Það getur nefnilega verið að eitthvað nýtt komi fram í málinu á meðan Landsdómur kryfur það til mergjar.

Geir getur t.d lagt fram gögn sem sýna fram á að það þurfi að stefna öðrum fyrir almenna dómsstóla.

Ég las frávísunardóminn um vanhæfi Landsdómsdómara sem var vísað frá.

Þar var enga pólitík að finna. Ekkert úr stefnuskrám flokkanna.

Bara grjótharður lagatexti og paragröf.

Það er óvirðing að tala svona um dómara í Landsdómi. Eins og þeir séu einhverjir hundar sem hlaupi geltandi út í loftið þegar sigað er.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 14.6.2011 kl. 22:04

9 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þorsteinn, sammála því. Þó Alþingi hafi klúðrað því að senda fleiri fyrir landsdóm en Geir, þá er ekkert sem segir að það sé rangt að Geir sé þar einn.

Það verður ekki gott hlutskipti fyrir Árna Matt, Björgvin G og Ingibjörgu Sólrúnu ef landsdómur sýknar Geir, þá munu þau hafa þann sorastimpil á bakinu ævilangt að hafa sloppið fyrir pólitískan sóðaskap í stað þess að vera sýkn saka með mannorðið mjallskúrað.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.6.2011 kl. 22:17

10 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Ég er hræddur um að það fari margir að titra þegar Geir stendur upp og fer að halda ræður í Landsdómi og segja frá atburðarás og málsatvikum

Þorsteinn H. Gunnarsson, 14.6.2011 kl. 22:23

11 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þá verður "gaman að lifa".

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.6.2011 kl. 23:24

12 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég held að Geir hafi ekki hugsað sér að gerast einhver píslarvottur, hvorki fyrir menn eða málefni, því muni hann tjalda öllu sínu, sama á hverjum það bitnar. 

Það er því óvíst að allir þeir sem fé leggja í vörn Geirs, muni finnast því fé hafa verið vel varið þegar upp verður staðið.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.6.2011 kl. 23:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband