Loksins, loksins.

Þá eru þær loks hafnar aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið. Því ættu aðildarandstæðingar að fagna, ekki síður en aðildarsinnar. Allir ættu að vona að viðræðurnar gangi fljótt og vel fyrir sig.

Því fyrr sem viðræðunum lýkur, því fyrr kemur í ljós hvort innistæða sé fyrir áróðri beggja fylkinga, sem hefur á köflum verið bæði óvægin og rætin og stjórnast meira af tilfinningum en rökum.

Því fyrr sem viðræðunum lýkur, því fyrr geta Jón og Gunna á götunni tekið afstöðu, með eða á móti aðild, í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Ef aðeins brot af öllu því sem andstæðingar ESB hafa látið frá sér fara um Evrópusambandið, og þann hrylling sem þeir segja það standa fyrir, er rétt,  verður aðild að því aldrei samþykkt.

Það er því óskiljanlegt að þeir skuli hafa barist með oddi og egg gegn aðildarviðræðum, sem munu óhjákvæmilega leiða sannleikann í ljós. Trúa andstæðingar ESB ekki eigin málflutningi betur en svo?

Til að fyrirbyggja misskilning, þá er ég ekki aðildarsinni, en ég vil sjá niðurstöðu viðræðnanna til að ég geti tekið ábyrga afstöðu.

  


mbl.is Aðildarviðræður hafnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Af hverju það er ekki hægt að segja okkur hvað er í boði í þessum ESB pakka er óskiljanlegt og útaf aðferðarfræðinni sem er notuð þá er ekkert sem segir okkur að það verði þjóðin sem fái að ráða þegar í enda er komið...

Það er óskandi að þetta taki fljótt af svo endanleg niðurstaða liggji sem fyrst...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 27.6.2011 kl. 12:52

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það veit enginn fyrirfram hvað kemur út úr samningum, til þess eru samningaviðræður, að ná lendingu ólíkra sjónarmiða, sem báðir aðilar geta sætt sig við.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 27.6.2011 kl. 12:58

3 Smámynd: Snorri Hansson

Það sem andstæðinga aðildar skrifa um ESB er bara það sem þeir lesa í erlendum blöðum.Svo einfalt er það.

Snorri Hansson, 8.7.2011 kl. 18:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband