Hvar er hrópandi ferðaþjónustunnar núna?

Hvar er Erna Hauksdóttir talskona ferðaþjónustunnar þegar flugfélögin svíkja farþega sína hvað ofan í annað og smána þá beinlínis eins og Iceland Express gerir í þessu tilviki.

Farþegar í flugi I.E. frá París eru einn og hálfan sólarhring á eftir áætlun auk þess að hafa þurft að þola þá smán, í boði félagsins, að tvímenna í rúmum með ókunnugu fólki á hótelnefnu í París.

Farþegarnir eru nú loksins komnir um borð í matar og drykkjarlausa flugvél sem flytur þá til landsins. Hverskonar auglýsing er þetta fyrir Íslensku flugfélögin og ferðaþjónustuna á Íslandi í heild?

Hún hlýtur að vera góð því ekki heyrist múkk frá Ernu Hauksdóttur, sem hefur ekki hikað hálfa ögn að úthrópa minnstu hnökra hjá Vegagerðinni og ríkisstjórninni.

Hverjir borga laun þessarar dáða dömu, eru það flugfélögin? Í það minnsta skortir ekkert á viðbrögðin og heiftina hjá herfuni þegar kemur að kjarabaráttu flugmanna.

Þá skortir ekkert á tjóna- og dómsdagsyfirlýsingarnar.

En núna,....... heyrist – ekkert!


mbl.is Á heimleið eftir langa bið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alveg sammála.. Hvar er Erna Hauksdóttir

Þórður (IP-tala skráð) 17.7.2011 kl. 00:20

2 identicon

Það sem vekur mesta athygli í þessu máli er sú staðreynd að það eru Frönsk flugmálayfirvöld sem kyrrsetja þessa 757-200 vél IE (Astraeus) vegna þess að hún stenst ekki öryggisskoðun skv fjölmiðlum í Frakklandi. SAFA, eða Safety Assesment of Foreign Aircraft var stofnað 1996 af Evropusambandinu og gefur  meðlimaríkjum heimild til að gera spot tékk á flugvélum sem lenda á flugvöllum viðkomandi lands. Það að flugvél sem er notuð í farþegaflug til og frá Íslandi standist ekki svona skoðun hlýtur að vekja upp ótal spurningar um þennan rekstur IE og eftirlit Isavia með flugstarfsemi hérlendis. 

Guðjón (IP-tala skráð) 17.7.2011 kl. 02:35

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Erna sérhæfir sig í óviðráðanlegum hlutum. Aðallega í að finna þá sem eru ábyrgir fyrir náttúruhamförum. Hún er einnig með gráðu í kjarafrystingum og svo útrásargrúppía í frístundum.

Jón Steinar Ragnarsson, 17.7.2011 kl. 10:32

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Orð í tíma töluð.

Árni Gunnarsson, 17.7.2011 kl. 10:48

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Góður ertu Axel.

Ásdís Sigurðardóttir, 17.7.2011 kl. 11:43

6 identicon

Það vill nú svo til, að niður á Reykjavíkurflugvelli, þá höfum við einkaflugmenn oft haft það í umræðu hvernig standi á því, að ISAVIA hefur alltaf nógan tíma til að pönkast á litlum flugrekendum og flugvélaeigendum.

Þá er sko til nógur tími og mannafl til þess eins að sýna hversu kröftugir þeir eru. En þegar hins vegar kemur að þessum stóru flugfélögum, Flugfélag Íslands, Icelandair, Atlanta og Astreus fyrir Iceland Express, gera þeir aldrei neitt. Þetta vita allir sem á annað borð eru í fluggeiranum og er til skammar fyrir þetta fyrirbæri ISAVIA hvernig þeir vinna. Við lesum það í fréttum hvernig milljarða tap var á Icelandair í fyrra, en sam hélt það flugrekstrarleyfi sem samkvæmt þeirra starfsreglum hefði átt að missa. Svo dæmi sé tekið þá stöðvaði ISAVIA resktur flugfélags Vestmannaeyja rétt fyrir háanna ferðamannatímans í apríl í fyrra vegna þess að þeir gátu ekki sýnt fram á eigið fé til reksturs í heilt ár. Þá var ekki landeyjarhöfn og sumarið lofaði mjög góðu enda háannatími fyrir þetta félag. Ekkert heyrðist frá þessari Ernu þá. Var það vegna þess að flugmenn misstu vinnu sína...???? Hvergi í hlutafélagslögum er þess krafist að fyrirtæki þurfi að sýna fram á eigið fé til rekstur í heilt ár til að starfa áfram. Samt hefur ISAVIA komist upp með þetta án laga og reglna vegna þess að einhver embættsimaður á þeirra vegum ákvað svo. Þetta fyrirbæri ISAVIA vinnur meira og minna á þann veg, "Okkur finnst og við höldum". Þannig er þetta búið að vera mjög lengi, en alltaf koma fjölmiðlar þeim til bjargar og leyfa þeim að úthrópa þá sem á þetta benda. Dæmin eru fjölmörg. Icelanda air þarfa að hafa jafnmikið eigið fé og lítill flugrekandi á Íslandi með einshreyfilsmótor fljúgandi á milli Selfoss og Reykjavíkur. Er þetta eðlilegt. Nei, en þetta finnst embætismönnum hjá ISAVIA eðlilegt. Þess vegna fór sem fór hjá Iceland express. Krafan um eigið fé hjá þessum stóru félögum er jafnmikil og hjá llitlum flugrekanda með 5-8 farþega og það innanlands. Góður pistill  hjá þér Axel.

Kveðja Sigurður

Sigurdur Hjaltested (IP-tala skráð) 17.7.2011 kl. 13:14

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir innleggin.

Athyglisvert þetta, Sigurður.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.7.2011 kl. 16:11

8 Smámynd: Hvumpinn

Sigurður Hjaltested veit ekkert um hvað hann er að tala.  Hagnaður Icelandair í fyrra var methagnaður, 13 milljarðar.  Eigið fé Icelandair þarf að duga til 3ja mánaða rekstrar án tekna. Engin slík kvöð er á Iceland Express enda ekkert flugrekandaskírteini fyrir hendi.

ISAVIA hefur ekki eftirlit með neinum, heldur rekur flugvelli og flugleiðsöguþjónustu.  Eftirlitsaðilinn er Flugmálastjórn Íslands og þeir "pönkast" alveg helling á stórum flugrekstaraðilum.

Lærðu fyrst staðreyndirnar um þetta Sigurður Hjaltested áður en þú skrifar.

Hvumpinn, 17.7.2011 kl. 22:48

9 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

.....og þú ert hver, Hvumpinn?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.7.2011 kl. 22:59

10 Smámynd: Hvumpinn

Starfandi í fluggeiranum í rúm 30 ár.

Hvumpinn, 18.7.2011 kl. 11:11

11 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég spurði hver þú værir, ekki hvað þú starfaðir. Nafnlaus skrif hafa, í flestra augum, ekkert vægi.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 18.7.2011 kl. 14:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband