Átján og hálfrar milljón króna ímyndarauglýsing?

Ekki ætla ég að gera lítið úr erfiðleikum og neyð fólks í Sómalíu og öðrum svæðum þar sem það hefur yfirgefið heimili sín, farið á vergang og sveltur.

En vert er að benda ríkisstjórn Íslands á, viti hún það ekki, að á Íslandi er  líka fólk sem hrakist hefur frá heimilum sínum, m.a. fyrir tilverknað bankana og annarra glæpagengja. Hér er líka fólk sem sveltur, hálfu ef ekki heilu hungri. Hér eru líka langar biðraðir þurfandi fólks við hjálpastofnanir.

Ég ætla að vera svo eigingjarn og frekur að segja það fullum fetum að skylda stjórnvalda sé fyrst og fremst við eigin þegna. Þá fyrst, þegar neyð þeirra hefur verið sinnt, geta stjórnvöld snúið sér að fréttavænum og ímyndaraukandi verkefnum erlendis, en fyrr ekki.

   


mbl.is 18,5 milljóna neyðaraðstoð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef við miðum við að íslendingar séu um 310000 þá eru þetta rúmlega 60kr. á hvern. Ekki er það nú mjög mikið.

Þórarinn (IP-tala skráð) 19.7.2011 kl. 14:20

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Miðað við fréttir eru nægir peningar til í Sómalíu til þess að sporna við hungursneyðinni. En þeir aurar eru notaðir af glæpahópum til þess að kaupa vopn "og verja sín svæði".

Engin furða að fólkið flýji.

Kolbrún Hilmars, 19.7.2011 kl. 16:06

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sumir Íslendingar eiga bara ekki 60 kr aflögu til að senda til Afríku Þórarinn

Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.7.2011 kl. 17:44

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það sorglega við svona safnanir og framlög er að það berst ekki nema í litlum mæli til þeirra sem féð er ætlað Kolbrún. Því miður er engin skortur á afætum, spiltum stjórnmálamönnum og öðru sjálftökuliði.   

Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.7.2011 kl. 17:47

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég hefði frekar viljað sjá þetta fé fara til þeirra íslensku samtaka sem hjálpa þeim stóra hópi íslendinga sem kvíða næsta degi.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.7.2011 kl. 17:51

6 identicon

En hvað með fólkið í landinu sem þarf á aðstoð að halda? Og af hverju er bara EITT blogg um þessa frétt? Hvar er samkenndin? Hvar er reiða fólkið sem tjáir skoðanir sínar? Heimur versnandi fer.

Fiddi feiti (IP-tala skráð) 20.7.2011 kl. 03:08

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þegar stórt er spurt Fiddi, verður oft fátt um svör.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.7.2011 kl. 08:27

8 identicon

Íslendingar eru viljugri að þiggja en gefa og það var ekkert öðruvísi á góðæristímanum þótt síðar kom í ljós að þetta svokallaða góðæri var innistæðulaust. Fólk kaus að trúa á hið séríslenska góðæri löngu eftir að við vorum að keyra út í ófæruna og það var raunar ljóst eða ætti að verða flestum ljóst fyrir kosningarnar 2007. Raunar voru Íslendingar lang stærstu þiggjendur Marshallsaðstoðar eftir stríð miðað við fólksfjölda þeirri aðstoð var varið í að byggja upp ullarvinnslu, áburðarverskmiðju, sementsverksmiðju auk kaup á togurum auk þess virkjunargerð.

Íslenska ríkið er hefur verið að vefja sig í skuldum frá 2008 og við urðum að leita til IMF þegar landið var að stöðvast vegna gjaldeyrisskorts. Við fáum niðurgreidd lán frá Seðlabönkum norrænna landa, frá Póllandi og IMF en öllu er snúið um og við og að líkja ástandinu við það sem er að gerast hjá þeirri lánlausu þjóð á horni Afríku.

Fólk sem skrifaði undir lánasamninga og bjóst við að húsnæðiverð hækkaði endalaust og ofurkrónan héldist um aldur og ævi. Því miður er kosnaðurinn við hrunið ekki kominn fram nema að litlu leiti sú blóðtaka mun taka 2-3 áratugi ef ekki lengur.

Gunnr (IP-tala skráð) 20.7.2011 kl. 16:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband