Óvenjuleg vinnubrögð verjanda

Ég minnist þess ekki að hafa nokkurn tíma séð eða heyrt lögfræðing bera skjólstæðing sinn jafn ákaft á torg, eins og verjandi Breiviks gerir í þessu máli.

Það er greinilegt að verjandinn ætlar að byggja vörnina á meintri geðveiki Breiviks og hann notar hvert tækifæri til að baktala skjólstæðings sinn og styrkja þannig þá ímynd að Breivik sé illa truflaður.

Það er undarlegt að enginn skuli hafa veitt öllum þessum persónuleika brestum Breiviks athygli allan þann tíma sem hann vann með kaldrifjuðum hætti að undirbúningi morðanna og fyrir þann tíma.

  

Vinsamlegast takið þátt í könnunni hér til vinstri!


mbl.is Lifði í ímynduðum heimi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hann virkar alls ekki eins og verjandi, frekar sem saksóknari.

Það er ekki létt verk að verja svona mann, eiginlega lífshættulegt starf.

DoctorE (IP-tala skráð) 30.7.2011 kl. 21:17

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ekki öfundsvert starf.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.7.2011 kl. 21:20

3 Smámynd: Óskar Ingi Gíslason

Ekki tala um fjöldamorðingjann það er það sem hann vill, takk fyrir

Óskar Ingi Gíslason, 31.7.2011 kl. 03:45

4 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Ég verð eiginlega að viðurkenna að þegar ég fyrst las fréttir þess efnis að hann væri kominn með verjanda, sem þurfti að "hugsa sig vel um", þá kom aðeins til greina að þetta væri einskonar auglýsing fyrir hann [lögfræðinginn].

Óskar Ingi, hann vill líka stjórna hernum, og fá kók og prins póló.
Gaurinn er í einangrun og verður því örugglega lítt var við umfjöllun um hann. Nema að hann hafi netaðgang í einangrun og stundi íslensku bloggin grimmt.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 31.7.2011 kl. 11:29

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég held illmennið sé ekki ruglaðri en svo að honum takist bærilega að leika sig ruglaðan með hjálp verjandans. Liður í þeirri taktík er auðvitað að setja fram  fáránlegar "mikilmennsku" kröfur.

Ef hann verður dæmdur ósakhæfur verður hann vistaður á stofnun. Þar þarf hann aðeins að þrauka í nokkur ár og ..... en dag vil han blive helt rask.... og hvað gera menn þá, halda alheilbrigðum manninum á hæli? Ó-nei, vinurinn röltir út í góða veðrið á vit nýrra "ævintýra".

Axel Jóhann Hallgrímsson, 31.7.2011 kl. 11:55

6 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Fólk sem er dæmt ósakhæft, eða "Criminally insane", er aldrei sleppt. Ekki eftir svona stór afbrot. Það er yfirleitt lokað inná stofnunum allt sitt líf.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 31.7.2011 kl. 12:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband