Er mannhelvítið alveg gaga?

Þar sem fjármagnstekjurskatturinn reiknast af öllum vöxtum er skatturinn greiddur frá fyrstu vaxta krónu til hinnar síðustu en ekki bara vöxtum umfram verðbólgu, sem eru hinar eiginlegu fjármagnstekjur.

Þannig bera lélegustu innlánsreikningarnir þegar neikvæða ávöxtun að frádregnum skattinum, en bestu reikningarnir, með langa bindiskyldu hafa lítið borð fyrir báru.

20% flatur fjármagntekjuskattur er þegar orðin of hár, frekari hækkun er galin og afrekar ekki annað auka á fjármagnsvandann þegar fólk tæmir bankareikninga sína og „ávaxtar“ frekar sitt pund undir koddanum heima.

Hver hleypti manninum út?

  


mbl.is Hækki fjármagnstekjuskatt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hann er svo sleipur eftir að hann kom ur Þistilfirði að það ræður eingin við skepnuna

Runar Gudmundsson (IP-tala skráð) 28.8.2011 kl. 20:08

2 identicon

Mér finnst þessi hugmynd alveg frábær.  Þó fyrr hefði verið.

Af hverju á að auka sparnað?  Það á að eyða og eyða og eyða.

Kreppan kenndi okkur það að betra er að eyða og skulda en að spara.

Ég skil ekki hvernig þú sjáir það ekki?  Kanski er staðan öðruvísi í Grindavík?   

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 28.8.2011 kl. 20:35

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Staðan er nú þannig í Grindavík Stefán að við sjáum ekki ljósið í því að gera fátæklegt sparifé gamlingjanna upptækt með góðu eða illu. Það er mín reynsla að sama peningnum verður ekki eytt nema einu sinni. 

Ég lærði það hinsvegar í skóla fyrir margt löngu að bankinn geti lánað sömu krónuna tíu sinnum. Málið er að koma því sem í bönkunum er í umferð í atvinnulífinu, en ekki taka það út og eyða því.

Það var ekki kreppan sem kenndi okkur að eyða, það var umhverfið sem skapaði kreppuna sem kenndi okkur það, þegar fólk fjármagnaði eyðsluna með lántökum.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.8.2011 kl. 21:34

4 identicon

Axel,  ég var að grínast;)

Það er dyggð að spara.  Það á ekki að refsa mönnum fyrir að spara.

Þegar ég var á sjó þá sparaði ég eins og vitleysingur.  Á svo að taka sparnaðinn af mér því ég vann eins og vitleysingur og eyddi ekki öllu?

Það á að búa til hefð úr því að spara á Íslandi.  Aðeins þannig náum við langt.

Þegar ég var erlendis í fyrsta skiptið árið 1996, þá var ég umkringdur fólki úr fjölskyldum sem hafði sparað fyrir því sem það hafði þá.  Það var ekki skjótfenginn auður sem þau höfðu.

Síðan þá hef ég talið það vera dyggð að spara.   Þá meina ég í öðru en í fasteign, því flest leigðu.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 28.8.2011 kl. 21:40

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

 Ég var ekki viss hvernig ég ætti að taka fyrra innlegginu þínu Stefán. Takk fyrir leiðréttinguna.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.8.2011 kl. 22:16

6 identicon

Ég hélt að broskallinn segði allt sem segja þyrfti fyrir ykkur Grindvíkinga.

En kanski er það öðruvísi með Skagfirðinga.  

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 28.8.2011 kl. 22:29

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég er nú hálf utangátta, er hvorki Grindvíkingur eða Skagfirðingur að upplagi, enda Skagstrendingur í báðar ættir og Húnvetningur að langfeðratali.

Broskarlarnir geta átt það til að misskiljast.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.8.2011 kl. 22:53

8 identicon

Ég meinti skagstrendingur;)

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 28.8.2011 kl. 23:17

9 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.8.2011 kl. 23:19

10 identicon

Það er alltaf gaman á Skagaströnd.

Sérstaklega á alvöru Kántrýhátíð.  Ég var kríli þá.  Ef Hallbjörn tekur ekki þátt, þá er það bara plat;) 

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 28.8.2011 kl. 23:22

11 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Það er með ólíkingum soglegt hvað fátt mönnum kemur til hugar en að reyna að koma öllum í gröfina fyrir aldur fram.

Það er að verða augljós klofningur. Það verður eftir forrík yfirstétt sem geymir auð sinn erlendis en skammtar heim annars lagið eitthvað til að stjórna miðséttinni sem er aðeins til sem stjórnmálaafl. Þar verða atvinnupólitíkusar sem áður voru eilífðarstúdentar. Lýðurinn er síðan undir þessu öllu á lúsalaunum og þorir ekki að hreyfa legg né lið. Þetta er það kerfi sem þekktist í DDR og Póllandi fyrir fall múrs.

Óskar Guðmundsson, 29.8.2011 kl. 00:45

12 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég geri ráð fyrir því að þú eigir við frétt í DV Stefán, þegar þú segir að Hallbjörn taki ekki þátt í Kántrýdögum. 

Hallbjörn tekur þátt, hann stjórnar sínu útvarpi og rekur það og sinn Kántrýbæ í gegnum dóttur og tengdason. Þegar sveitarfélagið tók að sér umsjá hátíðanna á sínum tíma, var það í fullri sátt og samvinnu við Hallbjörn og sú ráðstöfun losaði Hallbjörn alfarið undan fjárhagslegri ábyrgð á hátíðunum, sem var allnokkur og honum um megn.

Hátíðirnar uxu síðan sveitarfélaginu yfir höfuð, þar sem útgjöldin voru bein og mikil, en innkoman óbein og óljós. Það var því sjálfhætt, enda 10-12 þúsundmanna samkoma of mikið fyrir 500 manna sveitarfélag.

Hallbjörn hefur kosið af einhverjum ástæðum að lýsa Skagstrendinga og sveitarstjórnina andstæðinga sína þrátt fyrir að íbúar allir hafi nánast gengist undir hvers annars hönd að létta honum róðurinn á alla mögulega máta. Því til viðbótar hefur sveitarfélagið ítekað og nánast keðjubundið létt af honum gjöldum og m.a. greitt fyrir hann stefgjöld.

En sjaldan launar kálfurinn ofeldið. Mönnum er virkilega misboðið á Skagaströnd yfir yfirlýsingum Hallbjarnar í þeirra garð, þó þeir kjósi enn af virðingu við Hallbjörn að birta það ekki í fjölmiðlum.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.8.2011 kl. 00:57

13 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

OG hverjir sköpuðu þetta umhverfi Óskar? Það er ekki hægt að kenna rottunni um ástandið á holræsinu!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.8.2011 kl. 01:00

14 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Þeir hafa skapað/skaðað það sem valdir hafa verið til að "stjórna" í stofnunum og embættum ríkisins sl. 40 ár.

Nú kemur sjálfsagt klausa um DO og að hann hafi átt að stoppa þenslu bankanna.... en þá hefðu sömu bankar (sem voru á þeim tímapunkti meðal hæst metnu fyrirtækja í heimi) fallið a´þeirri sömu stundi og að lýðræðislegu floti krónunnar (2001) hefði verið hætt og við ekki lengur búið þá í réttarríki heldur einræði því það er ekki hægt að velja og hafna. 950-1400 milljarðar hefðu lent á íslensku efnahagslífi í hruni sem aðeins hefði or'i' hér og eyjan ekki á búandi um áratuga skeið. Ekkert AGS engin hjálp, engiun endurreisn.

Það er því miður svo að stjórnir og stofnanir ríkisins eru með stefnu JS að verða tiltölulega lálaunaðar stöður og í þannig "dead end" er hæfileikafólk ekki. Sama gildir um þingið. Reynslumikinn aðila með þekkingu á rekstri og þjóðarhagfræði færðu sennilega ekki til að stilla vekjaraklukkuna sína til að hringja fyrir hádegi fyrir 575 þúsund á mánuði. Þú gætir aftur á móti fengið enhgvern ræfil sem er búinn að liggja á einum af aftari spenum ríkisins um áratuga skeið til að færa sig framar og góla "jöfnuður" yfir allt og alla en það verðu ekki sannleikur þó að lygi sé endurtekin hér frekar en í þriðja ríkinu.

Síðast þegar ég gáði var Höfðakaupstaður svo á Skagaströnd, svona svipað og Hafnarfjörður í Gullbringum.

Óskar Guðmundsson, 29.8.2011 kl. 01:11

15 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Nei nei það þarf ekkert að minnast á Dabba þú þekkir þá sögu alla. En takk fyrir að muna nafnið Höfðakaupstaður Óskar, það yljar.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.8.2011 kl. 01:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband