Blautur, blautari, .......

575240Af því að ég er svo skemmtilega blautur vakti fyrirsögn fréttarinnar athygli mína og af þeim sökum var það fyrsta sem mér datt í hug  að einhver væri að drekka upp vínkjallarann sinn.

Það eitt og sér væri auðvitað besta mál, því öll vitum við að áfengi verður aðeins útrýmt með því að drekka það allt.

Nei, ekki var það svo gott, því við frekari lestur kom í ljós að um annarskonar kjallara og öðruvísi „bleytu“ var að ræða og það sem toppaði allt, þetta var kjallari og flóð í íslenskri eigu í henni miklu Ameríku!

Með fylgdi svo mynd af flæddum kjallara af völdum Írenu, ásamt frásögn af því að unnið væri að því að þurrka upp „bleytuna“ með handklæðum, tuskum og viftu!

Vonandi gengur það vel, ef marka má myndina!


mbl.is Er að þurrka upp kjallarann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahahaha góður!

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.8.2011 kl. 10:12

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 29.8.2011 kl. 10:53

3 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Bergljót Gunnarsdóttir, 29.8.2011 kl. 16:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband