Er Hitler alltaf í lagi, eða bara stundum?

hitler-cartoon

Í hvaða stjórnmálaflokki þurfa stjórnmálamenn að vera til að stjórnendum moggabloggsins þyki ekki boðlegt að þeim sé, á blogginu, líkt við Hitler, eins og svo „smekklega“ er gert  í þessari færslu?

Lokunum hefur verið hótað og framkvæmdar af minna tilefni á mbl.is.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill; á ný, Axel Jóhann !

Ég hygg; að fátt sé ofsagt, af hálfu Heimis Fjeldsted, nema síður sé.

Hins vegar; á hann eftir að sverja af sér, Sauðþráa fylgispekt sína, við ''Sjálfstæðisflokkinn'' og Davíð Sunn- Mýlzka Oddsson, misminni mig ekki.

Þá líka; væri Heimir sér fyllilega samkvæmur, fornvinur knái.

Með; ekki síðri kveðjum - en öðrum fyrri /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 10.9.2011 kl. 15:32

2 identicon

Ahhhhhh...... verð að biðja Heimi afsökunar, að nokkru. Sami Andskotans bakgrunnurinn, á síðu hans - sem nafna míns; Óskars Guðmundssonar.

Þar með; vísa ég, til Nafna, með allar leiðréttingar, gott fólk !!!

(Meiri Helvítis fljótfærnin; af minni 1/2)

ÓHH

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 10.9.2011 kl. 15:38

3 identicon

Þetta er ósmekklegur andskoti og þekki ekki Hitler.

Ég skil ekki af hverju það er alltaf að vera að gengisfella verknað mannsins.

Ég skil heldur ekki af hverju andstæðingar ESB eru alltaf að tala um Hitler og heimsstyrjaldir eins og það sé hluti af ESB.

Ég hef samt tekið eftir því að eitt skemmtilegasta sem Íslendingar tala um eru stríð.  Stríð eru góð á Íslandi því þeir græða alltaf á þeim og tapa litlu.

Ég vona svo sannarlega að Ísland muni aldrei verða fyrir barðinu á stríði, en hugusnargangurinn verður að breytast. 

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 10.9.2011 kl. 15:40

4 identicon

Því miður hafa ekki aðrir en Moggabloggarar rétt á að kvarta beint og rafrænt yfir svona löguðu. Aðrir verða líklega að senda póst.

Fv. trítilóða öndin (IP-tala skráð) 10.9.2011 kl. 15:45

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Stríðsmang er engu betra en stríðsreksturinn sjálfur.

Það er smá saman verið að venja Íslendinga við þá hugsun að við getum ekki staðið hjá og látið aðra berjast fyrir hinu og þessu "fyrir okkur". Sagt er að við verðum að fara að sýna þá ábyrgð í samfélagi þjóðanna og taka beinan þátt. Eins og gert var í Afganistan t.a.m.

Sveiattann!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.9.2011 kl. 16:00

6 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Gott að þið eruð læsir.

Þið takið þó fram lokir stríðsins en ekki hvernig Hitler komst til valda, nefnilega með því að gera sjálfan sig einráðan eins og Jóhanna reynioir nú með að grafa undian forsetanum á sama tíma og hún reynuir ap koma í gegn um þingið frumvarpi sem gerir forsætisráðherra, sem hún ætlar að vera áfram, einráðan/n.

Vissulega gerði Davíð það sema en þegar að Jóhanna er margsinnis búin að segja að við eigum að læra af fortíðinni en ekki endurtaka hana er ekki mjög gáfulegt að segja að hún sé að gera vel með að reyna að festa í lög það sem Dav´kið gerði með frekju. 

Það eitt gerir hana verri og valdasjúkari.

Ég blogga síðan á mörgum stöðum, DV, Eyjunni og yfirleitt allstaðar þar sem að ég get látið skoðun mína í ljós.

"Moggabloggari" er það sem þeir (fáu) sem enn fylgja stjórninni kalla þá sem hafa ekki sömu skoðun og þeir sjálfir. Týpískur "moggabloggari" kallar hina þá sömu yfirleitt eitthvað ljótt og bera svo við að þeir lesi bara Fréttablaðið eða Jóhönnulyg. 

Raunin er sú að þá erum við að gera nákvæmlega það sem stjórnmál ganga útá. Rífast sem mest um það sem ekki skiptir máli, nefnilega skoðanir hvers annars en ekki gjörðir.

Óskar Guðmundsson, 10.9.2011 kl. 17:21

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ekki lagast það!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.9.2011 kl. 17:32

8 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Er ég sem sagt í þínum augum "moggabloggari"?

Ég þarf ekki að hafa sömu skoðun og þú en get líka haft rétt fyrir mér þó að þér þóknist það egi.

Óskar Guðmundsson, 10.9.2011 kl. 17:45

9 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þeir sem blogga á þessu bloggsvæði eru moggabloggarar, hvort sem þeir eiga blogg á öðrum bloggsvæðum eða ekki.

Þessi færsla þín Óskar, snýst ekki um hvort þú hafir rétt eða rangt fyrir þér heldur siðferði og almenna mannasiði.

Það eru takmörk fyrir því hvað þú getur leyft þér að skrifa um annað fólk, þó ríkjandi sé ritfrelsi, því þín réttindi enda þar sem réttindi annarra byrja.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.9.2011 kl. 18:03

10 identicon

Ég sé hana bara sem gamla útbrunna konu sem á að hætta að rembast við að vera það sem hún getur aldrei orðið. Hún á að hætta núna, þetta er orðið 2 much. Er orðið sjúklegt eins og er svo oft með fólk í stjórnmálum.. það er akkúrat þannig fólk sem við eigum að vara okkur á.

DoctorE (IP-tala skráð) 10.9.2011 kl. 18:25

11 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Aha... svona eins og að halda því fram í öllum fjölmiðlum að ríkistjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hefði reist Skjaldborgina um heimilin og afskrifað 144 milljarða.... sem reyndust svo 7,8?

Að sjálfsögu snýst allt um sannleikann en ekki hvað einu eða örðu okkar finnst um hvort annað.

Án þess að einhver segi sannleikann verðum við aðeins partur af vandamálinu.

Siðferði gengur síðan út á að menn læri af fortíðinni og telji sér það sem þeim þykir betri siðir en forvera þeirra og þvi einungis "eye of the beholder", þ.e.a.s. "Hverjum þikir sinn fugl fagur".

Svona frá einum moggabloggara til annars að þá get ég gert annsi margt illa og logið og svikið ef að ég fer eftir dæmum þeirra sem hæst hafa haft við Austurvöll undanfarin áratug.

Davíð gerði sitt með ákveðni (frekju) Jóhanna ætlar að færa það vald sem Davíð tók sér í lög. 

Ef henni og Hrannari tekst í gegnum flokksrit Samfylkingarinnar, Fréttablaðið að koma Ólafi frá og koma sínum aðila í staðinn stendur enginn eftir til að halda aftur af því hvaða lög eru sett né um almenna hagsmunagæslu. Sérílagi ef að Einveldisfrumvarpið nær í gegn. Þó að okkur sé sagt að það snúist útá að koma Jóni Bjarnasyni frá er það í raun barlnalegur fyrirsláttur ekki ósvipaður "Patriot Act" í USA sem gerði þarlendum leyfilegt að brjóta mannréttindi í nafni mannrétinda.

Það er það sem heitir EINVELDI.

Vill þú búa í einveldi? 

Óskar Guðmundsson, 10.9.2011 kl. 18:32

12 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þú hefur allir rétt á þeirri skoðun DoctorE og kemur henni fullkomlega á framfæri án þess að vera með skítkast hvað þá að leggja Jóhönnu, eða aðra, að jöfnu við einhvern mesta óþverra mannkyns.  

Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.9.2011 kl. 18:41

13 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Aftur ertu að blanda uppruna Hitlers við útkomu stríðsins.

Hitler var síðan langt því frá versti óþokki stríðsins. Stalín hélt áfram að drepa alla sem honum líkaði ekki við fram til 1953. Meira að segja bretar sprengdu Dresden, vitandi að þar væri nánast enginn vopnberandi hermaður heldur sjúkir menn, konur og börn. Það er bara svo að sá sem tapar er makaður í skít. Þegar að Jóhanna dettur af sínum háa stalli lendir hún í sömu forarviprum og þeir sem áður hafa fallið, þ.a.e.s. þeir sem ekki hafa hrokkið beint uppaf.

Það sem Hitler og Jóhanna eiga síðan sameginlegt er að hver sér/sá að þau eiga/áttu í mesta basli en til að bægja frá sér alhyggli réðust þau með offorsi á aðra.

Ekki segja mér að þér líki vel við gerræðisvald forsætisráðherra til að vera í raun yfir öllum hinum ráðuneytunum og hverjir þar sitji (sem gerir þau í raun valdalaus)? Þetta er einræðisfrumvarp þar sem einum aðila er veirr gerræðisvald.

Er það OK frá þínum bæjardyrum?

Óskar Guðmundsson, 10.9.2011 kl. 19:11

14 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Og þú ert handhafi sannleikans Óskar? Það bætir ekkert þín skrif þó þú teljir félaga Stalín hafa verið meiri saursekk en Herr Hitler.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.9.2011 kl. 19:33

15 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Einsd og ég sagði áðan get ég haft rétt fyrir mér þó að þér líki það ekki.

Mig langar fremur til að vita hvort þér líki aðgerðir vors guðlega leiðtoga háæruverðugrar Jóhönnu með að gera sjálfa sig að þeim aðila sem fer með gerræðisvald yfir þingi og þjóð?

Óskar Guðmundsson, 10.9.2011 kl. 19:54

16 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sér þá ætlaða tilburði nokkur nema þú Óskar? Ég sé þá ekki.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.9.2011 kl. 20:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband