Steinar og glerhús

Mikið er yndislegt að sjá hvern sótraftinn á fætur öðrum ryðjast fram og fordæma  óheppileg, en giska saklaus, ummæli  Björns Vals Gíslasonar um forsetann.

Þessir andans postular eiga ekki orð til að lýsa vandlætingu sinni yfir orðbragði þingmannsins. Það undarlega að þessir sömu menn hafa, margir hverjir, ekki dregið af sér í notkun allra þeirra skammar- og fúkyrða sem í íslenskumáli finnast um sína pólitísku andstæðinga.

Menn sem kalla aðra landráðamenn og þar eftir götunum ættu ekki að fara á límingunum  yfir orðbragði þingmannsins og athuga hvaðan þeir kasta grjótinu.


mbl.is Talaði um „forsetaræfilinn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Einmitt

Ásdís Sigurðardóttir, 14.9.2011 kl. 13:54

2 Smámynd: Sandy

Eins og ríkisstjórnin hefur marg sínt þjóðinni fram á, er aldeilis ekki sama hvort talað er um Jón eða séra Jón þegar hún á í hlut, þá er eins gott að það fólk sem ætlast til virðingar af þjóðinni gangi fram og sýni sjálft þá virðingu að hafa sínar skoðanir á forseta lýðveldisins fyrir sig.

Sandy, 14.9.2011 kl. 14:49

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sandy, en gildir ekki það sama um forsetann? Ég er stuðningsmaður hans, en geri mér grein fyrir því að forsetinn er kominn út á hálan ís og þunnan.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.9.2011 kl. 15:27

4 identicon

Forsetinn fari frá hið bráðasta og taki þingið með sér

caramba (IP-tala skráð) 14.9.2011 kl. 15:43

5 identicon

Hálan? Hví segiru það? Hann bendir bara á staðreyndir, Jóhanna og Steingrímur gerðu ekki vel í þessu máli.  Reyndu að koma fyrsta samningi uppá þjóðina þótt sannað væri að við gætum gert betur og hann myndi ríða okkur að fullu.  Er Ólafur ekki að benda á það??

Baldur (IP-tala skráð) 14.9.2011 kl. 17:19

6 identicon

Sæll.

Málið snýst um að BVG fór ekki að þingsköpum og heldur ekki forseti alþingis. 

Annars ætti hann að sjá sóma sinn í að hætta á þingi. Er ekki meiðyrðamál Guðlaugs Þór gegn BVG í gangi? Ætli hann fái ekki á sig dóm vegna þess að hann sakaði GÞ um mútuþægni og sennilega getur hann ekki sannað mútuþægni og fær því á sig dóm.

BVG er orðhákur og ein ástæða þess að virðing fyrir alþingi fer þverrandi.

Helgi (IP-tala skráð) 14.9.2011 kl. 18:01

7 Smámynd: hilmar  jónsson

Það eru gífurlega sterk rök með því að Björn eigi að hætta á þingi að Guðlaugur Þór styrkjakóngur skyldi hafa móðgast við hann, Helgi.

hilmar jónsson, 14.9.2011 kl. 19:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband