Metsölubókin – sem aldrei verður skrifuð

Er ekki lífið dásamlegt?  Það færir sumum auð og frægð fyrir ekkert á meðan það strípar og bælir aðra þó  hart leggi að sér.

Stúlku kindin Pippa Middleton, sem fyrir tveim árum var vart talin geta pantað sér kaffi á næstu sjoppu án þess að verða sér til skammar er núna, fyrir mægð við helstu lágkúru Bretlands og þá  sök eina, djarflega auglýst sem næsti metsöluhöfundur fyrir óskrifaða og óljósa hugmynd að bók um borð- og dúkaskreytingar.

Já, lífið er sannarlega undarlegt.

   


mbl.is Pippa Middleton íhugar að gefa út bók
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm svona eins og Gillesenagger er metsöluhöfundur á Íslandi fyrir að gefa út símaskrána, og nú hafa þeir tekið inn Veröld Tobbu í rithöfundasamandið, talandi um að setja eitthvað niður í standard.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.10.2011 kl. 23:30

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Er þetta ekki dásamlegt?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.10.2011 kl. 23:32

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jú Axel lífið er dásamlegt vinur minn

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.10.2011 kl. 23:41

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Mér eru einmitt hugleikin þessi dæmi sem Ásthildur tekur, það ætti nú að vera þak á vitleysunni

Ásdís Sigurðardóttir, 31.10.2011 kl. 11:27

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ásdís svona er Ísland í dag, það er EKKERT ÞAK OG ENGIN TAKMÖRK Á VITLEYSUNNI.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.10.2011 kl. 11:31

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Og öllu hrósað í hástert þannig að ekkert skarar framúr

Ásdís Sigurðardóttir, 1.11.2011 kl. 11:58

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nákvæmlega.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.11.2011 kl. 12:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.