Grautlinur Sjálfstæðisflokkur

Endurómun Sjálfstæðisflokksins á afstöðu Ísraels til sjálfstæðs ríkis Palestínu kemur ekki á óvart.

Sjálfstæðisflokkurinn  hefur þá afstöðu til sjálfstæðis-mála Palestínu að íbúum hennar beri að vera leiguþý og þrælar herraríkisins Ísraels svo lengi og Ísrael þóknast.

  


mbl.is Gagnrýna tillögu um Palestínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ertu nokkuð hissa á þessari afstöðu flokks sem vill deila og drottna?  M.a. telja þeir sjálfsagt að L.Í.Ú. hafi öll ráð í hendi sér um fiskveiðistjórnunarkerfið.  Ég er ekki vitund hissa.  Vonandi kemur ekki sú stund á næstunni að þeir fái aftur völd.  Þó ég í sjálfu sér vilji þessa ríkisstjórn burt, þá er mér ennþá verr við að Sjálfstæðísflokkur og Framsókn fái þar sæti.  Vil fjórflokkinn burt eins og hann leggur sig segi og skrifa.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.11.2011 kl. 21:51

2 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Maður þarf ekki að vera þarna niður í Ísarel og Vesturbakkanum til að uppgvöta það að Palestínumenn svo kallaðir eiga engvan rétt á Sjálfstæði..

Vilhjálmur Stefánsson, 28.11.2011 kl. 21:56

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það verður seint Ásthildur, bæði sleppt og haldið.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.11.2011 kl. 22:33

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Veistu Vilhjálmur, að margir í Danmörku, Evrópu og í henni Ameríku blessaðri voru nákvæmlega sama sinnis 1944, og þú núna, þegar vesælt og vanmegna ríki var að rísa upp til sjálfstæðis.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.11.2011 kl. 22:35

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já einmitt Axel, því miður hefur áróður Ísraels og Bandaríkjanna ná slíkri fótfestu að það er bara sorglegt til að vita. Ég á ættinga sem hafa heimsótt þetta svæðí, reyndar dvalið það´tímabundið og frekjan og yfirlæti Ísraela er slíka að fá dæmi eru um annað eins.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.11.2011 kl. 22:41

6 identicon

Sjálfstæðismenn á móti sjálfstæði.

Segjast vilja vinna að 2 ríkja lausn - en gera það með því að vilja aðeins viðurkenna annað ríkið (Ísrael), en neita nú að viðurkenna Palestínu (sem þó er svo púkó afstaða, að þeir segjast auðvitað styðja frjálsa Palestínu, vilja bara gera það síðar).

Auðvitað eiga Palestínumenn rétt til sjálfstæðis og frelsis eins og aðrar þjóðir.

Gory (IP-tala skráð) 29.11.2011 kl. 00:27

7 identicon

Vilhjálmur ég eyddi 3 mánuðum á Vesturbakkanum og eina fólkið sem grýtti mig, reyndi að keyra mig niður og hræktu á mig og voru Ísraelsmenn. Ég held þú ættir að skella þér þangað áður en þú ferð að koma með einhverjar yfirlýsingar.

Agnes (IP-tala skráð) 29.11.2011 kl. 05:55

8 identicon

Sæll.

Það er ekki hægt að kenna bara Ísraelum um allt, sjaldan veldur einn er tveir deila. Nú ætla ég ekki að gera lítið úr þjáningum Palestínumanna en þeim hefði getað lokið fyrir löngu síðan ef þeir hefðu sjálfir kosið það.

Ég held að allir styðji sjálfstætt ríki Palestínumanna en málið er bara ekki alveg svona einfalt. Það er um mjög margt að semja: Hvar eiga landamærin að liggja? Hvernig á samgöngum á milli Vesturbakkans og Gaza að vera háttað? Hvað með flóttamenn? Hvað með araba sem búa í Ísrael? Svo þurfa þessi ríki auðvitað að geta átt friðsamleg samskipti. Ætli það sé hægt þegar forystumenn Palestínumanna æsa upp í þeim hatur á Ísraelum? Hvernig nesti er það inn í framtíðina?

Fyrst þurfa þó Ísraelar einhvern til að semja við. Við Hamas er ekki hægt að semja enda er það þeirra stefna að þurrka út Ísrael. Er hægt að semja við Fatah? Það hefur ekki verið hægt hingað til. Abbas fór nýlega í fýlu og aflýsti samningaviðræðum vegna þess að Ísraelar leyfðu byggingu landnemabyggða í A-Jerúsalem en það hverfi er að meirihluta byggt gyðingum. Gyðingar hafa alltaf verið fjömennir í Palestínu, alltaf. Gyðingar hafa verið meirihluti íbúa Jerúsalem frá 1867. Af hverju ættu þeir þá ekki að fá að byggja íbúðir í Jerúsalem, sérstaklega í því hverfi þar sem þeir eru fjölmennir? Abbas er einfaldlega ófær um að semja frið og leiða þjóð sína til sjálfstæðis. Ástæðurnar fyrir því eru nokkrar en verða ekki raktar hér.

Menn gleyma því alltaf,  viljandi eða óviljandi, að Ísraelar fóru að eigin frumkvæði frá Gaza og leyfðu Palestínumönnum að ráða sínum málum þar. Hvernig hefur það nú tekist til? Hvernig hefur Hamas staðið sig þar? Hvað gerði Hamas við Fatah liða þar? Eru þeir að fjárfesta eða gera eitthvað til að undirbúa sjálfstætt ríki Palestínumanna? Sjálfstætt ríki þarf menntað fólk og verksmiðjur, það þarf að hafa tekjur og geta staðið án erlendrar aðstoðar. Á hverju ætlar þetta ríki að lifa? Í bili halda Bandaríkjamenn og aðrar þjóðir lífinu í Palestínumönnum með peningagjöfum. Hvernig ætti Abbas að geta borgað laun ef hann fengi ekki fé gefins erlendis frá? Hver borgar utanlandsferðir hans? Hver kostar lögreglu Palestínumanna og hver þjálfar hana?

Á hverju ætlar þetta sjálfstæði ríki þeirra að lifa? Á það alltaf að fá peninga gefins? Hvers vegna kýs Hamas að eyða fé í vopnabúnað í stað þess að fjárfesta t.d. í menntun þegna sinna? Svarið er að Hamas eru hryðjuverkamenn sem geta ekki stjórnað land og þess vegna vill enginn ræða við þá. Friðarviðræður hafa verið í gangi milli Hamas og Fatah um nokkra stund og ganga þær ekki vel.  Því miður fyrir Palestínumenn eru þeir klofnir og kemur sá klofningur niður á þeim. 

Hvers vegna halda menn að Hamas hafi ekki staðið þétt við hlið Abbasar þegar hann ákvað að leita viðurkenningar SÞ á sjálfstæðu ríki Palestínumanna? Af hverju spurði enginn fjölmiðill eða þingmaður þeirrar spurningar? Sér enginn neitt bogið við það? Sér enginn neitt bogið við að Abbas eyði tíma í þetta í stað þess að semja við Ísraela? SÞ geta ekki leyst hans vandamál og Abbas er raunar búinn að koma SÞ, sérstaklega UNESCO, í slæmt klandur með þessu brölti sínu.

Fjölmiðlar hér eru uppfullir af rangfærslum og nefna t.d. ekki að verulegur fjöldi eldflauga frá Gaza hefur lent í Ísrael undanfarna daga. Er það í lagi? Stærsti vandi Palestínumanna er stjórnmálamenn þeirra. Ísraelarnir hafa sýnt að hægt er að semja frið við þá. Það er ekki hægt að líta sífellt framhjá staðreyndum eins og t.d. þeim sem ég nefndi að ofan.

Nú er ég ekki að reyna að segja að Ísraelar séu eintómir englar en hérlendis er alltaf allri sökinni velt á þá í stað þess að skoða málin hlutlægt. Það er augljóslega ekki í lagi. Voru ekki nánast allir hér sem ruku upp til handa og fóta þegar Mavi Marmara málið kom upp? Video af þeim atburðum sýndi glögglega hvað gerðist en það var auðvitað ekki rætt. Hvers vegna?

Helgi (IP-tala skráð) 29.11.2011 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband