Pólitískir „kynvillingar“

Upp er að runnið síðasta tækifæri óánægðra stjórnarþingmanna,  bæði í Samfylkingunni og VG, að ákveða í hvoru liðinu þeir ætla spila, stjórn eða stjórnarandstöðu. Það er ótækt að einstaka leikmenn í stjórnarliðinu leiki einungis á eigið mark og skori hvert sjálfsmarkið á fætur öðru til þess eins að fita púka stjórnarandstöðunnar á fjósbitanum.

Sjái þessi pólitísku „kynvillingar“ ekki að sér strax eiga þeir hreinlega að koma formlega út úr skápnum,  yfirgefa stjórnarliðið, og ganga til liðs við stjórnarandstöðuna og koma henni til valda. Það liggur beinast við og væri ærlegast.

Þessi fífl halda að þau afli sér vinsælda hjá almenningi með því einu að bruna, í einhverju óvinsældarmálinu,  upp eigin vallarhelming og skora í eigið mark. Stjórnarandstaðan fagnar að vísu hverri  slíkri uppákomu og klappar allt hvað af tekur, en almenningi er ekki skemmt.

Það er klárt að til stjórnarandstöðunnar munu þetta óánægjupakk ekki sækja sér fylgi þegar það hyggst endurnýja  umboð sitt í næstu kosningum. Hætt er við að þá verði þeir fáir, fyrrum fylgismenn þessa liðs, sem ekki hafa fengið fullkomlega upp í kok af þessu liði, og muni þá ljá öðrum atkvæði sitt til að framlengja ekki vitleysuna eða endurtaka sín fyrri kjörklefamistök.  

Kjósendur eru nefnilega ekki fífl eins og þessir pólitísku „kynvillingar“ virðist halda.

   


mbl.is Stjórnarkreppa í augsýn?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Amen.

hilmar jónsson, 23.1.2012 kl. 19:51

2 identicon

Þú ert maður með fyrirlitlegar skoðanir, Axel. Og greinilega skelfingu lostinn yfir þróun mála.

Sem betur fer þá endurspeglar þú ekki skoðanir meirihluta þjóðarinnar, og langflest okkar munu því ekki deila þeirri nístandi og vanmáttugu reiði sem á eftir að heltaka þig meðan þú fylgist með vinstriflokkunum tæta sjálfa sig í sundur.

Birgir (IP-tala skráð) 23.1.2012 kl. 19:58

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ef skoðun mín á þessu máli er fyrirlitleg Birgir, þá hlýt ég að vera á sömu hillu settur og Nasistar, Síonistar og öll önnur skoðanaskítseyði heimsins ? Ekki amalegt það!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 23.1.2012 kl. 20:05

4 identicon

Góður pistill Axel Jóhann. Og ég vona svo sannarlega að ályktun þín í síðustu setningunni reynist rétt. Þó þessi Birgir (19:58) fylli mig ekki bjartsýni.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 23.1.2012 kl. 20:09

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir þetta innlegg Haukur og takk fyrir þitt amen Hilmar.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 23.1.2012 kl. 20:12

6 Smámynd: hilmar  jónsson

Birgir, ég er ekki viss um að hrunflokkurinn hafi meðbyr eða treysti sér í stjórn alveg á næstunni, þjóðin er ekki alveg svo gleymin þó slæm sé.

En talandi um fyrirlitlegt, þá veit ég fátt aumara en þora ekki að rífa kjaft nema undir nafnleysi..

hilmar jónsson, 23.1.2012 kl. 20:16

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tek að vissu leyti undir skoðun Birgis, nema ég vil ekki kalla skrif þín fyrirlitleg minn kæri Axel.  En ég er á þeirri skoðun að meirihluti ríkisstjórnarinnar ásamt Hreyfingunni hafi þarna spila sig út í horn.  Í fyrsta lagi voru það mistök að fara af stað með þessa frávísunartillögu á frávísunartillögu Bjarna Ben. Ásta Ragnheiður hafði fengið álit lögfróðra manna um að tillagan væri þinghæf.  Þar með bar henni eins og hún hefur sjálf sagt að setja hana á dagskrá.  Annað hefði verið ólýðræðislegt.  Afstaða þeirra Ögmundar og Guðfríðar Lilju er skiljanleg í þessu ljósi.  Einnig Árna Páls og Össurar.  Þið verðið bara að virða lýðræðið.  En ég skil auðvitað ótta ykkar (og minn) um að Sjálfstæðisflokkurinn komist að völdum.  En það má aldrei verða til þess að ætla að keyra yfir lýðræðið.  Það verða því Ögmundur og Guðfríður Lilja, ásamt öðrum þeim sem kusu þessa vantrausttillögu burt sem verða í hugum meiri hluta þjóðarinnar sem fulltrúar réttlætisins, og hinir sem hafa ekkert núna fram að bera nema hefndarþorsta og reiði, verður refsað.  Þannig er það bara á upplýsingaöld.  Og ég er ekkert viss um að þessi frávísunartillaga Bjarna verði samþykkt.  Og ef svo verður, þá mun koma til sannleiksnefnd eða eitthvað sambærilegt sem mun verða mun víðtækara en þessi henging Geirs, og miklu áhrifaríkari.  Það er ekki eins og allt sé búið spil með þessu.  Almenningur mun ekki sætta sig við að málið deyji út, þó menn vildi hafa lýðræðið í heiðri. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.1.2012 kl. 20:37

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég er hreint ekki viss um að þessi afgreiðsla á Alþingi sé lýðræðið í hnotskurn Ásthildur. Ég óttast að þarna sé bara gamla valdaklanið að tryggja sinn framgang, með svikum, kúgunum og öðrum þeim meðulum sem duga kunna og hafa gert fram að þessu.

Lýðræðið í hnotskurn, fojj!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 23.1.2012 kl. 21:07

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já við skulum bíða og sjá hvernig sagan túlkar þetta.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.1.2012 kl. 21:19

10 identicon

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 23.1.2012 kl. 22:48

11 Smámynd: Villi Asgeirsson

Sammála, Axel. Nú er bara vonandi að þjóðin sýni þessum þingmönnum hvað henni finnst, að hún kjósi ekki djöfullinn sem hún þekkir því hún er hrædd við það sem hún þekkir ekki.

Villi Asgeirsson, 24.1.2012 kl. 08:19

12 identicon

Sæll.

Þetta landsdómsmál sýnir greinileg að margir skilja ekki tilurð kreppunnar. Dettur engum vinstri manni í hug að spyrja hvaðan peningarnir sem bankarnir lánuðu komu? Stór hluti af þeim kom erlendis frá en hvaðan fengu erlendu bankarnir sína peninga? Slóðin endar öll á sama staðnum. Þar er að finna raunverulegar rætur kreppunnar. Svo virðast margir gleyma því að hrun varð í öðrum löndum líka. Ber Geir ábyrgð á því líka?

Átti Geir garmurinn að skipta sér að rekstri einkafyrirtækja? Átti hann að bjarga bönkunum undan eigendum sínum og stjórnendum? Átti hann að skoða gaumgæfilega ársreikninga bankanna til að fullvissa sig um að þeir væru í lagi? Bar Geir líka ábyrgð á FME?

Hrunið þarf að gera upp í gegnum sérstakan saksóknara en ég óttast mjög að dómstólar ráði ekki við þetta verkefni. Dómstólar hér ráða bara við sjoppurán og fæstir dómarar sem hafa nokkurn skilning á flóknum brotum og munu því sýkna. Exeter málið er vonandi ekki það sem koma skal. Þeir sem brutu af sér þurfa að fá dóma.

Helgi (IP-tala skráð) 29.1.2012 kl. 18:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband