Helvítis kapítalisminn

Væri ekki nær fyrir hinn ábyrgðalausa Ögmund að beina spjótum sínum að innlendum mannréttindabrotum, sem t.d eru gerð fyrir hans framgöngu?

Var það ekki baráttumál Ögmundar að lífeyrissjóðir opinberra starfsmanna yrðu ríkistryggðir einir sjóða?

Ögmundur hefur orðið uppvís að því að sóa fé lífeyrissjóðsfélagsmanna sinna sem stjórnarmaður og síðar sem formaður lífeyrissjóðsins. Hann segist ekki bera ábyrgð á tapinu, það geri kapítalisminn! Ó, mikil ósköp!

Hver ætli sé skoðun Ögmundar á hinum hrópandi mismun á almennum lífeyrissjóðsgreiðendum sem verða ekki aðeins að bera sitt tap vegna tapaðra fjárfestinga heldur jafnframt að bera tap lífeyrissjóða opinberra starfsmanna sem eru ríkistryggðir og þurfa ekkert tap að þola hversu  illa sem þeim var stjórnað af Ögmundi og hans líkum.

En þetta var auðvitað allt helv.... kapítalismanum að kenna.


mbl.is Mannréttindi alltaf í fyrsta sæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Aumingja Ömmi. En hann getur svo sannarlega sjálfum sér um kennt.

hilmar jónsson, 11.2.2012 kl. 22:16

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Nú á Ömmi bágt.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 12.2.2012 kl. 03:02

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já karlgreyið, það er erfitt að snúa sig út úr hlutunum svona eftir á.  Svo má ekki gleyma að Steingrímur hefur gefið á hann skotleyfi, ekki bætir það úr skák.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.2.2012 kl. 13:09

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Heggur sá er hlífa skyldi.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 12.2.2012 kl. 13:22

5 identicon

Sæll.

Þetta rugl allt saman hefur ekkert með kapítalisma að gera. Gott væri að fólki kynnti sér aðeins hvað hugtakið merkir. Kapítalismi hafði ekkert með kreppuna að gera.

Helgi (IP-tala skráð) 12.2.2012 kl. 23:06

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Helgi þetta er álíka mikil steypa hjá þér eins og að segja að bílvélin sem drífur bílinn áfram hafi ekkert með bílinn að gera.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.2.2012 kl. 07:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.