Af hverju er ræningjanum ekki sleppt?

Ef notuð er sama hundalógík og m.a. er brúkuð í tilraun einstakra þingmanna að ónýta ákæruna gegn Geir H. Haarde, að ekki gangi að ákæra Geir einan  meðan aðrir sleppa, þá ætti þessi seinheppni ræningi líka að sleppa alfarið við refsingu. Því hann sætir einn ákæru, rétt eins og Geir, á meðan sökunautar hans sleppa.

Alþingi þarf að grípa í taumana og leysa pólverjann úr klóm ákæruvaldsins um leið og það veitir  Geir lausn, annað væri óréttlæti.

Það segir sig eiginlega sjálft!


mbl.is Fimm ára fangelsis krafist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hárrétt Axel Jóhann. En áður en Alþingi grípur í taumana þyrfti að kalla saman grátkór í Hörpu. Einstakt tækifæri fyrir SUS, unga Valhallar stráka og stelpur til að sýna hvað í þeim býr.  

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 21.2.2012 kl. 23:15

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er alltaf gaman þegar stuttbuxnaliðið kemur saman til að brjóta heilann um eitthvað sem er þeim vitsmunalega ofvaxið, sem er raunar flest frá Gagn og gaman og uppúr.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 21.2.2012 kl. 23:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband