Íhald og Framsókn hafa grafið sína eigin gröf.

Það er gleðilegt að Hr. Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands skuli ætla að bjóða sig fram til áframhaldandi setu í embætti forseta Íslands. Þá er þeirri óvissu eytt.

En framboðið hans og væntanlegt endurkjör er líklegt að verða andstæðingum ríkistjórnarinnar, Framsókn og Íhaldi, sem hvað mest hafa hvatt hann og brýnt til framboðs, tvíbent sverð og högg í eigin und.

Það er allt útlit fyrir, eins og horfir í dag, að stjórnarskipti verði í næstu kosningum sem verða í síðasta lagi að vori á næsta ári.

Ef ekki fer betur í þeim kosningum en nú á horfir, má ætla að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn myndi þá saman ríkisstjórn.

En þá verður eitt hrópandi vandamál uppi á borði ríkistjórnarinnar.  FORSETINN!

Rúm þrjú ár verða þá eftir af kjörtímabili Ólafs Ragnars þegar sú stjórn verður mynduð, lungað úr kjörtímabili ríkisstjórnarinnar. Það er ekki víst að forsetinn, sem tekið hefur að sér hlutverk landvættanna, telji, þegar ríkisstjórnin sú fer að útdeila "íhaldsréttlæti" sínu, að allt sem frá henni komi sé á vetur setjandi.

Það er ekki ólíklegt að þá muni Guðni Ágústsson og fleiri núverandi stuðningsmenn forsetans rifja það upp, ómengað, sem þeir hugsuðu og sögðu um forsetann þegar hann hafið synjað fjölmiðlalögunum forðum.

Þá verður gaman að lifa.

 Ekki skemmir það fyrir, að forsetinn mun vinna kauplaust næsta kjörtímabil, geri aðrir betur! 


mbl.is Ólafur Ragnar gefur kost á sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sverð hefur yfirleitt tvær beittar hliðar.  Ég er ósköp ánægð með að forsetinn ætli að sitja áfram.  Og ekki verður ánægjan minni er þetta fer eins og þú segir.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.3.2012 kl. 15:39

2 identicon

Heill og sæll; Skagstrendingur, vísi !

Auðveldlega; get ég horft yfir brogaða fortíð Ólafs Ragnars, í ljósi þeirrar staðreyndar, að hann ÞORÐI; þegar þing luðrurnar heyktust - og skipti þá litlu, hvert flokka ræksna, átti í hlut, fornvinur góður.

Á meðan; við eigum til menn, sem óhikað standa gegn frekju og ofríki annarra, eins og Breta og Hollendinga, er einhver smá skíma, handan ganganna, Axel minn.

Manstu nokkuð, hvort Bandaríkjamenn, hafi ábyrgst spila skuldir, Las Vegas fíklanna - fremur en Frakkar; gagnvart Monte Carló, æfintýra gosunum ?

Ég; fylgismaður ódýrs Landshöfðingja - eða þá Ríkisstjóra (að: 3/4 ódýrari en Forseta embætti útheimtir), get ekki annað, en samfagnað þeim fylgjendum Ó.R. Grímssonar, mannsins;; sem ÞORIR, þrátt fyrir allt, Axel minn.

Og; alveg burt séð frá, hvað ÖÐRUM finnist um manninn, vitaskuld !

Með beztu kveðjum; í Suð- austanverða Gullbringusýsluna /  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 4.3.2012 kl. 15:44

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Axel, hin hliðin skiptir líka máli. Eins og Ásthildur benti á, þá er sverðið tvíeggja.

Þykir þér líklegt að Ólafur heyktist á því að rass-skella hægri stjórn (íhald og framsókn, eins og þú nefnir) ef viðkomandi ætlaði að misnota aðstöðu sína í líkingu við þessa hörmungarinnar vinstristjórn?

Kolbrún Hilmars, 4.3.2012 kl. 16:45

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Veistu Kolbrún það hvarflar ekki að mér að hann heykist á því að verja okkur gegn þeim tveim öflun frekar en "sínu eigin fólki".  Hann er jú guðfaðir þessarar ríkisstjórnar.  Taldi sig vera að koma á fót því besta sem var í stöðunni.  Það er ekki honum að kenna að fólki það brást gjörsamlega.

Og af hverju er fólk svona hárvisst um að hér sé annað hvort eða fjórflokkurinn langsum og þversum.  Fólk er farið að tvístrast það sýnir flokkur Lilju, og þá er Breiðfylkingin eftir. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.3.2012 kl. 16:52

5 identicon

Komið þið sæl; á ný !

Axel Jóhann !

Mér finnst; sem þú verðir að þakka; þeim Ásthildi Cesil - svo Kolbrúnu, okkar kæru fornvinkonum, fyrir skynsamleg innlegg, sín, ekki satt ?

Sömu kveðjur - sem seinustu, vitaskuld / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 4.3.2012 kl. 16:53

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Óskar ég verð að knúsa þig

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.3.2012 kl. 16:56

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég þakka öll innleg Óskar. 

Axel Jóhann Hallgrímsson, 4.3.2012 kl. 16:57

8 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ja, Axel má alveg svara þessum spurningum sjálfur hér á eigin síðu. Aldrei hefur verið sótt að fjórflokknum eins og nú, af kjósendum. Sama hvort kallast vinstri eða hægri.

Ég held að stjórnmálafræðingurinn, forsetinn, sé skrefi á undan okkur hinum. Ætli Mikki Mús og fjölskylda í Andabæ sem eru sögð hafa skrifað undir forsetaáskorunina, séu ekki líka skrefinu á undan. :)

En við hin erum að ná þessu - svona smátt og smátt...

Kolbrún Hilmars, 4.3.2012 kl. 17:03

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já gott ef ekki er Kolbrún.  Malið er að Ólafur Ragnar er víðförull maður og hefur rætt við allskonar fólk um allan heim, ef það víkkar ekki sjóndeildarhringinn þá veit ég ekki hvað.  Meðan Jóhanna og Steingrímur hafa ekki farið mikið til viðræðna auðvitað synti Steingreímur í Gangesfljóti en lengra nær það ekki.  Þau eru óttalegir heimótta gemsar, með sína þröngu rörsýn og óttablandna virðingu fyrir ráðamönnum erlendis. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.3.2012 kl. 17:46

10 Smámynd: hilmar  jónsson

Það er einkennileg tilhneiging hjá sumum eins og td Ásthildi og Kolbrúnu að bölva fjórflokknum, ekki síst í ljósi þess að í annan stað virðist liggja í orðum þeirra sú ósk heitust að Hrunflokkur Davíðs komist sem fyrst aftur til valda.

hilmar jónsson, 4.3.2012 kl. 20:13

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já er það ? Hilmar, ertu þá að segja að Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki hrunflokkur? Hahahaha þeir eru nefnilega ásamt Framsókn og Samfylkingu aðal hrunflokkar landsins.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.3.2012 kl. 20:24

12 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Hilmar, að "bölva" fjórflokknum er ekki tilhneiging heldur pólitísk skoðun.

Bara svona til þess að hafa það á hreinu... :)

Kolbrún Hilmars, 4.3.2012 kl. 21:50

13 Smámynd: hilmar  jónsson

En að mæra íhaldið þar á milli, hvað er það Kolbrún ?.... Köllun ?

Ásthildur þú ert greinilega eitthvað að misskilja...

hilmar jónsson, 4.3.2012 kl. 22:02

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nebb Hilmar þú ert að misskilja ef þú heldur að ég vilji frá Dabba og kó að kjötkötlunum, þá er það regin misskilngur. Það er bara þannig.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.3.2012 kl. 23:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband