Lögverndað okur á unglingum

Margumtöluð SMS lánastarfsemi, hvar markhópurinn er aðallega unglingar, er ekkert annað en hreinræktuð Mafíustarfsemi í sinni skýrustu mynd.

Það eitt að þingmenn skuli tippla á tánum og naga á sér neglurnar meðan þeir íhuga hvort okurlán boðin unglingum, sé  heilbrigð starfsemi eða ekki, segir manni að það sama þing sé ekki skyldu sinni vaxið.

Það getur aldrei verið heilbrigt eða eðlilegt að okurlánastarfsemi, sem tekur þúsundir eða tug þúsunda prósenta í árs vexti, fái þrifist hvort heldur er lögum samkvæmt eða hreinlega vegna skorts á lögum. 

Jafnvel þó menn beri fyrir sig marg jórtruðu hugtakinu um frelsi einstaklingsins, sem ákveðin stjórnmálaflokkur gerir sig út á, þá nær frelsi eins aldrei lengra en þangað sem frelsi annars byrjar.

Viðurkenna ekki allir, sem ekki eiga hagsmuni að gæta, að þessi starfsemi sé röng og af hinu illa? Hvað er þá að, af hverju fær þessi mafíustarfsemi að grassera, eins og ekkert sé sjálfsagðara?

Með aðgerðaleysi Alþingis njóta þessir okrarar þingverndar, ekki amalegt það.

.

.

Er komin tími á húsbóndaskipti á Bessastöðum, eða ekki? Kíkið á könnunina hér til vinstri!

 
mbl.is Svíar herða kröfur um smálán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Skil það ekki frekar en þú og vona að kortafyritækin verði til í að hjálpa til við að stoppa þetta, allavega á meðan Alþingi er að hugsa málið.

Er mögulegt að það skipti þá litlu sem engu á meðan þeirra fólk er ekki takandi þessi lán ? Eða eru fyrirtækin í eigu ,,réttra aðila" sem ekki má stugga við ?

Það er helst þetta tvennt sem mér dettur í hug sem mögulega skýringu á að þau fá að halda ótrauð og óhindruð áfram. Vona að ráðherra komi með frumvarp sem þarf til að stoppa þessa þróun. Við þurfum ekki á þessum nýja viðbótarvanda að halda.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 21.3.2012 kl. 18:21

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég treysti engum, sem hafa tekjur af því að lána peninga, til að koma að lausn vandans. Löggjafinn einn getur leyst málið, en viljinn til þess virðist lítill eða enginn. Af hverju, hver ræður för á Alþingi?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 21.3.2012 kl. 18:28

3 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Er að hlusta á fréttir á Stöð 2. Ögmundur ætlar að finna lausn á þessu og vonar að hann nái því á meðan hann er í ráðuneytinu. Ég vil trúa því að hann klári þetta og setji þá lög ef annað dugar ekki.

Viljaskortur almennt, skil það ekki heldur ?? Nema af þeim tveimur mögulegu ástæðum sem ég nefndi í fyrra kommenti mínu.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 21.3.2012 kl. 18:44

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hann Ögmundur! Hann gerir ekkert í málinu þó hann næði því að lifa sólina.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 21.3.2012 kl. 18:51

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ögmundur er ekkert nema skakkur kjafturinn.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 21.3.2012 kl. 18:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.