Vonandi lifa menn glaðan dag eftir þetta atvik

Voðalegt mál er þetta varðandi Einar Magnús veðurfræðing, honum urðu á mistök í upptöku, sem tæknimenn sjónvarpsins kórónuðu svo með því að klúðra útsendingunni.

Hvaða læti eru þetta, á blogginu og ekki hvað síst á fésinu? Verða okkur öllum ekki á mistök daginn út og daginn inn, frá fæðingu til dauða?

Vonandi birtir aftur á morgun hjá þeim sem sjá ekki fram úr þessu „vandræða atviki“.


mbl.is Veðurfréttamaður RÚV vekur athygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta voru skemmtileg mistök, svona ágætis tilbreyting frá hversdagsleikanum. Ég vildi sjá Einar Magnússon veðurfræðing bregða aftur á leik fyrir landsmenn. Takk fyrir þessa óvæntu skemmtun, Einar og tæknimenn RÚV. Það birti upp í sálinni.

Einar Ingvi Magnússon (IP-tala skráð) 10.4.2012 kl. 09:57

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sammála þessu Einar

Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.4.2012 kl. 10:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband