"Íslendingar hunsa þau verkefni sem mestu skipta en eyða þess í stað orku sinni í tittlingaskít"

Í grein í Fréttablaðinu, hvar frá er skýrt á Vísi.is, kemst Árni Páll Árnason að kjarna málsins, grunni þess vanda sem Íslenska þjóðin á við að etja í dag. Það er þó ekki afleiðing hrunsins, ekki gjaldeyrishöftin eða staða atvinnumálanna eins og ætla mætti. Aðalvandamálið er hinn algerri viljaskortur á Alþingi Íslendinga að takast á við þessi vandamál og leysa þau. Án vilja til þess verða vandamálin óleyst og viðvarandi.

Á Alþingi kristallast vandinn í þeirri staðreynd að ríkisstjórnin stendur afar tæpt og á því í ákveðinni tilvistarkreppu. En tæp staða ríkisstjórnarinnar er samt ekki aðalvandinn á Alþingi. Stjórnarandstaðan er aðalvandinn, stjórnarandstaða sem forðast eins og heitan eldinn að axla ábyrgð og koma að lausn vanda landsins. En nýtir þess í stað allan styrk sinn til þess að þvælast sem mest fyrir og spilla málum sem mest fyrir þeim sem þó reyna sitt besta.

Eða svo notuð séu tilvitnuð orð Árna í Laxness,  að þeir;  „hunsi þau verkefni sem mestu skipta en eyði þess í stað orku sinni í tittlingaskít“.

Mottó stjórnarandstöðunnar og sumra stjórnarþingmanna virðist vera -að betri sé fullur skaði en enginn-, eins og einhver orðaði það svo skemmtilega.

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég nenni nú sjaldnast að lesa það sem Árni Páll lætur frá sér fara. En hann er kominn í kosningarham og er ekki sá eini. Í það minnsta 30 þingmenn munu missa djobbið næsta vor og eru eðlilega farnir að þreifa fyrir sér. Árni Páll á líklega eftir að skipta um flokk, færi sig til hægra þar sem hann á heima. Hann  er enginn jafnaðarmaður. Eða vinir hans í bönkunum útveg honum lifibrauð.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 10.4.2012 kl. 15:36

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hvað mál skyldi hann hafa sérstaklega í huga? ESB aðild? Kvótafrumvarpið? Stjórnlagaráð?  Ég sé allavega ekki að það hafi þurft neina stjórnarandstöðu til að klúðra því sem var þeirra klúður frá byrjun.

Það er panikk í stjórnarlíðinu í klofinni stjórn sem hangir saman á einum dverg.  Nú er um að gera að finna sökudólga. 

Jón Steinar Ragnarsson, 10.4.2012 kl. 16:17

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Haukur, þriðjungur Sjálfstæðisflokksins hið minnsta eru jafnaðarmenn sem hafa misskilið sjálfa sig eða talið frama sínum betur borgið innan Íhaldsins en með sínum líka.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.4.2012 kl. 16:42

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Skoðun þín Jón Steinar kemur ekki á óvart, höggva skal áfram þar sem síst skyldi og reyna hvað mest að ala á sundrunginni, sem virðist það eina sem þeir kunna sem hvað næst Stalín gamla standa.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.4.2012 kl. 16:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband