Vanhæfur, vanhæfari, vanhæfastur

Aðferðafræðin við mat á hæfi og vanhæfi dæmenda í þessu máli og fleirum er giska brosleg. Sú skoðun  meðdómarans, ein og sér, að gera ætti Breivik höfðinu styttri gerir hann ekki vanhæfan. Hann er vanhæfur af því að hann asnaðist til að hafa orð á því. Það er því okkar vitneskja um skoðun hans sem gerir hann vanhæfan, ekki skoðunin sjálf, sem slík.

Allir dómarar málsins kunna að hafa sömu skoðun, eða jafnvel enn harðari, en eru ekki vanhæfir, því þeir héldu sér saman.  Ég ætla ekki að gera Norðmönnum upp skoðanir, en þeir eru örugglega ekki margir sem ekki óska Breivik til andskotans.


mbl.is Einn dómenda sagður vanhæfur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bernharð Hjaltalín

Sæll, það voru margir með þá skoðun eins og dómarinn sem á að vera vanhæfur,

það er verið að gera þennan harmleik að fjólleikahúsi, hvað með aðstaðendur þeirra sem

dóu og þá sem lifðu harmleikinn af, þetta mál er frétt númer eitt á flestum sjónvarpsstöðvum, sem getur orðið til þess að einhver vill toppa þannan atburð.

Hér á að vera lokað réttarhald og fjölmiðlar fái takmarkaðar upplýsingar í einu til að minka æsifréttamennsku.

Bernharð Hjaltalín, 17.4.2012 kl. 08:21

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mikið skil ég þennan dómara og aðra sem hugsa á sömu lund.   Þetta er ekki manneskja heldur skrýmsli í mannsmynd.  Hvernig ætli móður hans líði?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.4.2012 kl. 10:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.