Þeir sem ekki virða 1. maí, hafa enga sjálfsvirðingu

1_%20maiÞað er þeim verslunareigendum til skammar sem ætla að hafa búðir sínar opnar 1. maí og virða ekki frídag starfsmanna sinna.

Fólk sem nýtir sér opnun verslana og aðra þjónustu, sem að öllu jöfnu er lokuð 1. maí, ætti að spyrja sjálft sig, hví í ósköpunum það sé sjálft að slæpast þennan dag í stað þess að vera í vinnunni eins og þeim finnst eðlilegt að verslunarfólkið geri.

Segjum verslunareigendum skoðun okkar á þessari  móðgun þeirra við launafólk. Styðjum okkur sjálf með því að hundsa opnun búðanna.

 


mbl.is Hvetja til þess að sniðganga verslanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ehm, vaktfólk hjá opinberum og sjálfstæðum fyrirtækjum fá almennt ekki frí 1. maí, en vinnur þá á hærri launataxta þann dag, ekki satt?

Hvað fær vaktfólk í verslunum borgað aukalega á lögbundnum frídögum?

Jonsi (IP-tala skráð) 26.4.2012 kl. 08:55

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Af hvaða plánetu ert þú Jonsi?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 26.4.2012 kl. 09:53

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

1. maí, alþjóðlegur baráttudagur verkalýðsins,  er lögbundinn frídagur á Íslandi.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 26.4.2012 kl. 10:48

4 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Jónsi, Þær starfstéttir sem ekki má leggja af á frídögum, eru með ákveðið álag á launin á slíkum dögum. Aðrir eiga að vera í fríi.

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 26.4.2012 kl. 10:58

5 identicon

Ég held að margt fólk myndi frekar vilja nota frítímann sinn í að skoða í verslunum heldur en að sitja heima að leysa krossgátur.

Og verslunareigendum er og ætti að vera það í sjálfvilja sett að hafa opið svo fremur sem þeir greiða starfsfólki yfirvinnukaup enda kveða lög svo um... auk þess sem margir hafa gott af tímanum í vinnuni.

Er ekki full djúpt í árinni tekið að segja að þeir sem virði ekki daginn hafi enga sjálfsvirðingu ?

Allavega tel ég þína sjálfsvirðingu byggða á mjög innantómum gildum efþér þykir ekki svo og frábið mig því að hafa vott af slíkru "sjálfsvirðingu"

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 26.4.2012 kl. 13:05

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég biðst afsökunar Arnar, hafi innlit þitt og eigið innlegg hér á síðu, skaðað sjálfsvirðingu þína.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 26.4.2012 kl. 13:27

7 identicon

engar áhyggjur.. sjálfsvirðing mín er ósnortin

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 26.4.2012 kl. 13:30

8 identicon

Ástæðan fyrir því að ég vinn er sú að ég vill fá pening. Ástæðan fyrir því að ég var ráðinn í vinnu var sú að vinnuveitandi minn vildi fá þjónustu mína. Frekar pirrandi að fólk sé að segjast 'berjast fyrir mínum réttindum' og hindrar mig þá frá mínu samstarfi við vinnuveitanda minn.

Jón (IP-tala skráð) 26.4.2012 kl. 13:41

9 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Jón, þessi frídagur, sem aðrir lögboðnir frídagar eru borgaðir, beri þá upp á "virkan" dag.

Með tilslökunum af þessu tagi gefa menn smá saman eftir af réttindum sínum sem tekið hefur áratugi að ná fram. Kannski er það einmitt megin tilgangur vinnuveitenda í þessu máli.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 26.4.2012 kl. 13:53

10 identicon

Já ég fæ mitt, en atvinnuveitandinn minn fær ekki sitt. Hvaðan koma annars þessir peningar sem mér verða borgaðir fyrir 1. maí? Mér finnst það ekki mikil 'réttindi' að fá ekki að nýta sér þjónustu eða bjóða fram sína.

Verkalýðsfélögin hafa ekki náð fram neinum réttindum fyrir mig. Þau gera mér ekkert nema skaða. Taka af mér mína peninga og segja mér til um hvenær ég á að fá að vinna eða ekki.

Ég virði atvinnuveitanda minn fyrir að bjóða mér upp á vinnu og borga fyrir hana. Ég virði ekki verkalýðsfélögin fyrir að taka pening af launaseðlinum mínum gegn mínum vilja.

Jón (IP-tala skráð) 26.4.2012 kl. 14:15

11 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Jón, mig setur hljóðan yfir þessu bulli þínu. Alla síðustu öld stóðu félagar í verkalýðsfélögunum nánast í blóðugum átökum við atvinnurekendur til að bæta sín kjör. Þú og aðrir launþegar dagsins í dag eiga því fólki mikið að þakka. Hætt er við að hátt léti vælutónninn í þér í dag félagi, hefði þitt viðhorf ráðið för í sögu verkalýðsbaráttunnar á síðustu öld.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 26.4.2012 kl. 14:33

12 identicon

Launin mín eru hærri en lágmarkslaunin. Atvinnuveitandi minn metur því þjónustu mína meira heldur en hann þyrfti skv. lögum. Það er ekki verkalýðsfélögunum að þakka á neinn hátt. Ef ég væri atvinnulaus þá gæti ég þakkað verkalýðsfélögunum og lágmarkslaunum fyrir það. Ef ég væri akkurat á lágmarkslaunum þá gæti ég kannski þakkað verkalýðsfélögunum fyrir að hafa náð í smá meiri pening handa mér á kostnað þeirra sem fá ekki vinnu út af lágmarkslaunum og kjörum. Aðeins þeir sem eru hátt settir í verkalýðsfélögunum og fá launaseðil sinn frá þeim og tól þeirra halda því fram að verkalýðsfélögin geri gagn.

Jón (IP-tala skráð) 26.4.2012 kl. 14:43

13 Smámynd: Einar Steinsson

Mann setur virkilega hljóðan að lesa svona speki, sumum fer greinilega best að vera þrælar. Jón heldurðu virkilega að þín réttindi sem launþega hafi orðið til vegna manngæsku og göfuglyndis atvinnurekenda? Opnaðu augun og kynntu þér söguna.

Og ef þér finnst verkalýðsfélögin máttlaus og ekki gera neitt gagn er það af því að það eru of margir af félögunum aular sem hugsa eins og þú, verkalýðsfélögin verða aldrei sterkari en fólkið sem myndar þau.

Einar Steinsson, 26.4.2012 kl. 21:24

14 identicon

Ég held að þú vitir ekki hvað þræll er, Einar. Ég vinn í skiptum fyrir laun sem ég er sáttur við og atvinnuveitandi minn kaupir þjónustu mína fyrir verð sem hann er sáttur við. Ég fæ ekki laun mín út af manngæsku og göfuglyndi atvinnuveitanda míns heldur út af ákveðnum hlut sem heitir framboð og eftirspurn, sem á við á vinnumarkaði.

Málið er ekki að verkalýðsfélögin eru máttlaus heldur er málstaður þeirra slæmur og máttur þeirra of mikill. Ég kæri mig ekki um að vera meðlimur af þessum samtökum og ef það veikir þau þá er það mjög gott í mínum huga.

Jón (IP-tala skráð) 26.4.2012 kl. 22:18

15 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Jahérna. Sumir virðast ekki vita af hverju launakjör eru yfirleitt einhver.

Og við kærum okkur fæst um að fara í búð klukkan sex á aðfangadag og versla af Jóni, þó að hann langi e.t.v. mjög til að þjóna okkur akkúrat þá. En með því að skella skollaeyrum við lögboðnum frídögum og úthrópa þá sem krefjast þess að þeir séu virtir, má allt eins búast við að alltaf verði seilst lengra og frídagar um jól og áramót, páska og venjulegar helgar hverfi einn af öðrum út úr fríaflórunni.

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 29.4.2012 kl. 02:22

16 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er nákvæmlega málið Anna. Menn ganga endalaust á lagið og það eru einmitt "gáfumenn" eins og Jón sem eru veikustu hlekkir verkalýðshreyfingarinnar.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.4.2012 kl. 10:09

17 identicon

Jahérna. Sumir virðast ekki vita hvað framboð og eftirspurn er.

Það kemur engum við þó einhver vilji vinna klukkan 6 á aðfangadagskvöldi eða á 1. maí, enda halda ekki allir upp á jólin, páskana eða hátíðardag kommúnista. Ég væri frekar til í að semja um mína eigin frídaga heldur en að neyðast til að taka mér frí á þeim tímum sem henta verkalýðsfélagsstjórunum.

Jón (IP-tala skráð) 29.4.2012 kl. 22:39

18 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Já og gangi þér vel með þá samninga Jón, ég get ekki óskað þér annars.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.4.2012 kl. 23:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.