Af hverju þurfa þingmenn lengri frí en aðrir launamenn?

Þingmenn ræða þessa dagana um starfslok Alþingis þetta vorið, sem önnur. Það er undarlegt að menn svo mikið sem orði það að ljúka störfum þingsins, þegar mörgum málum, stórum sem smáum er enn ólokið.

Alþingi á auðvitað að starfa áfram og svo langt inn í sumarið sem þurfa þykir, uns þau mál sem fyrir þinginu liggja hafa verið kláruð og þau afgreidd.

Það er afleitt þetta forna verklag á þingi, sem enn mótast af tíðahring hins gamla bændasamfélags, þó einhverjar smávægilegar breytingar hafi verið gerðar í seinni tíð.

Eðlilegast er að þingið starfi allt árið og þar verði aðeins tekin hin hefðbundnu frí vinnumarkaðarins og jafn löng, kringum jól og páska auk venjulegs mánaðar sumarfrís eins og tíðkast hjá öðru vinnandi fólki.

vacationNúverandi verklag getur af sér óvönduð og ómarkviss vinnubrögð, sem óhjákvæmilega verða þegar stöðugt er unnið í tímapressu auk þess sem það eykur vægi málþófs eins og stundað er þessa dagana rétt fyrir fyrirhuguð þinglok.

Dögum saman fyrir þinglok snúast fréttir af þinginu um fátt annað en þann glundroða,  aga- og ábyrgðarleysi sem auðkennir störf þingsins þegar frí þingmanna er handan við hornið.

Allir hljóta að sjá þetta, þingmenn ekki hvað síst. Það er því undarlegt að þessu hafi ekki verið breytt til hins betra, nema auðvitað að þingmenn telji að með breytingunni verði gengið á þeirra „rétt“. Þeir hafa allavega ekki verið sárhentir blessaðir þegar ganga þarf á og skerða rétt og kjör hins almennra borgara í þágu samfélagsins.


mbl.is Dregst þingið fram yfir forsetakosningarnar?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er vegna þess að þingmenn eru þroskaheftir, hvað annað getur það verið.. ekkert!

DoctorE (IP-tala skráð) 22.5.2012 kl. 07:46

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

DoctorE, er þroskaheftingin áunnin eða meðfædd hjá þingmönnum?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 22.5.2012 kl. 07:53

3 identicon

Tek undir með þér Axel. Þetta er með öllu óþolandi hvernig þetta fólk fær þvílík réttindi fram fyrir aðra hér í okkar þjóðfélagi. Svo maður minnist nú ekki á lífeyrisréttindinn. Það er til háborinnar skammar. 4 ár á þingi og þú ert komin með meiri réttindi en verkamaður í 20 ár. Varðandi komment Doctors E, þá virðist sem þessi þroskahefting ávinnist á mjög skömmum tíma eftir að fólk tekur til starfa inni á þingi.

M.b.kv.

Sigurdur Kristjan Hjaltested (IP-tala skráð) 22.5.2012 kl. 08:11

4 identicon

Ég lagði sömu spurningu fyrir 40 árum einn starfandi þingmann, sem þú settir fram í upphafi. Hann svaraði mér af bragði. "Við þurfum að rækja skyldur í okkar kjördæmi, hlusta á stuðningsfólk okkar og "liðka fyrir málum" sem til góða koma fyrir kjördæmið. Semsagt kjördæmapot og veiðar á atkvæði þegar fer að nálgast kosningar.

Þessvegna langt langt sumarfrí..

Jóhanna (IP-tala skráð) 22.5.2012 kl. 13:14

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Jóhanna, þennan hef ég heyrt áður og finnst hann nokkuð góður. Ég var í sveitarstjórn norður í landi eitt kjörtímabil á síðustu öld. Við fengum okkar árlegu þingmanna heimsóknir ekki vantaði það.

Þær fóru þannig fram að allir komu þeir saman (í sparnaðarskini auðvitað), þeir tóku í hendurnar á okkur hreppsnefndarmönnum og sveitarstjóra, tóku svo einn hring á skrifstofunni, kvöddu og fóru með svo búið. Þeim gáfu þá skýringu á asanum að þeir ætluðu að ná því að kíkja inn hjá öllum hreppunum í sýslunni sama daginn.

Hafi sami háttur verið hafður á í hinni sýslunni í kjördæminu þá tók þessi kjördæmavísitering þingmanna heila tvo daga, þannig að þingstörfin þurftu ekki að líða hennar vegna. 

Axel Jóhann Hallgrímsson, 22.5.2012 kl. 17:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.