Rekum Guðjón, rekum hann, ekki seinna en í gær!

Þær voru kaldar kveðjurnar sem Guðjón Þórðarson knattspyrnu „þjálfari“  Grindavíkur sendi liði sínu í fréttum eftir leikina við Keflavík og Fram. Hann sagði eitthvað á þá leið að liðið væri samansafn vesalinga, sem ekkert gæti í fótbolta eða nennti að spila hann.

Þetta eru skemmtileg og uppbyggjandi skilaboð, sem hann sendir sínu liði, eða hitt þó heldur. Hlutverk þjálfara hlýtur að vera umfram allt annað að byggja liðið upp ekki síst andlega og stappa í það stálinu og ekki hvað síst í mótlæti, en ekki að brjóta það niður.

Hverju hefur þessi vindbelgur verið að sinna undanfarnar vikur? Varla þjálfun liðsins, svo mikið er víst, sé litið til árangursins.  Nú hefur enn eitt stórtapið bæst við afrekaskrá Guðjóns í Grindavík. Það verður fróðlegt að heyra hverju hann kennir um núna, ekki sjálfum sér svo mikið er víst, hans egó er meira virði en árangur liðsins.

Ég labbaði um daginn, einu sinni sem oftar, í gegnum vallarsvæðið , þá stóð yfir æfing í austan strekking og kalsa. Liðið var að sprikla inn á æfingarvellinum, en Guðjón hvar var hann? Jú hann húkti, ásamt aðstoðarmönnum, hokinn upp við skjólgirðinguna við enda  aðalvallarins, í skjóli, blessaður karlinn. Þannig er Guðjón,  hann passar alltaf uppá að vera sjálfur í skjóli en lætur aðra taka skellina.

Ég er fráleitt áhugamaður um knattspyrnu, en hef metnað fyrir mínu samfélagi.  Það væri sorglegt fengi þessi „bitvargur“ og kjaftaskur að leika lausum hala nógu lengi til að koma í veg fyrir að Grindavík hafi möguleika á að vera meðal efstu liða í deildinni.

Hvað er þetta vindbelgs viðrini að gera í stöðu þjálfara? Hann brást Grindavík áður og hann bregst Grindavík  líka núna. Tími Guðjóns sem þjálfara er löngu liðinn.  Í ljósi ferils Guðjóns átti auðvitað ekki að ráða hann en það var því miður gert, þrátt fyrir miklar efasemdir og viðvaranir.

Grindvíkingar hífum upp um okkur brækurnar, bætum fyrir mistökin, stöndum uppréttir og rekum fíflið strax!

Allt er betra en þetta!

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er þetta ekki ein af hetjum íslands.. íslendingar tilbiðja svona gúbba

DoctorE (IP-tala skráð) 22.5.2012 kl. 09:55

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það eru skiptar skoðanir um það.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 22.5.2012 kl. 10:01

3 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Sem fyrrverandi Garðbæingur og stuðningsmaður Stjörnunnar þá get ég ekki annað en glaðst yfir "mínum mönnum" og samhryggst þér.

Sigurður I B Guðmundsson, 22.5.2012 kl. 11:04

4 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þarf ekki að byrja á því að reka fíflið inn á völlinn, og láta hann hlaupa með mannskapnum.

Sigurgeir Jónsson, 22.5.2012 kl. 12:14

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég hleraði það áðan, en sel það ekki dýrara en ég keypti það, að rauða strikið væri í næsta leik.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 22.5.2012 kl. 12:18

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hér er slóð á viðtal við Guðjón eftir Stjörnuleikinn. Hér er hann mikið hógværari en í fyrri viðtölum. Samt er enga hvatningu að finna fyrir liðið aðeins gagnrýni og aðfinnslur og leit að eigin upphafningu.

Dæmi hver fyrir sig.

http://visir.is/section/MEDIA99&fileid=CLP11452

Axel Jóhann Hallgrímsson, 22.5.2012 kl. 19:53

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er spurning hvort Guðjón eigi ekki að fara á sjónminjasafnið sem ofmetnasti þjálfari landsins í gegnum tíðina sem og fleiri deildir safnsins.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 22.5.2012 kl. 20:10

8 identicon

Svona gerist þegar menn vinna ekki vinnuna sína. Ef maður vinnur vinnuna sína þá vinnur maður. Hve oft þarf Guðjón eiginlega að benda á þetta?

Bergur Ísleifsson (IP-tala skráð) 22.5.2012 kl. 20:22

9 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Bergur, Guðjón bendir aðeins og alltaf á að aðrir í liðinu vinni ekki sína vinnu, hann heldur sér alltaf til hlés þegar illa gengur. Er hann ekki höfuð liðsins?

En hver er svo mestur og bestur að unnum leik loknum?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 22.5.2012 kl. 20:35

10 identicon

Þetta átti nú að vera kaldhæðni hjá mér ... Guðjón notar þennan frasa sífellt um aðra en vinnur svo augljóslega ekki sjálfur sitt eigið verk.

Bergur Ísleifsson (IP-tala skráð) 22.5.2012 kl. 22:51

11 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég misskyldi þig "rangt" eins og sagt var. Allt í góðu.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 23.5.2012 kl. 07:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.