Horfa álitsgjafar viljandi í gegnum kíkinn með blinda auganu?

Mér leikmanninum finnst þessi neikvæðu viðbrögð Möppudýrafræðinganna varðandi hugmyndir um flutninga á hreindýrum til Vestfjarða lykta illa af fordómum og forneskjulegri íhaldssemi. Möppudýrafræðingarnir bera helst fyrir sig hugsanlega hættu á útbreiðslu sjúkdóma að austan og vestur verði af flutningum hreindýra vestur  og hafna því alfarið hugmyndinni. Án þess að styðja þá skoðun með haldbærum rökum og tilvísun í rannsóknir.

Það er ljóst að ekki má, samkvæmt núgildandi lögum, flytja fé á fæti yfir svokallaðar sauðfjárveikivarnargirðingar, þó er það gert í ómældum mæli á hverju hausti, þegar fé er flutt landshorna á milli til slátrunar.

Eru einhverjar sóttvarnar reglur í gangi milli landshluta hvað varðar veiðiútbúnað? Þarf áhugaveiðimaður að vestan, t.d.  sauðfjárbóndi úr Djúpinu, sem fer austur og skýtur hreindýr, gerir að því og tekur heim,  að ganga í gegnum eitthvert sóttvarnarferli  með dýrið, föt sín og græjur?

Ef ekki, hafa sjúkdómarök fræðingana gegn flutningi hreindýra til Vestfjarða fallið um sjálf sig.

Ef hreindýr eiga ekki heima á Vestfjörðum af gróðurverndarsjónamiðum, eiga þau þá eitthvað frekar heima á Austfjörðum af sömu ástæðum? Ber þá ekki að fjarlægja þau þaðan af sömu gróður verndarsjónarmiðum?

  


mbl.is Vilja ekki hreindýr á Vestfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Góður punktur hjá þér Axel.  Svo má geta þess að þegar farið er með húsdýr í slátrun eins og þú talar um, þá aka bílarnir fullir fjár með lekandi hland og skít niður af bílnum, þeir fara ef til vill í gegnum allt að 7 sauðfjárveikivarnagirðingum.  Bílstjórarnir þurfa að næra sig og stoppa einhversstaðar og þar koma jafnvel bændur úr nágrenninu stjáklandi og skoða "farminn"  eðlileg forvitni.

Svo má ein sauðkind ekki fara yfir girðingu án þess að það þurfi að aflífa hana.  Þetta er allt í lamasessi.  Heimaslátrun í meira mæli er lausnin.  Fleiri og minni sláturhús um landið, eða eins og rætt er um núna sláturhús á hjólum, líkt og gert er í Noregi, þar sem bændur geta samnýtt sláturhúsin og gert að sínu fé sjálfir og selt beint frá býli. 

Þetta fyrirkomulag sem er í dag er löngu úrelt.  Sláturleyfirhafar eru L.Í.Ú. landbúnaðarins að mínu mati.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.6.2012 kl. 12:34

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ásthildur, ég tek heilshugar undir sjónamið þín um "heimaslátrun" og afnám einkaleyfis sláturleyfishafanna, sem er alfarið haftahugarfóstur Framsóknar. Enginn flokkur hefur af fullum ásetningi haldið bændum í oki og ánauð eins og Framsókn.  

Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að bændur eigi að sameinast fáir saman  um sláturhús eða ein sveit saman og selja beint til neytenda. Þannig væri hægt að teygja sláturtímann, lækka kostnað og færa bændum þá kjarabót sem þeir hafa verið sviknir um áratugum saman af milliliðakerfi Framsóknar. 

Axel Jóhann Hallgrímsson, 23.6.2012 kl. 12:49

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Einmitt, og betra kjöt, fólk veit að hverju það gengur og velur bestu bændurna. Slugsarnir þurfa þá að fara að vanda sig betur eða hætta.  Við eigum líka marga góða dýralækna sem myndu þá fá aukin verkefni á landsbyggðinni allri.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.6.2012 kl. 13:00

4 identicon

Góðan daginn.

Ég vil bara benda á að ég hef verið nemandi há tveimur þessum álitsgjöfum og að þú kallir "Möppudýrafræðinganna" skrifar þig ekki sem mjög "skarpa skrúfu" hjá mér. Og sjálf sagt ekki hjá neinum sem þekkir til þekkingar þeirra eða þeirrar vinnu sem þau hafa stundað, sama hvaða álit menn hafa á flutningi hreyndýra til Vestfjarða.

Þar að auki er ég sauðfjárbóndi og er í reynd sammála um að staðsetning sláturhúsa sé aðeins út úr kortinu. En ekki þekki ég til lísingana á flutningi sláturfés Ásthildar. Þó hér hafi staðið sláturbíll í um hálftíma meðan bílstjóranum var boðið í mat þá sást ekki lambasparð eftir þar sem hann stóð. Auk þess þurfa menn að vera ansi dvergvaxnir til að geta farið inn í stíurnar í bílnum til að skoða féð sem þar er komið. En kannski er aðrir sláturbílar en þeir sem ég þekki til ekki eins vel útbúnir til þessara flutninga.

Góðar stundir.

Jón Guðlaugur (IP-tala skráð) 23.6.2012 kl. 13:16

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir þitt innlegg Jón Gunnlaugur. Ég fæ ekki annað séð en að þú staðfestir að í kerfinu séu lausar skrúfur. Það herðir ekki þær skrúfur að benda á aðrar.

Er nokkur að tala um að flutningur hreindýra á milli svæða verði eftirlitslaus og án allra varúðarráðstafana?

Hvaða  varúðarráðstafanir nákvæmlega og smitvarnir eru viðhafðar þegar fé er flutt á fæti milli svæða til slátrunar? Hvaða sóttvarnir eru viðhafðar við göngu manna á áfangastað í saur sem féð lætur eftir sig á bílunum og í sláturhúsinu? Hvernig er þeirri sótthreinsun háttað?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 23.6.2012 kl. 13:38

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jón þessa lýsingu hef ég eftir bónda.  Málið er að stíjurnar eru ekki vatnsheldar, þetta eru opin búr þannig að féð standi ekki í eða drukni í eigin hlandi.  Það getur vel verið að sá bíll sem þú sást hafi ekki verið að fara alla leið frá Ketildölum í Arnarfirði á Sauðárkrók eða jafnvel lengra.  En þetta hefur aldrei verið skoðað að því ég best veit.  Fyrir utan meðferðina á sláturdýrum.  'Eg sendi inn athugsemt til landbúnaðarráðherrans meðan verið var að vinna að dýraverndarsamningunum.  En það var örugglega ekki hlustað á þetta hjá mér.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.6.2012 kl. 13:41

7 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Mér finnst þetta með gróðurfarið mest sannfærandi. Hitt, þetta með sjúkdóma, það þykir mér veikt.

Ólafur Dýrmundsson segir að á Vestfjörðum sé ekki kjörlendi fyrir Hreindýr líkt og á Austurlandi. Hann hlýtur að getað bakkað það upp með frekari rökum, býst eg við.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 23.6.2012 kl. 15:04

8 identicon

Komið þið sæl; Axel Jóhann - og aðrir gestir, þínir !

Þörf; sem gagnleg umræða hér, af ykkar allra hálfu.

Með beztu kveðjum; sem jafnan, úr Árnesþingi / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 23.6.2012 kl. 16:11

9 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ólafur Dýrmundsson veit hvað hann er að segja, ef ég man rétt frá því ég var í sveitinni. Ég hafði mikið álit á Ólafi og hans sjónarmiðum. 

Svo er stórmerkilegt rannsóknarverkefni fyrir fræðimenn þessa lands, hvers vegna er ekki algjör regla á Íslandi að selja afurðir bein frá býli.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 23.6.2012 kl. 22:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.