Munurinn á ísbirni og sel

Ísbjörn er auðþekkjanlegur á sundi, hann flýtur það vel að öll hrygglengjan auk höfuðsins stendur upp úr vatninu ólík selum þar sem höfuðið eitt sést.

Ítalinn góðglaði sagði í hádegisfréttum að hann þekkti ísbirni frá selum, ljóst er að eitthvað skortir á að sú fullyrðing haldi vatni.

Læt fylgja með myndir af ísbjörnum á sundi, menn geta svo borið þær saman við "ísbjarnarmyndir"  Ítalans.

syndandi ísbjörnsyndandi ísbirnirsyndandi ísbjörn2 
mbl.is Hvítabjörn á sundi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

þessa myndir sem ítölsku hjónin tóku og verið er birta víða í fjölmiðlum - minnir soldið á sel. Jú jú, óskýrt og sona og erfit svosem að fullyrða alveg af eða á útfrá þeim eingöngu - en að minnsta kosti gæti það alveg verið selur.

Mér finnast þessar myndir af sporum í sandi ekkert sannfærandi. Byggist þó á því hvort óumdeilanlega hægt væri að rekja sporin útí sjó og þau lægi beinaveginn uppá land o.s.frv. En manni virtist þessar myndir af sporum í fjöru vera handahófskenndar og erfitt að byggja eitthvað á þeim.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 6.7.2012 kl. 14:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband