Okur, nei rán!

Þá hafa nýjar íslenskar kartöflur hafið innreið sína í búðir landsmanna með hefðbundnu okri. Verð nýju kartaflnanna er venju samkvæmt ráni líkast, þetta á bilinu 260 til 280 % hærra en á eldri uppskeru.

Svo er ýmsum brögðum beitt til að dylja okrið á nýju uppskerunni, henni er t.a.m. aðeins pakkað í 1 kg pakkningar til að blekkja verðvitund neytenda.  

Slíkur kíló poki kostaði í fyrradag 445 kr en í dag 426 kr.  445 kr virðist augljóslega mun hagstæðara verð, við fyrstu sýn,  en væri hefðbundin 2ja kg poki verðlagður á  tæpar 900 kr.

Hvert rennur þýfið?

   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Þetta er yfirgengilegur andskoti.

Íslendingum er hægt að bjóða upp á hvað sem er, hvort sem um er að ræða spillta stjórnmálamenn eða siðlaust okur á nauðsynjavöru.

Borga og halda kjaftir gera svo vel..

hilmar jónsson, 20.7.2012 kl. 13:40

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þetta verður maður að gera sér að góðu,  því þessar innfluttu kartöflur sem boðið hefur verið upp á síðustu vikur eru hreint ekkert kræsilegar.

Verðið er enn 426 kr/kg. Ef innflytjendur hráefnis eða tækja fyrir bændurna höguðu sér svona í verðlagningunni yrði aldeilis hávaði og vælurnar ræstar, trúi ég.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.7.2012 kl. 18:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband