Glæpur í matinn

Það er afskaplega skynsamlegt að haga veiðum á hrefnu eftir eftirspurn og raunar ekki forsenda fyrir öðru.

Þeir sem ekki geta unnt öðrum að neyta hrefnukjöts og kalla það jafnvel glæpsamlegt, virða ekki nein rök og una sér ekki hvíldar í áróðri sínum gegn skynsamlegri nýtingu á auðlindum sjávar. M.a. er „lítil“ neysla á hrefnukjöti notuð sem rök gegn þó afar takmörkuðum veiðum á henni, þó það sé beinlínis í hrópandi mótsögn við meintar ofveiðifullyrðingar sömu manna.

Líkur má að því leiða að eftirspurn á lambakjöti væri ekki með hressasta móti, hefði neysla á því verið stöðvuð í tuttugu ár vegna misskyldra „verndunarsjónamiða“ og heil kynslóð þannig látin fara þess á mis að alast upp við kosti þess og gæði. Þegar það kæmi á markaðinn aftur væri slök eftirspurn í upphafi að sjálfsögðu notuð sem rök gegn þeim glæp, sem neysla á kindakjöti væri sögð.

Með tíð og tíma mun neysla á hvalkjöti aukast, eftir því sem fleiri og fleiri kynnast og reyna hvaða gæða góðgæti hvalkjötið er,  hreinleika þess og hollustu. Það er nánast glæpur að vilja meina mönnum þess.


mbl.is 29 hrefnur eru komnar á land
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hef aldrei skilið þennan ofstopa og áróður þeirra sem vilja friða hvali alfarið.

Það hefur verið mikil aukning á hvölum í hafinu undanfarna áratugi, það hef ég séð.

Hrefnukjöt er mjög góður matur og ég veit að þegar menn fara að venjast því eykst neysla þess.

Trausti (IP-tala skráð) 14.8.2012 kl. 13:00

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Trausti, takk fyrir þetta. Margt af þessum öfgaverndunarsinnum erlendis eru svo gersamlega úr takti og sambandi við náttúruna og gang lífsins. Það skilur t.a.m. ekki hvers vegna menn vilja drepa þessi fallegu dýr sér til matar, meðan nóg er til af kjöti í búðunum!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.8.2012 kl. 13:09

3 identicon

Hrefnukjöt og rengi hafa líka mjög góð áhrif á of háan blóðsykur

samúel sigurjónsson (IP-tala skráð) 14.8.2012 kl. 23:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband