Yndislegt

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Teit Atlason af stefnu og skaðabóta kröfu Gunnlaugs Sigmundssonar. Dómurinn fellst ekki á uppgerðarvandlætingu Gunnlaugs og skýringar hans, hvernig hann „eignaðist“ Kögun.

Teitur og aðrir, sem hafa stigið fram fyrir skjöldu og gagnrýnt óútskýrða yfirfærslu Kögunar í rann Gunnlaugs hafa því, að mati Héraðsdóms, nokkuð til síns máls að þar hafi verið maðkur í mysunni.

Gunnlaugur var því eðlilega dæmdur til að opna veskið og greiða Teiti málskostnaðinn.

Til hamingju Teitur!


mbl.is Teitur Atlason sýknaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Frábært..

hilmar jónsson, 19.9.2012 kl. 12:14

2 identicon

Heldurðu að verði ekki áfrýjað til hæstaréttar...?

Kristján (IP-tala skráð) 19.9.2012 kl. 12:19

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Jú eflaust verður málinu áfrýjað til Hæstaréttar Kristján, en bakgrunnur málsins breytist ekkert við það.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.9.2012 kl. 12:26

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já þetta voru sannarlega gleðitíðindi á þessum síðustu og verstu tímum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.9.2012 kl. 13:16

5 identicon

Dómurinn féllst reyndar ekki á það hvernig dómkrafan í málinu var sett fram. Málinu var því vísað frá á formgalla. Dómurinn tók ekki efnislega afstöðu til þess hvað Teitur Atlason skrifaði um Gunnlaug á heimasíðu sinni.

Hins vegar var Teitur sýknaður í öðrum lið stefnunnar, sem var framhaldsstefna, og voru þau ummæli ekki með nokkru móti tengd Kögunarmálinu.

Það sem þú setur hér fram er því fáránlega rangt og lýsir því best að þú last ekki fréttina sem þú tengir færslu þína við.

Sigurður Karlsson (IP-tala skráð) 19.9.2012 kl. 13:19

6 identicon

Hugsanlega er frétt mbl.is óljós en það er niðurstaða dómsins ekki. Aðalkröfunni í málinu er vísað frá dómi án þess að tekin sé efnisleg afstaða til hennar. Er það vegna formgalla á stefnunni, þ.e. ekki er sundurgreindar kröfur Gunnlaugs og eiginkonu hans.

Svo segir í dómnum.

Stefnendur hafa ekki séð ástæðu til að leiðrétta þá annmarka sem er á kröfugerð þeirra. Verður ekki talið að dómara málsins hafi borið að vekja sérstaka athygli stefnenda á framangreindum réttarfarslegum annmarka, sbr. 3. mgr. 101 gr. laga nr. 91/1991.

Samkvæmt því sem nú hefur verið rakið verður framangreindri ómerkingarkröfu stefnenda vísað frá dómi af sjálfsdáðum.

Því var hann ekki sýknaður af ummælum sínum um Kögunarmálið, málinu var vísað frá af sjálfdáðum. Það getur því enn vel verið að ummælin séu meiðandi. Dómurinn tekur ekki afstöðu til þess.

Reyna nú að hafa þetta rétt.

Teitur var svo sýknaður af öðrum kafla stefnunnar. Þar fór Gunnlaugur fram á ómerkingu ummælanna:

"Tilgangi hans er í raun náð með því að setja á loft hamar sem hann hikar ekki við að berja fólk með."

Þar taldi dómurinn að ummælin hefðu að geyma myndlíkingu og fælu í sér ályktanir sem Teitur hafi talið sig geta reist á kröfugerð Gunnlaugs á hendur sér í frumstefnu og SMS- orðsendingum. Þau fælu í sér mat á meintum staðreyndum en ekki miðlun staðreynda og því fælu þau í sér gildisdóm. "Viðurkennt er í dómaframkvæmd að gildisdómar njóti almennt ríkari verndar, hvað tjáningarfrelsi varðar, en staðhæfingar um staðreyndir."

Síðari ummælin hafa því ekkert með upprifjun Kögunarmálsins að gera.

Niðurstaðan hefur því ekkert að gera með "uppgerðarvandlætingu Gunnlaugs og skýringar hans, hvernig hann „eignaðist“ Kögun" og því siður metur héraðsdómur að maðkur hafi verið í mysunni þegar kom að "óútskýrðri yfirfærslu Kögunar í rann Gunnlaugs."

Sveinn Másson (IP-tala skráð) 19.9.2012 kl. 13:30

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

"Frávísun að hluta og sýkna að hluta..." þannig skýrir lögmaður Teits niðurstöðuna.

En það er fráleitt Sveinn og Sigurður, ef ég skil ykkur rétt, að túlka frávísun á einhverju tækniatriði sem einhverja stoð undir málatilbúnaði Kögunarruplarans.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.9.2012 kl. 13:59

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Góð tíðindi að mínu mati.

Ásdís Sigurðardóttir, 19.9.2012 kl. 14:34

9 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sannarlega, Ásdís og Ásthildur

Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.9.2012 kl. 14:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband