Sigmundur Davíð er orðin fullsköpuð Framsóknarmaddama

Formaður Framsóknarflokksins er ekki öruggari með sig og stefnu síns flokks en svo að hann telur vænlegast, til að tryggja sjálfan sig, að hverfa frá ótryggu þingsæti sínu í Reykjavík og bjóða sig fram í N-Austurkjördæmi, hvar Framsókn á enn örugg þingsæti að öllu óbreyttu.

Sigmundur Davíð hefur þar með staðfest að hann hefur að fullu aðlagast áratugalöngum hugsunarhætti Framsóknarmanna. Sem er að tryggja fyrst og fremst, með öllum ráðum, sína eigin hagsmuni, þá flokksins og síðast þjóðarinnar, fari þeir hagsmunirnir ekki saman.

Velkominn heim í heiðardalinn Sigmundur.


mbl.is Birkir Jón hættir á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svo rett. Ekkert nema heiglar og aumingjar sem haga ser svona.

Sigurdur Kristjan Hjaltested (IP-tala skráð) 22.9.2012 kl. 20:01

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ekki stórmannlegt, en eflaust verður sagt að "fjöldi áskoranna" hafi ráðið þessari ákvörðun. Hvað annað?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 22.9.2012 kl. 20:06

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ef þetta var leikur Sigmundar Davíðs til að stugga Esb- og Halldórs Ásgrímssonar-manninum Birki Jóni Jónssyni, þá var sá leikur vel þess virði. Nú er bara eftir að hreinsa Esb-Siv út og skikka IPA-styrkja-Eygló til hlýðni, þá getur Framsóknarflokkurinn sagt, að hann hafi reynt að endurheimta trúverðugleik sinn í Evrópusambandsmálum, þann sem flokkurinn missti viljandi veturinn 2008-9, raunar þvert gegn vilja grasrótarinnar.

Það vantar fleiri hreina, traustsverða, heilsteypta flokka, sem andstæðir eru innlimun Íslands í Evrópusambandið. Er Framsóknarflokkurinn reiðubúinn að verða slíkur flokkur (eins og einungis Hægri grænir eru nú þegar)?

Þeir flokksleiðtogar eru ekki á vetur setjandi, sem veigra sér við að stjórna og hafa stjórn á liði sínu í grundvallarmálum eins og þessu fyrir land og þjóð.

Ef Sigmundur Davíð stendur sig í þessu, gæti svo farið, að ég kysi flokk hans (ekkert síður en Hægri græna), ef ekki yrði af framboði kristins flokks.

Jón Valur Jensson, 22.9.2012 kl. 22:53

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

... stugga við ...

vildi ég sagt hafa.

Hafði þá raunar ekki lesið í heild yfirlýsingar þeirra Birkis og Sigmundar.

En margar eru refjarnar og ekki alltaf verið að segja fólki allt!

Jón Valur Jensson, 22.9.2012 kl. 23:07

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þú veist vel Jón að á meðan lokað er á mig á þinni síðu ert þú ekki velkominn hér. Nógu oft hefur verið reynt að berja það inn í kvarnirnar í þér.

Sjáðu sóma þinn í því að halda þig úti. Margir efast raunar um að þú hafir yfir höfuð einhverja sómatilfinningu eða vitir hvað það er.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 23.9.2012 kl. 09:25

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Jón Valur Jensson, 23.9.2012 kl. 09:53

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Og þér finnst fullkomin vanhæfni þín í brúkun mannasiða fyndin? Athyglisvert!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 23.9.2012 kl. 10:08

8 identicon

Þetta lýsir JVJ vel! Banna menn á sínu bloggi og koma svo á blogg bannaðra og gera athugasemdir eins og ekkert sé
Ég hugsa að best af öllu fyrir fólk almennt sé að velja það sem JVJ vill ekki.
Ég þekki amk 2 aðila sem ætla að kjósa með ESB eingöngu vegna þess að JVJ hatar ESB svo rosalega mikið.

DoctorE (IP-tala skráð) 24.9.2012 kl. 15:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband