Aflúsun

Íraskur „flóttamaður“  sem kom hingað í hælisleit s.l. haust, eftir synjun um hæli í Noregi, var fluttur úr landi til  Noregs í morgun. Íslensk  yfirvöld komust að sömu niðurstöðu og þau norsku að ekki væri forsenda fyrir hælisveitingu á grundvelli sögu mannsins. En maðurinn segist ofsóttur í heimalandinu vegna starfa hans fyrir Bandaríska herinn!

Þúsundir er ekki tugþúsundir Íraka hafa starfað fyrir hernámsliðið í Írak. Eru þeir allir ofsóttir og á flótta? Á þá ekki að bjóða þá alla velkomna til Íslands?

Lögmaður mannsins gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir brottvísunina og líka fyrir hvað „langan tíma“  það tók að afgreiða málið. Lögmaðurinn hefur þá væntanlega viljað fá brottvísunina framkvæmda fyrr svo skjólstæðingur hans kæmist sem fyrst heim í það helvíti sem sagt er bíða hans.

Ja, það er vandlifað!

 


mbl.is Segir öryggi flóttamanns ótryggt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já það er vandlifað í þessum heimi satt er það. Afhverju leitar ekki maðurinn til síns fyrrverandi atvinnurekanda. Bandaríska hersins? Svo er ein spurning ósvöruð frá hverjum þiggur Kári Hólmar laun sín?? Úr því að 35áringurinn er farinn úr landi. Getur þessi flóttamaður haft lögmann á launum við að velta sér upp úr máli sem er lokið? Síðan kom það fram í máli að það ólöglegt að senda írakann til þess lands sem hann kom frá, Sem sé Noregi í þessu tilviki. Sé það rétt, Hvenær tóku þessi nýju lög gildi sem lögfræðingurinn höfðar til? Að síðustu, hvar er Nigeríumaðurinn er hann ekki ennþá á Íslandi? Er verið að bíða eftir því að hann framkalli erfingja??? Er ekki einhver maðkur í mysunni? Ætla íslendingar virkilega að kalla yfir sig vandamál Skandinava og dana. Reynið að læra eitthvað af finnsku þjóðinni....

jóhanna (IP-tala skráð) 24.9.2012 kl. 09:54

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég held að í mörgum ef ekki flestum þessum hælisumsóknum sé maðkur í mysunni Jóhanna. Lögmaðurinn þiggur laun af Íslenska ríkinu og það er undarlegt ef maður sem vísað hefur veið úr landi getur áfram haft lögmann á launum hjá ríkinu til að vinna "að hans málum!"

Maðurinn er sendur til Noregs af því að þar sótti hann fyrst um hæli.

Hitt er annað mál að afgreiðsla þessara mála taka langan tíma, en þar eiga lögfræðingar hælisumsækjenda stóra sök, þegar þeir knýja fram frest á frest ofan með öllum mögulegum lagaklækjum.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.9.2012 kl. 10:09

3 identicon

Það er ekki rétt að lögmaðurinn þiggi laun frá ríkinu þegar mál eru til umfjöllunar hjá stjórnvöldum. Öll mál þarf að skoða og rannsaka hvað sem okkur svo finnst um það.

Haraldur haraldsson (IP-tala skráð) 24.9.2012 kl. 10:45

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Haraldur, hvaðan þiggja lögmenn hælisumsækjenda þá sín laun Haraldur?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.9.2012 kl. 10:50

5 identicon

Þeir fá það ekki frá ríkinu, ekki á meðan mál eru til skoðunar hjá stjórnvöldum. Öllu jafna hefur Rauði Krossinn astoðað hælisleitendur.

Haraldur Haraldsson (IP-tala skráð) 24.9.2012 kl. 10:57

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

..og greiðir Rauði Krossinn laun lögmannanna?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.9.2012 kl. 11:02

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Samkvæmt 34. gr. laga um útlendinga er meginreglan sú að ríkið skipar hælisleitendum lögmann og greiðir kostnaðinn hafi hælisleitandinn ekki ráð á lögmanni. Ég hef hvergi séð að þetta séu almennt feitir sauðir að flá Haraldur.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.9.2012 kl. 11:19

8 identicon

Já þetta á við þegar mál eru rekin fyrir dómstólum en ekki stjórnvöldum. Þetta er alþjóðasamningar sem ísland verður að hlýta.

Haraldur Haraldsson (IP-tala skráð) 24.9.2012 kl. 13:41

9 identicon

Nei Axel þetta eru sjálfboðaliðar á vegum Rauða Krossins sem sinna þessum verkefnum.

Endilega kynntu þér þessi mál.

Haraldur Haraldsson (IP-tala skráð) 24.9.2012 kl. 13:42

10 identicon

Þetta er bull frá A-Ö. Írakar sem hafa unnið fyrir innrásarliðin hafa fengið hælisvist í viðkomandi landi og í þessu tilfelli er það USA. Maðurinn lýgur. Hann hefur aldrei unnið fyrir USA. Og af hverju fór hann ekki til Svíþjóðar? Hann hefði getað tekið rútu eða lest. Þetta er rétta orðalagið hjá þér- Aflúsun-.

Þetta er uppáþrengjandi óþurftarlýður og með ólíkindum að hið opinbera skuli yfir höfuð eltast við svona borðleggjandi mál-!

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 24.9.2012 kl. 15:11

11 identicon

Ykkar þjóð, Ísland, tók þátt og studdi hernaðaraðgerðir í Írak.  Ætlið þið að snúa baki við því fólki og þeirri ringulreið sem þar ríkir.  Man ekki eftir að hafa lesið um neitt friðarástand í Írak. Forsendur stuðnings Íslands, t.a.m áætlaðar tölur um dauðsföll óbreyttra borgara í Írak eru hvergi nærri því sem lofað var. 

120 þúsund manns er validerað neðra viðmið á dauðsföllum óbreyttra borgara síðan innrásin hófst 2003.

 http://www.iraqbodycount.org/

Aljþóðaherliðið hefur einungis tapað 4800 hermönnum í Írak,

U.þ.b. 50 þúsund og 200 börn hafa látist í Íraksstríðinu.

Það er ekki við hæfi að hlægja að heimskunni hér á þessu bloggi, hún er ógeðsfeld.

J.

Jonsi (IP-tala skráð) 24.9.2012 kl. 16:01

12 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Bloggarinn Axel Jóhann Hallgrímsson er að sögn "Krónískur Krati". Það skýrir ýmislegt hér. Fáviska og fordómar eru einmitt eðalmerki svokallaðra krata nú á tímum. Svo vill þetta lið ólmt í ESB og láta Stórþjóðverja taka sig aftanfrá. Það þarf víst ærlega erfðamengisviðbót á Íslandi. Skyldleikaræktin er farin að segja til sín í sumum sveitum

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 24.9.2012 kl. 16:38

13 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Er þetta ekki ketill að kalla pottinn svartan, Vilhjálmur?

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 24.9.2012 kl. 16:49

14 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Nei, alls ekki Ingibjörg Axelma Axelsd. Ég er sonur innflytjanda sem um tíma neyddist að búa í Keflavík, því annars fékk hann ekki lán í banka til að reka heildverslun sem flutti inn vörur sem skipað var upp í Reykjavíkur. Þessi einkennilega regla var sett af bankastjóra sem var fyrrverandi flokksmaður í Íslensku Þjóðernishreyfingunni.  Sjá hér http://postdoc.blog.is/blog/postdoc/entry/490402/

Ég er heldur ekki að farast úr skyldleikarækt, er hlynntur fjölmenningarþjóðfélögum, trúfrelsi og frelsi mannsins til að ráða yfir sínum eigin líkama. Ég var að því ég fá best séð, og get undirbyggt það. fyrsti einstaklingurinn sem stakk upp á mosku á Íslandi  !!!

En ég má hins vegar ekki fyrir öfgafullu fólki, sem styður hryðjuverkalið í útlöndum, styðja Ísraelsríki. Yfirlýstur Síonisti getur vel verið góður vinur múslíma, þ.e. þeirra sem ekki vilja drepa hann fyrir stuðninginn við Ísraelsríki. Ég held líka að ég eigi fleiri vini á meðal múslíma en meðaljón á Íslandi.

Skoðaðu betur hvernig í pottinn er búið hjá sjálfri þér.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 24.9.2012 kl. 18:01

15 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Ég hitti semsagt á veikan blett.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 24.9.2012 kl. 18:16

16 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Er Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson virkilega að saka aðra um fordóma?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.9.2012 kl. 18:40

17 identicon

Vilhjálmur Ragnar Reykás - Sosialdemo-Krati er einmitt einstaklingurinn sem vill fylla samfélagið af allra þjóða kvikindum og af hvaða kaliber sem er. Og það er rétt, að Kratar eru fávísir og fordómfullir. Sjáðu Skandinavíu og Danmörk!

Þú hefur kannski aldrei áttað þig á hryðjuverki Breiviks og af hverju hann ofsótt sosialdemo-Krata.

Þú ert yfirleitt ekki samkvæmur sjálfum þér.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 24.9.2012 kl. 19:40

18 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Margur heldur mig sig V. Jóhannsson. En af þessu sora innleggi þínu er ljóst að himin og haf skilur okkur að - í öllu tilliti.

Ég myndi t.d. aldrei láta mér detta í hug að reyna að réttlæta fjöldamorð einhvers rugludalls á skoðanabræðrum þínum eins og þú leggur upp óhæfuverk Breiviks, skoðanabróður þíns.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.9.2012 kl. 21:26

19 identicon

Ég er ekkert að réttlæta óhæfuverk Breivíks og myndi aldrei gera, en það er greinilrgt að það er ekkert fylgst með fréttum á þessu skeri. Breivík sagði sjáfur við réttarhöld að hann hefði margoft sent bréf og mail til stjórnvalda og varað við ógnun fjölmenningrinnar í Noregi, þar sem ekkert eftirlit væri haft með innflytjendum og óþjóðalýður flæddi inn í landið.

Það var ekki ég sem sagð þetta - það var Breivík og reynið svo að fylgjast með því sem gerist í heiminum í staðin fyrir að vera eins og álfar út úr hól.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 24.9.2012 kl. 21:57

20 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Og hvað ætli ríkisstjórnir fái bréf frá rugludöllum oft, svona að meðaltali?

Á hverjum degi hrannast inn bréf frá rugludöllum varandi við hinu þessu, en í raun bara að ausa úr brunni sinna eigin fordóma.

Hvað fékk núverandi ríkisstjórn t.d. mörg bréf þegar þeir lögleiddu hjónabönd samkynhneigðra?

Hvað er svosem hægt að gera? Fara heim til þeirra allra og leita eftir vopnum og áætlunum um að fremja fjöldamorð?

En burtséð frá því, þá segja svona rugludallar ýmislegt við yfirheyrslur og réttarhöld, sem eiga svo kannski ekkert við rök að styðjast. Breivik gengur ekki beint heill til skógar.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 24.9.2012 kl. 22:04

21 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Já, Axel, ég kasta rólegur steinum i glerhúsi þegar ég segi skoðun mína á þessari færslu þinni.  Hún er ekki góðum krata sæmandi. Hún er rúin manngæsku, alveg sama hvaða flokki maður tilheyrir, nema þá helst einhverjum nasistaflokki.

Svo þegar menn sem eru samsinntir kratanum í útlendingafárinu, byrja á Breivik, flýtur klósettið auðvitað yfir og kúkurinn er kominn út gólf. Heilvita menn eiga ekki að vera núa hverjum öðrum um nasirnar með sjúklingum eins og Breivik. Sú umræða er álíka sjúk og Breivík sjálfur.

En V. Jóhannsson, einn versti öfgamaður bloggsins, mætti minnast þess að Breivik þessi myrti ungt fólk, því hann hataði fjöljóðasamfélög, múslíma, gyðinga o.s.fr. Það eru svo margir sem gera það, greinilega líka kratar, en þeir myrða ekki 77 einstaklinga fyrir ímyndaðan málstað.

Kratar í Danmörku eru ekki beinlínis að fylla landið af innflytjendum þessa dagana og mér sýnist að skoðanabræður þeirra á Íslandi séu á sömu buxunum, svo V. Jóhannsson er líklega frústreðaður Krati, því honum líkaði greinilega svo vel við bölmangið hjá Axel, að minnsta kosti framan að, áður en hann kryddaði umræðuna með Breivik. Þá sagði Axel pass, og lái ég honum það ekki, þó hann sé Krati á kafi í aflúsun.

Orðið aflúsun í tengslum við fólk var mikið notað hér á árum áður af nasistum og kommúnistum. Þetta er orðalag helstefnu og virðingarleysis við náungann og þá sem eru öðruvísi þenkjandi.

Ég vona að Axel Jóhann bæti sitt ráð, eða að krataflokkurinn, sem hann hlýtur að tilheyra, gefi honum ærlega lexíu.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 25.9.2012 kl. 06:21

22 identicon

Það er hægt að túlka orð og orðalag á margan hátt. Ég ætla ekki að leggja Axel orð í munn, en ég túlka orðið "aflúsun" í þessu samhengi "að losna við islam". Ef það er rangt, vildi ég gjarnan vita hvað Axel meinar,

Ég hef sjálfur búið í fjölmenningarsamfélagi á áratugi og þrífst mjög vel og sérstaklega eftir að ég flutti frá islamseruðum norðurlöndum. Þar má ekki horfa á múslima, þá er öskra "rasisti".

Ekki veit ég, hvort Vilhjálmur hefur verið í Malmö nýlega, en hann veit að honum hefur verið ráðlagt, eins og fleirum, að vera ekki að þvælast þar að óþörfu. Þorir þú, Vilhjálmur,að fræða fólk um ástæðuna, eða færðu kannski stimpilinn "rasisti", ef þú gerir það.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 25.9.2012 kl. 10:33

23 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég sé að þér er enn illt í tippinu Villi minn.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 25.9.2012 kl. 11:06

24 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég veit ekki til þess að það sé einhver höfundarréttur á orðinu "aflúsun" og þá hvorki Wiesenthal stofnunin eða svarnir andstæðingar Islam.

Það er ekkert í færslunni sem hægt er að túlka sem andstöðu við Islam, Gyðinga eða aðra trúar hópa eða samfélög. Ég hef ekkert á móti því að hingað komi heiðvirt fólk hverrar trúar eða þjóðar sem það kann að vera.

En ég er ekki sáttur við að hér fái hæli fólk sem vill ekki eða getur ekki gert nægjanlega grein fyrir sér, kemur jafnvel inn í landið á fölskum skilríkjum og lýgur til um fortíð sína, eins og dæmin sanna. 

Um það snýst málið í mínum huga, ekkert annað, svo það sé á hreinu.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 25.9.2012 kl. 11:21

25 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Tveir álitsgjafar hér að ofan hafa gert mikið úr þeirri staðreynd að ég er Krati og geta ekki leynt hatri sínu á jafnaðarmennsku og hve hræðilega samfélagslega meinsemd þeir telja hana vera.

Hatur er hatur hvert sem það beinist, en það sjá þeir ekki sem helteknir eru af hatri og láta stjórnast af því.

Ég veit að það þýðir ekkert að beina þessari spurningu til V.Jóh., en Vilhjálmur hvaða eðlismunur er á hatri og hatri, t.d. Kratahatri og Gyðingahatri?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 25.9.2012 kl. 11:40

26 identicon

Axel - ekki vil ég tala um hatur þegar kratar eru anarsvegar, en eitt vil ég segja þér. Stjórnmálamaður gefur út bók á sínum tíma sem heitir "Sofande folket" og átti hann þá við sína þjóð, sem hafði verið stýrt af krötum í 70 ár.

Stóri bróðir sá um þig og þú þurftir ekki að hugsa. Því miður er þetta 100% rétt. Það hlæilega við þetta var, að fólkið vaknaði aðeins og hanns flokkur vann kosningar og hann varð forsætisráðherra. Þá var rokið til og bókin tekin af markaði og söfnum og látin hverfa. Engin skaði hlaust af, því engin hafði keypt bókina, enda flestir sofandi gagnvart pólutík. Því miður er nýja ríkisstjórnin lítið betri, enda er samfélagið svo gegnumsýrt af krötum að þeir beita skemmdarstarssemi í fjölmiðlum og opinberlega þar sem þeir sita ef einhverju á að breyta í kerfinu. Semsagt fólkið sefur enn. Ég vil ekki svona samfélag þar sem fólki er stýrt með járnkló í silkihanska.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 25.9.2012 kl. 12:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.