Leikur Eiður Smári með Grindavík á næstu leiktíð?

Eiður og guðjónEiður Smári Guðjohnsen er einhver ofmetnasti knattspyrnumaður Íslandssögunnar. En hvað sem því líður þá er hann endanlega kominn á botninn,  náði raunar aldrei að lyfta sér langt frá honum. Það sést best á því að hann gengur núna milli liða með grasið í skónum og bæn í augum. Þessa stundina beinir hann sjónum sínum að Cercle Brugge í Belgíu, sem er helsti fallkandídatinn í þarlendri  knattspyrnu.

En trú mín er sú að þeir Belgísku muni ekki hafa hug á að veikja liðið enn frekar og því vísa Eið frá. Þá á Eiður aðeins einn kost eftir, neiti hann enn að sjá sína sæng útbreidda. Það er að ganga til liðs við fallið úrvalslið Grindavíkur. Þar gæti hann átt von  því í því félagi ráða menn sem sett hafa, oftar en ekki, kíkinn fyrir blinda augað í mannaráðningum. Eins og sést best á þeirri glópsku að ráða sem þjálfara á yfirstandandi leiktíð, útbrunnustu risaeðlu þeirrar stéttar, Guðjón Þórðarson.

Þessir tveir fortíðarljómar, Eiður og Guðjón, gætu þá í sameiningu afrekað það á næstu leiktíð að skila Grindavík niður í 2. deild áður en þeir og aðdáendur þeirra átta sig endanlega á því að þeirra tími er löngu liðinn.


mbl.is Verða Eiður Smári og Arnar samherjar?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er hann ekki að fara að selja Herballife ruglið...  :)

DoctorE (IP-tala skráð) 28.9.2012 kl. 13:57

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hver, bitvargurinn?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.9.2012 kl. 14:44

3 Smámynd: Marteinn Sigurþór Arilíusson

Það eru væntanlega bara aular sem spila eða hafa spilað með Chelsea og Barcelona?

Marteinn Sigurþór Arilíusson, 28.9.2012 kl. 14:51

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það hefur enginn kallað Eið aula nema þú Marteinn.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.9.2012 kl. 15:06

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Pabbi minn er orðvar maður, en hann hefur alltaf sagt þetta.

Ásdís Sigurðardóttir, 28.9.2012 kl. 15:08

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Skynsamur maður, hann pabbi þinn, Ásdís.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.9.2012 kl. 15:12

7 Smámynd: Marteinn Sigurþór Arilíusson

Hvar sérð þú mig kalla Eið aula?

Marteinn Sigurþór Arilíusson, 28.9.2012 kl. 16:01

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Líttu á innlegg nr. 3 Marteinn.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.9.2012 kl. 16:07

9 Smámynd: Marteinn Sigurþór Arilíusson

Ok ég skal ummorða spurninguna til þín.Heldur þú að menn sem eru á botninum eða við hann hafi spilað með Chelsea eða Barcelona?

Marteinn Sigurþór Arilíusson, 28.9.2012 kl. 16:41

10 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Greinilega hefur það gerst, var vinurinn ekki meira á bekknum en grasinu? Það er eins og mig minni það.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.9.2012 kl. 16:44

11 identicon

Ekki er nú minnið þitt gott og vitið á fótbolta enn síðra. 

Viðurkenningin sem felst í því að klæðast búningu Barcelona og spila með liðinu á Camp Nou er einhver sú mesta sem að nokkrum fótboltamanni getur hlotnast. 

En. 

Það eru alltaf til ræflar sem nærast á því að níða skóinn af sér meiri mönnum.

sjúddi (IP-tala skráð) 28.9.2012 kl. 18:15

12 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Æ-i, greyið mitt, er þér illt í tippinu núna sjúddi minn.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.9.2012 kl. 18:24

13 identicon

Já soldið.

sjúddi (IP-tala skráð) 28.9.2012 kl. 20:48

14 identicon

Þetta er nú með ómerkilegri færslum sem hafa komið frá þér Axel,og er þó af nógu að taka,,,Hvað hefur þú afrekað á æfinni sem veitir þér rétt á að níða Eið,,það væri gaman að lesa listan um þín afrek þó mig gruni að hann sé frekar stuttur,,

casado (IP-tala skráð) 28.9.2012 kl. 21:04

15 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Æ, núna mátaðir þú mig alveg casado, það er fátt til varna þegar svona mannvitsbrekkur koma inn á sviðið.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.9.2012 kl. 21:30

16 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Veit ekki mar. Kannski skárra að vera afdankaður fótboltaskussi sem má muna sinn fífil fegri, heldur en að vera örlaga fyllibytta í Grindavík sem kannski hefur afrekað það helst í sínu lífi að aka stundum slompaður til Keflavíkur.

Guðmundur Pétursson, 28.9.2012 kl. 21:46

17 Smámynd: hilmar  jónsson

Upp úr hvaða skólpræsum skríða svona einstaklingar eins og Guðmundur P ?

hilmar jónsson, 28.9.2012 kl. 21:53

18 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ekki gott að segja Hilmar. Kannski segir það eitthvað að bloggi Guðmundar P. hér á mbl.is  hefur verið lokað.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.9.2012 kl. 21:57

19 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

En það spaugilega er að ekki má orðinu halla á fótboltagoðin, þá ærast átrúendur goðanna og bregðast óðir við rétt eins og öfgaæjatollar þegar andað er á Allah.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.9.2012 kl. 22:02

20 Smámynd: hilmar  jónsson

Aldrei skilið þessi trúarbrögð.

Skortur á einhverju.... Andlegum þroska og reglulegu kynlífi ?

hilmar jónsson, 28.9.2012 kl. 22:08

21 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Sagt er að sannleikanum verði hver sárreiðastur. Allt í lagi að láta "drenginn" njóta sannmælis. Hann gerði það mjög gott hjá Evrópumeisturum Chelsea á sínum tíma og besta knattspyrnulið veraldar, Barcelona, keypti hann. Getur varla verið algjör loser eins og þið, er það? Öfund?

Guðmundur Pétursson, 28.9.2012 kl. 22:25

22 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það undarlega er Hilmar að þeir sem hugsa í fótboltum og mörkum muna, sumir hverjir, ekki afmælisdaga barnanna þeirra, en þeir vita nákvæmlega hvenær þessir guðir þeirra hægðu sér síðast, hvað pappírinn sem þeir nota er mörg grömm og hvort snepilinn var notaður öðrumegin eða báðumegin.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.9.2012 kl. 22:35

23 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er þó í áttina að þú viðurkennir Guðmundur að þessi fátæklegu orð um Eið hafi gert þig sárgraman.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.9.2012 kl. 22:40

24 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Hvernig fá þeir þessar upplýsingar? Þú hefur greinilega reynsluna af því að afla þeirra þ.a. þú gætir kannski deilt þinni visku með okkur hinum sem hugsa meira um fótbolta en minna um hægðir.

Guðmundur Pétursson, 28.9.2012 kl. 22:44

25 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég má ekkert vera að því Guðmundur, allur minn tími fer í að aka slompaður til Keflavíkur, eins og þú bentir á.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.9.2012 kl. 23:13

26 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Hann nær ekki upp í A-klassa sem kannski Ásgeir og Albert náðu. En hann er í góðum B klassa með pabba sínum, Pétri Péturs og fleirum. Ofmetin eða ekki? Upp á sitt besta með Chelsea var hann góður, síðan hefur þetta verið downhill.

Hann kannski náði að gera meira úr sínum ferli en efni stóðu til, sérstaklega með tilliti til þeirra meiðsla sem hann hlaut sem unglingur.

Hans ferill er gott sem búinn, en það eru margir ungir og efnilegir landar í atvinnumennskunni núna sem verður gaman að fylgjast með.

Svo er það Gunnar Nelson á morgun.

Guðmundur Pétursson, 28.9.2012 kl. 23:51

27 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Hvað er hlaupið í fólk. Það sagði enginn múkk á meðan Eiður var óskabarn þjóðarinnar og stóð sig svo glæsilega að hann spilaði með bestu liðum í heimi.

Eiður er farinn að eldast eins og við öll, hvort sem okkur líkar betur eða verr, og lái það honum hver sem vill. Hann stóð sig stórkostlega vel, og það getur enginn skafið af honum. Hverslags hrörnunarröfl er þetta eiginlega?

Hefur einhver spilað með toppliði í toppstöðu þangað til hann komst á eftirlaun, eða hvað?

Bergljót Gunnarsdóttir, 29.9.2012 kl. 02:53

28 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Bergljót, það hefur aldrei mátt segja neitt um þessar "stjörnur" án þess að allt yrði vitlaust og fólk úthrópað og kallað öllum illum nöfnum. Sennilegast er það höfuðástæðan fyrir því að fókl hætti sér almennt ekki út á þá braut, þó það hefði skoðun á málinu.

Ég sagði nú ekki annað um Eið en að ég teldi að hann hefði verið ofmetinn sem knattspyrnumaður, væri á niðurleið og nálgaðist botninn, sem ætti að blasa við þeim sem það vilja sjá. Hvergi eru notuð óviðeigandi orð um Eið. Samt rísa menn upp fullir vandlætingar, segjast ekki þola að níð og illt umtal um fólk, en spara samt ekki stóryrðin í svörum sínum. 

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.9.2012 kl. 09:52

29 Smámynd: hilmar  jónsson

Það hefur enginn skarað verulega fram úr í knattspyrnu hér síðan Ásgeir og jóhannes Edvaldsson voru og hétu. Munið þið eftir hjólhestaspyrnunni frægu hjá Jóhannesi gegn Austur þjóðverjum eða þegar Ásgeir um svipað leyti niðurlaægði Manchester united hér heima. Eiður ætti að snúa sér að golfinu.

Og á meðan ég man, Manchester United sökkar og Liverpool líka.

hilmar jónsson, 29.9.2012 kl. 13:13

30 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þú ærir óstöðuga Hilmar!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.9.2012 kl. 14:28

31 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Eiður er ein albesti knattspyrnumaður sem Íslendingar hafa alið. En það má segja að ferillinn hafi verið "down hill" frá því hann fór til Barcelona.

Gunnar Th. Gunnarsson, 29.9.2012 kl. 14:32

32 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Ekki hélt ég því fram kæri bloggvin að þú notaðir óviðeigandi orð, eða kallaði þig illum nöfnum. Málið er bara að mér finnst illa viðeigandi að taka fallna stjörnu og gera lítið úr henni. Einhvernveginn finnst mér það eins og að nudda salti í sárin.

En mér datt í hug smá saga sem gerðist 1988 eða 9, þegar ég bjó um tíma í Sevilla á Spáni. Gjaldkerinn í bankanum mínum, sem var einhver grautfúlasti maður sem ég hef átt samskipti við, líklega leiðst rosalega í vinnunni, því hann reykti stanslaust meðan hann var að afgreiða, en þegar hann leit á pappírana fyrir yfirfærlunni minni, og sá að ég var frá Íslandi breyttist allt. Allt viðmót hans varð opið og hlýtt og hann sagði Sigurvinsson frá Íslandi, veistu að hann var að vinna Evrópumeistaratitilinn með Stuttgard? Ég hvað já við, þó ég væri ekki alveg viss um hvaða titill það var, enda ekki mikið inni í fótbolta.

Þegar ég bætti síðan við að ég þekkti Sigurvinsson lítillega, stóð hann upp með æsingi og rétti mér báðar hendur eins og gömlum vini. Þegar ég kom í bankann eftir þetta kallaði hann alltaf á mig og hleypti mér framfyrir, rétt eins og ég væri Sigurvinsson sjálfur.

Seinna sýndi hann mér úrklippubók, þar sem hann hafði límt inn allar myndir og greinar sem hann gat fundið. Svona var Ásgeir þekktur og dáður, að jafnvel bankagjaldkeri á Spáni sem var drepfúll vinnunni af leiðindum, fór heim, fylgdist með Stttgard og okkar manni og kættist mjög.

Segið svo að strákarnir okkar komi ekki víða við, þó svo að þeir eldist, og sumir verði slakir en geta ekki hugsað sér að hætta. Einhvernveginn hef ég fullan skilning á því.

Við þurfum ekki endilega að vera heimsfrægust alltaf.

Bergljót Gunnarsdóttir, 30.9.2012 kl. 22:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband