Þessum kjánum er ekki viðbjargandi

Aðeins þrír dagar eru frá því að þjóðin samþykkti með 2/3 greiddra atkvæða að tillögur stjórnlagaráðs yrðu lagðar til grundvallar nýrri stjórnarskrá.

Nú rísa upp á afturlappirnar nokkrir fulltrúar stjórnarandstöðunnar, stútfullir af hroka og stærilátum og láta  eins og  þeir heyri ekki rödd þjóðarinnar og ekki í fyrsta skipti.

Þeir segja það núna að miklu betra sé að breyta núverandi stjórnarskrá! Sem undarlegt þó ekki væri fyrir annað en það að þessir sömu félagslegu siðblindingjar  sögðu fyrir kosningarnar, þegar þeir hvöttu fólk ýmist að sitja heima eða að segja nei, að stjórnarskráin væri slíkur hamingjupappír að þar yrði nánast engu breytt til hins betra.

Skilaboð kosninganna eru skýr, þjóðin vill nýja stjórnarskrá en ekki fleiri bætur og viðbyggingar á núverandi nítjándu aldar stjórnarskrá, sem sett var til bráðabrigða við lýðveldisstofnunina.

Alþingi hefur ekki umboð til annars en að framfylgja þjóðarviljanum í stjórnarskrármálinu.


mbl.is Farsælla að breyta núverandi stjórnarskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Í alvöru get ég ekki séð muninn á þessu tvennu. "Ný" stjórnarskrá myndi óneitanlega bera keim og svipbrigði þeirrar eldri.

En þótt það yrði aðeins breytt einu ákvæði í núverandi stjórnarskrá, yrðu hún óneitanlega ekki sama stjórnarskrá eftir á.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 23.10.2012 kl. 18:40

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það er nöturlegt að horfa upp á þetta endalausa nöldur og nag, og ekki síður að hlusta á Sjálfstæðismenn og Framsókn hamra á því að þetta sé alveg ómögulegt.  En ég hvet kjósendur til að hlusta á þeirra sýn á lýðræðið.  Það á ekkert að fara eftir því sem kom fram í kosningunum.  Heldur bara eitthvað allt annað, þeir eru eflaust búnir að gleyma að það hefur verið reynt án árangurs núna í 60 ár að gera nýja stjórnarskrá.  En af því að þessar tillögur henta ekki þeirra fjármagnendum lesist L.Í.Ú.  Þá skal kasta af sér sauðagærunni og koma með grímulausan áróður fyrir þá.  Ég veit ekki við hverju ég bjóst, en allavega að þeir myndu reyna að vera málefnalegri, og jafnvel reyna að fela þetta í einhverjum skrautbúning.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.10.2012 kl. 18:41

3 identicon

Ef þessi rosalega afgerandi þjóðarvilji er raunverulegur þarft þú varla að hafa áhyggjur af miklu. Menn ríða varla feitum hesti frá þingkosningum ef þeir standa gegn afgerandi þjóðarvilja.

Hvernig færð þú það annars út að það jafngildi því að segja pass að kjósa ekki í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um ókláruð drög að ákvörðun sem ekki er hægt að taka fyrr en að loknum almennum þingkosningum? Þeir sem sátu heima höfðu fulla vissu fyrir því að málið yrði ekki klárað á þessu stigi.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 23.10.2012 kl. 18:51

4 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Hvernig getur þú, eða aðrir, gert þeim sem sátu heima upp skoðun?

Eina atkvæðið sem gildir er greitt atkvæði. Þeir sem sátu heima greiddu ekki atkvæði, og sátu þar með hjá. Það jafngildir passi, hver svo sem þeirra skoðun var.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 23.10.2012 kl. 18:59

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þú fyrirgefur Hans, en þar sem ég er svo tregur að vita ekki upp á hár hvaða ástæður hver og einn hafði fyrir hjásetu sinni þá verð  láta mér nægja túlkun gáfumanna um það, þó misgáfulegar verði að teljast.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 23.10.2012 kl. 19:25

6 identicon

Nú fer góður partur af vetrinum hjá þinginu í að rexa og pexa um nýja stjórnarskrá, ESB umræður verða svo reglulega blásnar upp til að fylla upp í tímann og efalaust tekst að fitja upp á einhverju fleiru til að rífast um og eyða orku og tíma í. Allt frekar en að snúa sér að aðsteðjandi vanda í að reka þetta þjóðarbú.  Eru t.d. einhverjar áætlanir tilbúnar til að mæta hríðlækkandi þorskverði og áhrifum þess á efnahag landsins?  Ætlar einhver að taka ábyrgð á ástandinu sem er að verða á Landspítalanum?  Á að láta fjármálafyrirtækin ganga sína lausagöngu (góð hugmynd hjá spaugstofunni) í högum almennings?   Á seðlabankinn að leika einhver sjálfstæð sóló með efnahagslegt fjöregg þjóðarinnar? Vöruskiftahallinn, er hann bara eitthvað vesen sem ekki á að takast á við?     Nei, það er auðvitað miklu betra að finna einhver lýðskrumsmál til að þyrla rykinu yfir það sem menn þora/nenna/geta ekki tekist á við.        Það væri náttúrulega alveg tilvalið og í sama stílnum að loka Sigurð Líndal inni fyrir að voga sér að benda á ruglið í kringum stjórnarskrárbreytinguna, svona eins og Ítalirnir haga sér í dag!

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 23.10.2012 kl. 19:59

7 identicon

Ég er nú einmitt ekki að gera neinum upp skoðun heldur bara að benda á að til þess að tillögurnar nái fram að ganga þarf meirihluta fyrir þeim á næsta þingi og til þess að kjósa þann meirihluta þarf meira en þessa 70 þ. kjósendur sem sögðu "já".

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 23.10.2012 kl. 20:26

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það á þá ekki að leggja fram nein mál í þinginu til að forðast þras og málþóf stjórnarandstöðunnar Bjarni? Ég sé ekki hvaða áhrif það ætti að hafa á þjóðarviljann í málinu þó Sigurður Líndal hafi ákveðið að taka þátt í stjórnmálum.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 23.10.2012 kl. 20:44

9 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hans, af hverju hefur þú þá ekki getað á heilum þér tekið eftir úrslit laugardagsins?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 23.10.2012 kl. 20:46

11 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Góður þessi.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 23.10.2012 kl. 21:02

12 identicon

Hvernig skyldu kjánarnir túlka það þegar ekki allir þingmenn mæta í atkvæðagreiðslur? Það kemur nú fyrir. En kannski taka þeir bara Johnsen á þetta. Rússarnir virðast hafa lært þá aðferð: http://www.youtube.com/watch?v=CzGt_E5SIoA

Fv. Ybbar Gogg (IP-tala skráð) 23.10.2012 kl. 21:13

13 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þetta er góður og hressandi pistill Ásthildur, en trúlega er það borin von að þeir þingmenn sem það eiga taki það til sín. Samanber þingkonuna sem sagði í ræðustól Alþingis í dag að þingmenn ættu ekki að láta vilja þjóðarinnar raska "samvisku" sinni.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 23.10.2012 kl. 21:18

14 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þetta er góður punktur FV. Ybbar Gogg.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 23.10.2012 kl. 21:20

15 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég veit ekki hvort ég misskil þig Fv.Y.G. en það var Matthías Bjarnason sem greiddi atkvæði fyrir Árna Johnsen. Það er engin ástæða að eigna Árna það sem hann á ekki.

http://www.mbl.is/greinasafn/grein/83431/

Axel Jóhann Hallgrímsson, 23.10.2012 kl. 21:29

16 identicon

Æ, já, mín mistök. Nema Árni hafi þarna holdgerst í Matthíasi... ;-)

Fv. Ybbar Gogg (IP-tala skráð) 23.10.2012 kl. 21:38

17 identicon

Svo er hér annar athyglisverður punktur sem einum kjánanum væri hollt að hafa í huga:

http://blog.pressan.is/lillo/2012/10/23/lesid-i-tha-kjosendur-sem-ekki-kusu/

Fv. Ybbar Gogg (IP-tala skráð) 23.10.2012 kl. 21:41

18 Smámynd: hilmar  jónsson

http://gorgeir.blog.is/blog/gorgeir/entry/1264132/#comment3372073

hilmar jónsson, 23.10.2012 kl. 21:48

19 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já þetta er frekar dapur málflutningur. Þ.e. þeir sem ræða um að kosningaþátttakan hafi ekki verið næg.  Það var nefnilega ekki neinn kvóti á þátttökuna.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.10.2012 kl. 22:07

20 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Þeir hefðu þá betur sett lágmarksþáttöku fyrir kosningar Ásthildur.

En svo held ég að þetta snúist bara um það að menn keppast nú við að eiga heiðurinn að því að stjórnarskrá sé breytt, endalaust sami hrokinn að það er látið skipta máli hver framkvæmir verkin, óþolandi og alltof dýrt. Held það þurfi að skoða að setja umræður á fjárlög, þeas hversu miklum fjármunum og tíma megi eyða í mál, áður en sett á salt í 10 ár eða svo. Svei mér þá...! 

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 23.10.2012 kl. 22:38

21 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já góður punktur ef þeim var svona umhugað um hve mikinn fjölda þurfti átti að setja fyrir "lekann" fyrir kosningar.  Svona eftirá eitthvað er ekki trúverðugt, en þeir voru svo vissir um að neiið yrði ofan á. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.10.2012 kl. 22:45

22 identicon

Er þjóðin þá bara rúm 30 prósent miðað við þátttökuna..?????

Hefði viljað sjá meiri þáttöku..

En miðað við forsendur  var ekki við öðru að búast.

Ráðgefandi kosning..??    Skoðanakönnun..??

Um hvað var verið að kjósa..???

Eitthvað sem engin veit hvernig endar..???

Áhugaleysi þeirra  sem heima sátu eru vegna þess að ekkert í þessari

kosningu er bindandi.

Aðeins ráðgefandi fyrir illa gefin þingheim sem hugsar ekkert nema um

sjálfan sig og þeirra sem þeir vinna fyrir, hvort sem það eru flokkar eða

önnur hagsmunaöfl. 

Sorglegt en satt.

Ég vill nýja stjórnarskrá, en því miður held ég að við sem það viljum,

sjáum það ekki gerast, vegna gjörsamlega óhæfs fólks á alþingi.

Hættum  svo að tala um að þetta pakk fari í skotgrafir, nefnum þetta

réttnefni. Skítkast af skítakömrum. Það er það sem það kann.

Og fær borgað fyrir það.

M.b.kv. 

Sigurður Kristján Hjaltested (IP-tala skráð) 23.10.2012 kl. 22:53

23 identicon

Axel: Þú misskilur alveg. Mér finnst fátt skemmtilegra en að ræða þetta. Það er hægt að færa jafn góð rök fyrir næstum hvaða túlkun sem er .

Um leið verður auðvitað að taka þetta alvarlega sem lýðræðistilraun. Ég held að það sé orðið ljóst að þegar plögg eru borin undir þjóðaratkvæði þurfa þau  að vera fullbúin og meðferð málsins eftir atkvæðagreiðslu að liggja skýrt fyrir áður en atkvæðagreiðslan fer fram.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 23.10.2012 kl. 23:21

24 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hjördís og Ásthildur, það er nákvæmlega alveg sama hvernig þessi kosning hefði verið hönnuð, allt hefði verið rakkað í hel.

Minni á 5% lágmarksfylgis regluna í þingkosningum, hverju þjónar hún öðru en hagsmunum stóru flokkana á kostnað nýrra og minni framboða?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 23.10.2012 kl. 23:35

25 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Auðvitað hefði verið best Sigurður að þátttakan hefði verið sem mest. Þetta er lokatækifæri Alþingis að hrista af sér slyðruorðið og standa sína plikt.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 23.10.2012 kl. 23:39

26 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála Axel auðvitað á að afmá 5% regluna.  Hún er bara til að hygla fjórflokknum eins og þú segir.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.10.2012 kl. 23:49

27 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Frjálshyggja xD fólks nær aðeins í eigin kúkableyju.

Ég frétti af Brjánslæk að kona ein hefði komið þangað og M'OTMÆLT mismunun í fargjaldi, allt gjald á Íslandi ætti að vera jafnt!

Það hefur allavega Gísli Marteinn (xD) ekki lesið eða heyrt, eða hvað?

Hefðin hefur verið að þeir suð-vestfirðingar sem búa enn við ómalbikaðan veg, fái afslátt á ferðum með Baldri. Ekki nema sanngjarnt, finnst flestum , en svo kemur ein kona með mótmæli að sunnan, hún vill líka fá afslátt með Baldri. Öllu var breytt og afslátturinn hángir á bláþræði (sem eftir er).

Nú sé ég að þessi sunnlenska kona hefur gert okkur Vestfirðingum svo gott og gert það svo miklu betra að lifa hér.

Við mótmælum héðan í frá öllum "afslætti" á ÍSLANDI!

Í orkuverði og matvælaverði og  samgönguverði og heilbrigðisþjónustuverði(ferðurm) og þökkum sunnlensku konunni, sem ekki sætti sig við að borga meira með Baldri, heldur en heimamenn á vestfirðum, sem enga vegi eiga enn á suð-vesturfirðum.

Eiga Vestfirðingar að nota sömu rök og mótmæla að fiskimiðin fyrir Vestfirðum séu ekki að renna óskipt til Vestfirða?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 23.10.2012 kl. 23:55

28 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Axel Jóhann. Eftir mínum skilningi, þá er stór hluti af gömlu stjórnarskránni óbreyttur í þessum drögum að nýrri stjórnarskrá.

Þess vegna er það ekki satt og rétt sem sumir segja, að allt sé nýtt í stjórnarskrár-tillögunum.

Úrtölumálflutningur sumra um endurnýjun á stjórnarskránni er því ó-rökstuddur og ó-marktækur áróður.

Nú verður stjórnmálaklíkan (elítan) á Íslandi að skilja raunveruleikann.

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 24.10.2012 kl. 00:28

29 identicon

"Það á þá ekki að leggja fram nein mál í þinginu til að forðast þras og málþóf stjórnarandstöðunnar Bjarni"

Jú endilega að leggja fram mál og takast á um þau, þjóðþrifamál, ekki þetta veigrunar bull sem alltaf er verið að velta sér upp úr.  Þessir bév.... þingmenn geta ekki einusinni hamið smálánafyrirtækin í því að nýðast á hinum aumustu í samfélaginu. Hvorki stjórn né stjórnarandstaða. Svo maður tali nú ekki um stuldinn mikla á eigum meðal Jónsins, þar er ekkert gert nema dómskerfið dragi það út með töngum og þá eru lappirnar líka dregnar eins og hægt er.

ps. Er það pólitík af hálfu Sigurðar Líndal, að benda á alvarlega ágalla þessa vemmilega glansgjörnings sem tillögur að nýrri stjórnarskrá er? Held ekki!

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 24.10.2012 kl. 00:36

30 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þar sem þessi tvö plögg fjalla í grunnin um það sama Anna Sigríður, er óhjákvæmilegt að margt líkt sé með þeim. Annað væri skrítið. En munurinn er samt það mikill að mínu mati í orðalagi og uppbygging að frumvarpið verður að teljast ný stjórnarskrá en ekki breyting á þeirri gömlu.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.10.2012 kl. 10:28

31 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Anna Benkovic, þegar þú nefnir vegakerfið á Vestfjörðum, rifjast upp fyrir mér þegar forsetinn fór í opinbera heimsókn vestur hér um árið. Í móttökuathöfn á Patreksfirði, að mig minnir, gerði forsetinn að umtalsefni ástand veganna á Barðaströndinni, sem voru venju samkvæmt varla akfærir.

Matthías Bjarnason og fleiri kappar úr hans flokki, sem höfðu slæman málstað að verja, gersamlega misstu sig og vönduðu ekki forsetanum kveðjurnar að minnast á það sem allir sáu ekki mátti nefna og sögðu að forsetanum kæmi ástand vegakerfisins bara ekkert við.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.10.2012 kl. 10:39

32 Smámynd: Þorvaldur Guðmundsson

Ég kaus ekki en það er samt fáránlegt ef mitt atkvæði er ekki gilt ég kaupi heldur aldrei happadrættismiða en það er engu að síður óréttlátt að ég fái aldrei vinning.

Þorvaldur Guðmundsson, 24.10.2012 kl. 11:36

33 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Nákvæmlega Þorvaldur,  þeir sem leggja að jöfnu greidd og ógreidd atkvæði hljóta í framhaldinu að leggja til að í Alþingiskosningum skili auðir seðlar og ógreidd atkvæði sér inn í þingsalinn sem auð þingsæti. Annað væri hræsni.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.10.2012 kl. 12:07

34 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Axel. Það er rétt hjá þér, að óhjákvæmilega er margt líkt með þessum plöggum.

Ég nefndi þetta bara vegna þess að sumir halda því fram að ekki megi umbylta stjórnarskránni algjörlega. Hvað meina þeir sem halda því fram? Það þvælist eitthvað fyrir mér.

Nú er búið að kjósa, og elítueigendur flokkanna eiga að sýna þann þroska að virða niðurstöður þjóðar-atkvæðagreiðslunnar, og vilja þjóðarinnar í öllum málum.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 24.10.2012 kl. 13:04

35 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það er ekki bara stjórnarandstaðan á Alþingi sem hefur efasemdir um tillöguhrærigraut stjórnlagaóráðsins, heldur einnig ýmsir lögspekingar.

Jóhanna sagði blygðunarlaust að önnur mál mættu bíða meðan stjórnarskrármálið væri afgreitt. Hún kann ekki að skammast sín.

Gunnar Th. Gunnarsson, 24.10.2012 kl. 13:07

36 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er alveg eins gott að vitna í vindinn eins og lögfræðinga Gunnar. Vindurinn blæs líka úr öllum áttum.

Í hvaða samhengi sagði Jóhanna þetta Gunnar? Skömmin er ekki hennar.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.10.2012 kl. 13:23

37 identicon

Algjörlega sammála Axel.  Merkilegt þegar gáfumenni á þinginu vilja frekar hlusta á þá sem kusu ekki en þá sem það þó gerðu.

Skúli (IP-tala skráð) 24.10.2012 kl. 13:43

38 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hún sagði þetta úr ræðustól á Alþingi. Nú skyldi þetta keyrt í gegn og annað mætti bíða.

Gunnar Th. Gunnarsson, 24.10.2012 kl. 14:19

39 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það sem ég átti við Gunnar var, að í þína frásögn vantar samhengið, sem bjagar meininguna, svo vægt sé til orða tekið.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.10.2012 kl. 14:25

40 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Þeim þarna í stjórnarandstöðunni er ekki viðbjargandi eins og þú segir Axel og hefur aldrei verið, mér liggur við að segja síðan Ólafur Thors var og hét.

Bergljót Gunnarsdóttir, 24.10.2012 kl. 18:13

41 identicon

Axel Jóhann, ég er ein af þeim sem mætti til að kjósa og sagði nei. Ég sætti mig við úrslitin en ætlast til þess að ALLIR aðilar láti af hroka og stærilátum.

Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 24.10.2012 kl. 20:46

42 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Alþingi hefur verðið sirkus of lengi Bergljót, tími til komin að breyta því.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.10.2012 kl. 21:02

43 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Nákvæmlega Sigrún, þeir sem ekki sætta sig við úrslit kosninga, sætta sig ekki við leikreglur lýðræðisins og eru ekki á vetur setjandi.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.10.2012 kl. 21:04

44 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Jabb!

Bergljót Gunnarsdóttir, 24.10.2012 kl. 22:51

45 identicon

Tölfræði er varasöm, gagnleg en einnig hægt að mistúlka og misnota. það voru rétt innan við 50% atkvæðisbæra manna sem kusu og af þeim fjölda voru það 2/3 sem greiddu atkvæði um að tillaga stjórnlagaráðs yrði notuð til grundvallar við endurskoðun og uppbyggingu nýrrar stjórnarskrár. Þessi 2/3 eru því ekki nema um 30% af heildarmannfjöldanum sem mátti samkvæmt lögum greiða atkvæði.

Menn geta svo túlkað þessar tölur á allan veg enda er hér um tölfræði að ræða.

Jóhannes (IP-tala skráð) 25.10.2012 kl. 00:54

46 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þetta liggur allt fyrir Jóhannes, en það breytir ekki þeirri staðreynd að í kosningum á Íslandi hafa aldrei fleiri atkvæði verið talin gild, en upp úr kjörkössunum koma. 

Stalín karlinn náði hinsvegar þeim merka árangri að fá 103% greiddra atkvæða í kosningum. Það er athyglisvert að Valhallarprinsarnir skuli sækja í smiðju Stalíns hvernig framkvæma skuli og túlka kosningar og niðurstöðu þeirra.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 25.10.2012 kl. 01:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband