Kaþólska kirkjan fer af sporinu

Þó ekki væri nema brot af því satt sem sagt er um þennan Jimmy Savile, þá hefur hann verið sannur skíthæll og djöfull í mannsmynd. Athygli hlýtur að vekja hve ákveðin og snöfurleg viðbrögð kaþólska kirkjan sýnir í málinu. Kaþólska kirkjan á Englandi hefur, þegar á fyrstu stigum rannsóknar málsins, beint þeim tilmælum til páfa að Savile verði sviptur heiðursorðu kirkjunnar.

Hér sýnir kaþólska kirkjan allt önnur og sneggri viðbrögð en í svipuðum málum sem komið hafa upp innan hennar eigin raða. Í þeim málum virðast enn ráða helstu dyggðir og lögmál kaþólsku kirkjunnar, leynd, undanfærslur, blekkingar og hrein ósannindi, verði þeim við komið.

 
mbl.is Kirkjan vill svipta Savile heiðursorðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ætli þeim finnist ekki auðveldara að dæma þá sem standa utan við, ekki var hann prestur, skítalykt að þessu öllu.

Ásdís Sigurðardóttir, 27.10.2012 kl. 12:28

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Skítalykt - er það!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 27.10.2012 kl. 12:55

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

:) :((

Ásdís Sigurðardóttir, 27.10.2012 kl. 13:48

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já þetta er svo sannarlega andstyggilegt mál frá A til Ö.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.10.2012 kl. 17:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband