Eru þeir á sýru í Stúdentaráði?

Stúdentaráð HÍ harmar mjög nýja byggingarreglugerð, sem þeir segja hækka byggingarkostnað. Ráðið telur reglugerðina ekki taka mið af þeim erfiðu tímum sem uppi eru í þjóðfélaginu og hamla nauðsynlegri uppbyggingu Stúdentagarða.

Stúdentaráð horfir gersamlega framhjá heildarmyndinni og virðist ekki skilja tilgang reglugerða og einblínir á óljósa stundar- og sérhagsmuni námsmanna. Ef ástandið í þjóðfélaginu kallar á að afsláttur sé gefin af byggingarreglugerð, hvað finnst Stúdentaráði um aðrar reglugerðir, er ástæða til að framfylgja þeim eitthvað frekar á krepputímum?

Er þá ekki sjálfsagt að veita afslátt af öðrum reglugerðum sé þannig hægt að lækka verð og spara pening? T.a.m. reglugerðum um matvæli, heilbrigðismál, málefni fatlaðra, skóla, löggæslu og almannavarnir o.s.f.v.?

Margar misgáfulegar kröfur hafa komið úr ranni Stúdentaráðs gegnum tíðina en þessi toppar allt.


mbl.is Hækkar byggingarkostnað um 10-20%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Stúdentaráð telur það einnig mikið áhyggjuefni ef að leiguhúsnæði verði einungis á færi þeirra efnameiri við Háskóla Íslands."

Ef einhver er á sýru þá er það ekki Stúdentaráð.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 29.10.2012 kl. 10:37

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég skil svo sem sjónamið stúdenta en sem leið að markmiðinu er þessi hugmynd þeirra gersamlega galin. Þetta vandamál verður ekki leyst með því að slá af byggingarreglugerð Elín, þar verður annað að koma til.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.10.2012 kl. 10:50

3 identicon

Eru þeir ekki að tala um nýja reglugerð? Hvaða atriði eru þetta í nýrri reglugerð sem hækka kostnaðinn? Ef við sláum af nýrri reglugerð erum við með þá gömlu. Var hún galin?

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 29.10.2012 kl. 10:58

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Gildandi reglugerð er auðvitað ekki galin en það er ekki þar með sagt að ekki hafi verið komin tími á að uppfæra hana. Reglugerðum þarf auðvitað að breyta í tímans rás í takt við breyttar aðstæður og auknar kröfur.

Vildi einhver t.d. vilja hafa öryggismál sjómanna enn á sama plani og þau voru 1950, svo dæmi sé tekið? Breytingar taka menn ekki upp hjá sjálfum sér kosti það pening, til þess þarf fyrirmæli.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.10.2012 kl. 11:11

5 Smámynd: Sandy

Ef byggingakosnaður hefur hækkað svona mikið þá lendir það ekki bara á námsmönnum heldur öllum þeim sem huga á byggingar, því gætu fleiri farið fram á lækkun kosnaðar ef gæta á jafnræðis í þjóðfélaginu.

Sandy, 29.10.2012 kl. 11:28

6 Smámynd: TómasHa

Hvenær var gamla reglugerðin uppfærð? Hafa hús verið að hrynja hér á landi, það er ekki langt síðan seinasti skjálfti varð. Er kannski ekki ástæða til að staldra við og velta fyrir sér hvort við séum ekki komin of langt nú þegar? Þessi sjónarmið eru ekki eingöngu komin frá stúdentaráði heldur frá fjölmörgum byggingingaraðilum og hagsmunaaðilum sem finnst of langt gengið.

TómasHa, 29.10.2012 kl. 11:43

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sandy, kostnaður vegna aukina krafna neytendum til hagsbóta, lendir auðvitað á neytendum.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.10.2012 kl. 11:59

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

TómasHa, reglugerðin sjálf eða mat á innihaldi breytinganna var ekki inntak færslunnar, heldur sú forsenda sem Stúdentaráð gaf sér fyrir andstöðunni.

Það er ekkert nýtt að verktakar og hagsmunaaðilar allskonar séu á móti breytingum geti þeir gefið sér að bakslag komi í seglin. Stúdentaráð eru einmitt ein slík hagsmunasamtök.

Í síðasta suðurlandsskjálfta skemmdust nokkur hús mikið, sum urðu óíbúðarhæf, ef ég man rétt. 

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.10.2012 kl. 12:09

9 Smámynd: Landfari

Axel Jóhann Hallgrímsson Hefurðu kynnt þér hvað þessi nýja reglugerð inniheldur? Það verður að taka undir með súdentaráði og hverjum þeim sem gagnrýna þessa reglugerð. Hún ber það með sér að vera samin í 2007 stílnum þegar kostnaður skipti ekki máli. Sumt af því sem verður skylda samkvæmt henni heitir flottræfilsháttur í dag og er tómt bruðl og óþarfi og hefur ekkert með öryggiskröfur að gera.

Landfari, 29.10.2012 kl. 12:32

10 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Nefndu dæmi Landfari.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.10.2012 kl. 13:20

11 identicon

Samk. þeirri nýju þarf liftu í hús sem er meira en 2 hæðir, í þeirri gömlu þurfti liftu ef hæðir voru fleiri en fjórar.

Í þeirri nýju þarf tvær snyrtingar(klósett) ef íbúð er stærri en 120 fermetrar, þurfti ekki í þeirri gömlu.

Það er ótalmargt í þeirri nýju sem er 2007, og hefur ekkert með öryggi að gera. Þetta bull mun bara hækka byggingarkostnað um 10-20%,og var hann nú nægur fyrir, og íbúðir á 3-4. hæð voru oft á viðráðanlegu verði fyrir efnaminni.

Jón Ólafur (IP-tala skráð) 29.10.2012 kl. 17:31

12 identicon

Frh. samk. þeirri nýju fær enginn að flytja inn í íbúð, eða hús sem hann hefur byggt, fyrr en öryggisútekt hefur farið fram, byggingaf. slökkviliðss. og heilbryggpisyfirvöld hafa smþ. að það megi flytja inn, það hefðu ekki margið fengið að flytja í hálfbyggð hús hér eftir stíð,ef þessi reglugerð hafi verið þá í gildi. Að meina fólki að flytja inn í hálf byggt hús, vegna einhverra öriggisatriða fyrir utan hús, er skílaust brot á eignaréttarákvæði stjórnarskrárinnar.

Þessa byggingarreglugerð þaf að endurskoða ýtarlega.

Jón Ólafur (IP-tala skráð) 29.10.2012 kl. 17:50

13 Smámynd: Landfari

Ef ég man rétt Axel þá má nefna til viðbótar því sem Jón Ólafur nefnir að nú þarf að vera anddyri í hverri íbúð, líka þeim sem eru í blokk og hafa sameiginlegt andyri og jafnvel gengið á sokkaleistunum upp.

Einnig að nú eiga allar íbúðir að vera með allar hurðir innanhúss þannig að stærsta gerð af hólastól getir farið þar um og hjólastólafólk athafnað sig á salernum.

Auðvitað er nauðsynlegt að hafa slíkar íbúðir en bruðlið að hafa allar íbúðir þannig. Það sem mér finnst skrítið er að ekki er gerð krafa um að hafa allar hurðir hærri þannig að fólk sem er yfir 2 m. eigi ekki á hættu að reka sig uppundir þegar gengið er um.

Foreldrar mínir fluttu í hluta af sínu húsi sem þau byggðu með plast í gluggum með 3 börn undir haustið. Með því að spara sér húsaleigu var glerið komið fyrir veturinn. Fyrir jólin var svo búið að opna inn í stofuna. Vatnið var allan veturinn með garðslöngu frá næstu götu því ekkert slíkt var komið í götuna.

Ég þurfti líka aldrei að upplifa einhverjar fjárhagsáhyggjur hjá fjölskyldunni. Hálfum öðrum ártug síðar hefði reyndar verðbólgan greitt niður lánin sem þeir, sem voru í klíkunni og þekktu bankastjóra, gátu tekið til að klára allt í topp áður en flutt var inn.

Landfari, 29.10.2012 kl. 18:32

14 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

 Jón Ólafur; Flestir hafa tuðað yfir því að þramma stiga upp á 4. hæð og óskað sér lyftu. Svo eru ekki allir sem geta hlaupið upp stiga en eiga ættingja og vini sem búa í blokk.

Útikamar þótti hreinn lúxus í eina tíð, en núna eru tvö salerni ofarlega á óskalista foreldra sem eiga dætur, sem oft eiga það til að dvelja óhóflega lengi á salernum.

Þetta eru því framfara mál og eftir nokkur ár nefnir enginn að það eigi að vera einhvernvegin öðruvísi.

Í 55. gr. segir:

Ekki má flytja inn í ófullgert húsnæði eða hefja starfsemi í því nema ákvæðum varðandi burðarþol, hollustuhætti og brunaöryggi sé fullnægt.

Þetta hefur einmitt með öryggi íbúanna að gera, ekkert annað. Allt annað má vera óklárað. Það er ekki saman að jafna ástandinu núna eða á 5., 6., og 7. áratugnum, hvað fjármögnun varðar. Núna fæst megnið af byggingarkostnaði lánað en þá voru húsnæðislánin bara grín og fólk hafði því ekki upp á annað að hlaupa en launin og varð að sníða sér stakk eftir vexti.  Ekki leið öllum vel með það.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.10.2012 kl. 18:53

15 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Mig minnir að ég hafi lesið það í reglugerðinni Landfari að ein íbúð í stigagangi ætti að vera hönnuð þannig að henni mætti breyta fyrir fatlaða, ekki allar.

Hurðarop eru 210 cm. Mér persónulega hefur fundist hurðarop í það knappasta, í það minnsta þegar þarf að troða um þau ofvöxnum húsgögnum.

Unga fólkið í dag segir "ertekki að grínast í mér, mar" þegar þeim er sagt frá því sem foreldrar þeirra, afar og ömmur máttu sætta sig við.

Ég var t.a.m. orðinn 9 ára þegar foreldrar mínir fluttu í hús með baðkari, en mér finnst ekki sú rómantík yfir baðleysinu að ég telji eðlilegt að ætla komandi kynslóðum að búa við það.

Við værum sennilega enn í torkofunum hefðu þeir fengið að nöldra sem sjá dauða og djöfulinn í  öllum breytingum.

http://www.reglugerd.is/interpro/dkm/WebGuard.nsf/key2/441-1998

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.10.2012 kl. 19:29

16 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Við værum sennilega enn í torkofunum hefðu þeir fengið að ráða sem sjá dauðann og djöfulinn í  öllum breytingum. 

Átti þetta að vera

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.10.2012 kl. 19:38

17 identicon

Það hefur kannski farið fram hjá þér að það er akkúrat unga fólkið sem er að tuða. Sá viðtal við unga stúlku í fréttunum áðan og henni var ekki skemmt. Hún talaði um vítahring og hækkanir og var mjög lítill stuðbolti í það heila.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 29.10.2012 kl. 20:21

18 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég verð að játa það Elín að nákvæmlega þetta tiltekna viðtal fór gersamlega fram hjá mér.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.10.2012 kl. 20:44

19 identicon

Framfarir eru fínar ,en forræðishyggja er vond.Hér er ég 55 ára gamall við hestaheilsu og hef alla mína tíð búið í íbúð með einu klósetti.En ég hef líka oft komið inn í hús með tveimur klósettum þar sem eigendurnir geisla af gleði og borga glaðir 5000 krónur á mánuði fyrir gripinn.

En nú er uppi ný staða valdstjórnin hefur ákveðið að mér sé skylt að hafa tvö klósett hvort sem mé líkar betur eða verr og hækkar hjá mér útgjöldin um 5000 á mánuði án nokkurrar skynsamlegrar ástæðu.

Fólk verður ekki glatt þegar það fer í bankann og borgar nauðungarklósett bjúrókratanna.

Þessi Reglugerð sem að mestu virðist vera bull og flottræfilsháttur kemur til með að kosta fólk um það bil 240 þúsund á ári eða 9 milljónir yfir lánstímann hið minnstsa ,og ávinningurinn er enginn.

Ég get bara alls ekki skilið hvernig hvernig hugsandi fólk getur tekið upp hanskann fyrir svona nauðganir af hálfu ríkisvaldsins.

Höfundar reglugerða af þessu tagi eru svo heiladauðir að þeir virðast ekki gera sér grein fyrir að með þessari fansí reglugerð fylgir a.m.k 9.000.000 kr reikningur fyrir fjölskyldu sem stundum á erfitt með að ná endum saman

Ég átti því láni að fagna að vera að nokkru alinn upp hjá afa mínum og ömmu í torfhúsi. Ég get því vottað að það var ekki á nokkurn hátt slæmt og ég hefði ekki viljað missa af því. Þar var bara eitt klósett og engin lyfta. 

Borgþór Jónsson (IP-tala skráð) 29.10.2012 kl. 22:15

20 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það eru líka til menn sem telja umferðareglurnar bölvaða forræðishyggju og að það sé ekki þeirra að fylgja þeim.

Það hefur ekki verið ransakað hvort þeir hafi mótað sér þá afstöðu vegna salernisuppeldis þeirra eða þrátt fyrir það.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.10.2012 kl. 22:38

21 identicon

það er grundvallarmunur á umferðarreglum og reglum um fjölda klósetta.Umferðarreglur fjalla að mestu um öryggi borgaranna,en klósettfjöldi ekki.Ekki er í umferðarlögum að allir bílar þurfi að hafa aðgengi fyrir fatlaða eða loftkælingu eða hita í speglum,allt eru þettað þó gagnlegir hlutir

Byggingareglugerðir eiga líka að fjalla um öryggi borgaranna svo sem burðarþol ,efnisval með tilliti brunavarna og frágang á rafmagni og vatni og svo framvegis.

Byggingareglugerð á ekki að fjalla um eldhúsinnréttingar gardínufestingar klósettfjölda eða fataskápa, vengna þess að það kemur bara engum við hvort ég hef slíkan búnað í mínu húsi.Það eru hreinlega engin rök fyrir því að ríkið skifti sér af þessu.

Það er fyrir löngu búið að setja allar reglu gerðir um húsnæði sem þörf er á og miklu meira en það,en af einhverjum ástæðum halda menn samt áfram að unga út einhverju bulli,sennilega til að líta út fyrir að ver mikilvægir

Borgþór Jónsson (IP-tala skráð) 29.10.2012 kl. 23:05

22 identicon

Við fáum Fjárhagsráð aftur til að ákveða allt fyrir okkur. Smellpassar við höftin.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 29.10.2012 kl. 23:13

23 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Rétt, mikið rétt á þessu er nokkur munur og þó ekki. 

Þegar ég var að alast upp fyrir norðan þá var samkomuhús þorpsins gamall herbraggi. Þegar þar voru haldnir dansleikir var þröngt setinn bekkurinn enda plássið takmarkað. Til að sóa ekki rýminu skartaði "samkomuhúsið" aðeins einu klóseti.

Það var um það þegjandi samkomulag að konurnar hefðu að öllu jöfnu afnotaréttinn af klósetinu í en karlarnir sem áttu hægara um vik sinntu sínum þörfum úti undir vegg, ýmist einir eða fleiri saman. Þar andaði svo suðrið sæla um sólríka daga.  Og þannig var þetta víða.

Svo kom nýtt samkomuhús samfara einhverri helvítis reglugerðinni um ákveðin fjölda salerna, sem eyðilagði gersamlega þennan þjóðlega sið að karlarnir pissuðu á lappirnar hver á öðrum úti undir vegg. 

Einstaka maður þráaðist þó við að afleggja þennan sið með þeim rökum að svona hefði þetta verið lengi og gefist vel og því engin ástæða til að taka upp nýja siði. Eitthvað hafa þeir kappar eflaust talað um forræðishyggjuna að sunnan, meðan þeir léttu á sér í fleiri en einum skilningi.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.10.2012 kl. 23:33

24 identicon

Þarna hefur embættismönnunum orðið illilega á í messunni.Ef nýja samkomuhúsið hefur t.d. rúmað 100 manns þyrftu að vera minnsta kosti 50 klósett til að halda í við lífsgæðin í 120 fermetra íbúðinni. Ég er hræddur um að hér þurfi menn að að véla um upp á nýtt.

Það er eins alltaf þegar maður er að rökræða við krata, þá er það eins og þegar maður var að ferðast með yxna belju milli bæja,Ýmist hangir hún í spottanum eða æðir áfram og dregur mann á eftir sér.

Borgþór Jónsson (IP-tala skráð) 30.10.2012 kl. 00:00

25 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þegar menn spila út kratatrompinu Borgþór, fellur mér allur ketill í eld yfir rökfestunni, ég er skák og mát.

Það hlýtur að hafa verið mögnuð sjón að sjá ykkur, kvíguna og asnann, stíga trylltan mökunardansinn um sveitina.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.10.2012 kl. 07:50

26 identicon

Þó að kratismi sé að mörgu leiti góður er vandamálið að kratar hneigjast svo mikið til að vera útausandi á fé annarra.

Af hverju má ég ekki spara með því að ganga upp stiga?.

Af hverju má ég ekki spara með því að hafa eldhúsinnréttinu úr kassafjölum?

Af hverju má ég ekki leysa hvernig ég geymi þvott með öðru en viðurkenndum fataskápum?

Af hverju má ég ekki hafa eitt klósett?

Hvern er ég eiginlega að skaða með því að ráða fram úr þessu sjálfur með mínum hætti?

Auðvitað er það skemmtilegt fyrir brenglaðan huga að dunda sér við það yfir daginn að semja svona reglur ýta svo á Enter og  húsbyggjendur eru orðnir nokkrum milljónum fátækari.Síðan röltir maður heim og kúkar í aukaklósettið sitt að loknu ódæðinu.

Ég vil svo taka það fram í lokin svo ég fái ekki lögregluna á mig að ég bý í einnar hæðar húsi með innréttingum frá sjálfu Móðurlandi kratanna bæði í eldhúsi og herbergjum.Kannski væri samt vissara að stofna nefnd á vegum flokksins til að kanna hvor ég hafi greint rétt frá.Það gengur jú ekki að borgararnir sé að taka svona örlagaríkar ákvarðanir upp á eigin spýtur

Borgþór Jónsson (IP-tala skráð) 30.10.2012 kl. 15:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.