Að skemmta skrattanum

Forsætisráðherra Finnlands, Jyrki Kateinen, segir fyrirhugaða loftrýmisgæslu finnska flughersins á Íslandi á næsta ári vera æfingu en ekki hernaðaraðgerð. Óvopnaðar þoturnar munu ekki sinna vörnum landsins og því t.a.m. ekki fljúga í veg fyrir aðrar þotur meðan á veru þeirra á Íslandi stendur. Svo segir á frétt á Vísi.is.

toy planeÍslensk stjórnvöld hafa kappkostað að réttlæta flug erlendra flugherja í lofthelgi Íslands með þeirri staðhæfingu að flugsveitirnar væru að sinna vörnum landsins. Núna hefur forsætisráðherra Finnlands staðfest vissu flestra Íslendinga að þær fullyrðingar væru hrein ósannindi.

Á þessum síðustu og verstu tímum þegar ríkið þarf að horfa í hverja krónu er vitandi vits verið að leggja fé til reksturs erlendra flugherja í algeru tilgangsleysi. Fyrsta skrefið inn í draum Björns Bjarnasonar um hervæðingu Íslands hefur verið stigið og það af svörnum hugmyndafræðilegum andstæðingum hans. Birni hlýtur að vera skemmt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband