Fyrsta hjálp!

Þegar  fyrsta hjálp er nefnd dettur öllu venjulegu fólki fyrst í hug sjúkragögn, matvæli og önnur hjálpargögn. En það fyrsta sem ráðamönnum stuðningsríkja Palestínu og Ísraels virðist detta í hug að senda þeim sem fyrstu hjálp, eru vopn og meiri vopn.

Eru fleiri, stærri og öflugri vopn það sem helst vantar í þennan landshluta til að til að stuðla að friði og hjálpa þjáðum íbúunum? Þeir einu sem braggast af fleiri og meiri vopnum eru framleiðendur þeirra og seljendur, þeir dauðans djöflar.

First-Aid-Kit-Inside-Sign-S-1779Ég held að íbúum Palestínu og Ísraels vanhagi um flest annað en fleiri úrræði til manndrápa.

.

.

.

.

.

Eru vopnasendingar merktar svona?

 


mbl.is Vilja koma vopnum til Palestínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Þú veit það jafn vel og ég að það eru vopnaframleiðendur sem stjórna heiminum og ef þeir vilja stríð þá fá þeir það! Verst er til að vita að þeir vilja stórt stríð mjög stórt

Sigurður Haraldsson, 18.11.2012 kl. 14:48

2 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það er nauðsynlegt að jafna stöðuna. Það er ekki forsvaranlegt að láta Palestínumenn standa varnarlausa frammi fyrri jafn vel vopnum búnum og blóðþyrstum villimönnum eins og ráðamönnum Ísraels.

Það er nauðsynlegt að Palestínumenn fái vopn sem hægt er að nota til að eyða flugskeytum Ísraela, til að geta skotið niður orustuþotur þeirra og árásaþyrlur og einnig vopn sem geta grandað skriðdrekum þeirra. Ef það er ekki gert munu slátranir á Palestínumönnum vera reglulegur viðburður í aðdraganda kosninga í Ísrael eins og stefnir í núna og var fyrir síðustu kosningar í Ísrael.

Barfa það eitt að ljóst sé að innrás Ísraela muni kosta mikið mannfall meðal Ísraela gæti komið í veg fyrir svona fjöldamorð.

Sigurður M Grétarsson, 18.11.2012 kl. 16:12

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Heimurinn ver ekki Palestínu með því að moka í þá vopnum, þeir ná aldrei hernaðarmætti Ísraels. Við fáum ekkert út úr því annað en mannfall.

Það þarf að fylgja eftir ályktunum SÞ gegn útþenslu og landráni Ísraels, með hervaldi ef ekki vill betur, það var ekki beðið með það í Kúveit. En þar var olía.

Setja þarf alþjóðlegt viðskiptabann á Ísrael, þangað til skella þeir skollaeyrum.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 18.11.2012 kl. 16:22

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Arabarnir eru herskáir. Ekki flóknara.

Ísraelar vilja frið og eru lýðræðiselskandi.

kv

sleggjan

Sleggjan og Hvellurinn, 18.11.2012 kl. 19:20

5 identicon

Fyrsta hjálp til Gaza frá okkur íslendingum á að vera sú að senda til þeirra Össur og hann má gjarna taka með Steingrím, slatta af Sjöllum og Framsókn. Þá yrði strax lífvænlegra á Íslandi. Kannske gætu þessir kumpánar gert eitthvert gagn þarna í Gaza þótt ég sjái það nú ekki í fljótu bragði. En hér heima gera þeir aðeins ógagn og leiðindi.

Þetta er mín skoðun.

jóhanna (IP-tala skráð) 18.11.2012 kl. 19:22

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sleggja, af hverju láta Ísraelar ekki af stöðugu landráni og stofnun nýrra landnemabyggða á landi Palestínu, vilji þeir frið?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 18.11.2012 kl. 19:47

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

jóhanna, verður ekki litið á þessa kappa sem eiturefnavopn, verði þeir fluttir suður þangað?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 18.11.2012 kl. 20:11

8 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Sleggjan og hverllurinn. Það er nú þvílík þvæla að það hálfa væri nóg að Ísraelar vilji frið. Þeirra ríki var upphaflega byggt á hryðjuverkum stofnenda þess. Fyrst frömdu þeir hryðjuverk gegn berska setuliðinu og þegar ljóst var að það var að fara þá hófu þeir hryðjuverk gegn arabískum íbúum þess til að hrekja þá á brott. Þannig hröktu þeir meira en 700 þúsund Araba frá heimilum sínu og rændus síðan landi þeirra og jöfnuðu flest þorpin og bæina sem þeir fóru frá við jörðu og byggðu sín eigin þorp og bæji.

Þeir hafa frá upphafi neitað þessu flóttafólki að snúa aftur heim þrátt fyrir að þeim sé það skylt samkvæmt alþjóðalögum og samþykktum Sameinuðu þjóðanna.

Ísraelar hafa hafið nánast öll þau stríð sem þeir hafa háð við nágrannaþjóðir sínar yfirleitt til að sölsa undir sig meira landi eða halda í það land sem þeir hafa þannig rænt.

Ísraela halda áfram að byggja fleiri og fleir landrándbyggðir þrátt fyrir að þær séu ólöglegar samkvæmt alþjóðalögum og séu ein helsta hindrunin í vegi friðar. Í hvert skipti sem gerð er tilraun til friðarviðræðna hefja þeir byggingu nýrra landránsbyggða til að eyðileggja þá tilraun.

Svo bæta Ísraelar gráu ofan á svart með reglulegum fjöldamorðum á Palestínumönnum þar sem saklausu fólki er misskunarlaust slátrað eins og þeir eru að gera núna og gerðu fyrir fjórum árum. Í hvorugu tilfellinu er um sjálfsvörn að ræða heldur einfaldleg skipulögð fjöldamorð skipulögð af stjórnvöldum í aðdraganda kosninga til að draga athygli kjósenda frá slæmri stöðu í efnahag þjóðarinnar.

Sigurður M Grétarsson, 18.11.2012 kl. 21:54

9 identicon

Sigurður þú veist væntanlega að palestínumenn eru að mestu leyti innflytjendur frá Egyptalandi og Jórdaníu sem settust að á þessu svæð sem þeir kalla Palestínu.

skvísa (IP-tala skráð) 18.11.2012 kl. 22:10

10 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hvenær fluttu þeir til Palestínu skvísa?

...og núverandi Ísraelsþjóð er þá ekki innflytjendur eða afkomendur innflytjanda í Palestínu?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 18.11.2012 kl. 22:18

11 identicon

1948, daginn þann sem Ísrael lýsir yfir sjáfstæði ráðast fimm arabaríki samstundis á Ísrael. Að bera á borð að ísraelar hefji árásir er sögufölsun.

Að vísu hófu þeir svokallað 6 daga stríð, því nágrannarnir voru í innrásarhug og í startstöðu og útkoman hefði orðið gígantískur harmleikur fyrir múslimsku löndin ef þeim hefði tekist ætlunarverk sitt með innrás. Sennilega hefðu hundruðir þúsunda múslima, ef ekki milljónir tínt lífi fyrir heimskan málstað. Þetta steinaldarfólk hefur aldrei viðurkennt Ísrael sem ríki og mun ALDREI gera. Að stinga upp á því, að fyrsta hjálpin til Gaza verði vopnasendingar og að t.d. VG á Íslandi mæli með stjórnmálasliti við Ísrael ber vott um svo óheyrilega heimsku og vanþekkingu að maður er gáttaður.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 19.11.2012 kl. 00:32

12 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Enn í sömu forinni V. Joh?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.11.2012 kl. 00:45

13 identicon

AJH- Ég sem þetta ekki sjálfur. Ég fer í uppsláttarverk.

Það verður málefnalegra, en það er svo sem nóg af sögufölsunum. En ég styð frekar Ísraelskt lýðræði en múslimskt fláræði, sem nóg er af.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 19.11.2012 kl. 01:18

14 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

V Jóhannson. Seinmustu jánuðina fyrir þessa innrás ARabaríkjanna voru stofnendur Ísraelsríkis búnir að fremja fjjöldarmorð á Aröbum og hrekja meria en 700 þúsund þeirra á flótta í einum mestu þjóðernishreinsunum veraldarninnar eftir síðari heimstirjöld. Það voru því klárlega Ísraelar sem stofnuðu til þeirra átaka.

Seinustu árin fyrir sex daga stríðið voru Ísraelar búnir að efla her sinn verulega með miklum vopnakaupum. Nágrannaþjóðir þeirra sáu því í hvað stefndi og fluttu mikinn herafla að landamærum sínum því þær óttuðust árás. Það kom síðan í ljós að þær höfðu rétt fyrir sér og höfðu þvi miður ekki undurbúið sin nógu vel eins og sést á því vhernig fór.

Ísraelar í vitoði með þáverandi bandaríkjaforseta Lindon B Johsson reyndu að fá Bandaríkjamenn til að ráðast á Ebyptaland með þvi að sökkva bandaríska njósnaskipinu USS Liberty og kenna Egyðtum um. Þeir trufluðu fjarskipti meðan þeir réðust á skipið en áhöfninni tóks að verjast hetjulega og koma þrátt fyrir allt skilaboðum frá sér og þar með sprakk þetta allt í adlitð á þeim. Banrarkjastjórn náði samt að þagga málið niður og er opinber niðurstaða þeirra að um óviljaverk hafi verið að ræða af Ísraelum.

Vissulega voru það Arabaþjóðirnar sem réðust á Ísraela í Yom Kippur stríðinu en það var í raun áframhald af sex daga stríðinu með sex ára vopnahlé enda fyrst og fremst tilraun Arabaþjóðanna til að endurheimta það land sem Ísraelar rændu af þeim í sex daga stríðinu og vlldu ekki skila.

Staðreyndn er sú að það eru Ísraaelar sem eru hernámsveldið á þessum slóðum og það eru fyrst og fremsta þeir sem eru að beita nágranna sína ofbeldi en ekki övugt þó vissulega komi hitt fyrir líka.

Sigurður M Grétarsson, 19.11.2012 kl. 08:43

15 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Skvísa. Þarna ert þú nú að snúa hlutunum á haus. Það er talið að um árið 1890 þegar Gyðingar hófu að flytjast í stórum stíl til þessara slóð hafi um 2% íbúanna verið Gyðingar. Með gífurlega miklum fólksflutingum þangað voru þeir orðnir um þriðjungur þegar Bretar yfirgáfu svæðið en þá hröktu þeir rúmlega 700 þúsund Araba á flótta með grimmilegum fjöldamorðum og hótunum um að drepa þá sem ekki færu.

Það eru því fyrst og fremst Gyðingarnir sem eru innflytjendur en ekki öfugt.

Sigurður M Grétarsson, 19.11.2012 kl. 08:45

16 identicon

Hvílík heift hérna í fólki, þið skiptið ykkur upp í lið annað hvort með Ísrael eða gegn þeim.  Málið er ofar okkar skilning gott fólk, við þekkjum þetta ekki nægilega vel til þess að geta dæmt.  Staðreyndin er sú að báðir aðilar hafa gerst sekir um voðaverk, þetta er harmleikur.  Er sammála síðuhöfundi að það hjálpar ekki Palestínu að senda þeim vopn.

Baldur (IP-tala skráð) 19.11.2012 kl. 11:26

17 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Veit ekki hvaða sögubækur Sigurður er að lesa

Sleggjan og Hvellurinn, 20.11.2012 kl. 18:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband